Miðvikudagur 04.05.2011 - 10:43 - Rita ummæli

Heimskt er heimaalið barn

Íslenska orðið heimskur á uppruna sinn í heimaalinn, sbr. heimskt er heimaalið barn. Því hefur það lengi verið talið vera kostur að ferðast út fyrir landsteinana, kynnast nýjum menningarheimum og mennta sig erlendis. Æ meiri áhersla varð þó i íslenska menntakerfinu á að bjóða upp á sem fjölbreyttast nám hér heima. Nýjar námsbrautir spruttu upp eins og gorkúlur sem og jafnvel heilu háskólarnir.

En er það rétt?

Ég hef talið það vera til mikilla hagsbóta að Íslendingar sæki sér menntunar sem víðast. Ljóst er að 300 þús. manna þjóð getur aldrei orðið sérfræðingur í öllu. Hlutverk menntakerfisins á að vera að tryggja gott grunnnám og úrvals framhaldsnám í þeim fögum sem við höfum sérþekkingu.

Samhliða eigum við að gera fólki kleift að sækja nám erlendis.

Það þýðir að við verðum að endurskoða námslánakerfið, bæði til framfærslu og skólagjalda sem og uppbyggingu og skipulag háskólanna á Íslandi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur