Laugardagur 07.05.2011 - 10:56 - Rita ummæli

Þú ert klikkuð!

Viku 1 er lokið samkvæmt plani og ég hljóp/gekk samtals 16 km. Æfingarplanið var sunnudagur 4, 8 km á 40 mín (hljóp og gekk), mánudagur 40 mín á skíðavél, þriðjudagur 4,8 km á 36 mín (þurfti að ganga e 20 mín aðeins) og miðvikudagur 40 mín á skíðavél og æfingar fyrir efri hluta líkamans.  Fimmtudagurinn var tekinn í hvíld sem hentaði ágætlega þar sem mikið var að gera í þinginu og opinn fundur í Þingborg með Sigmundi Davíð og Sigurði Inga um kvöldið. 

Í gær var svo vaknað snemma til að ná að hlaupa 6,4 km áður en lagt var í ferð um gossvæðið undir Eyjafjöllunum og það tókst á 51,40 mín. Í kringum 30 mín dofnaði hægri fóturinn en það lagaðist ca. 10 mín. seinna.  Er algengt að fá nálardofa á hlaupum? Ástandið á skrokknum var þokkalegt eftir á. Smá eymsli fyrir neðan annað hnéð, í mjaðmagrindinni og bakinu.

Engar harðsperrur þegar vaknað var í morgun. Dagurinn í dag á að fara í hvíld. Sama plan í næstu viku nema með sprettum til að auka hraðann og æfingum til að styrkja fæturna.

Viðbrögðin hafa verið áhugaverð. Allt frá „þú ert klikkuð!“ og það nýjasta frá Baldri Kristjánssyni sem lofar að taka mig upp í ef ég skyldi þurfa far eftir hlaupin…

Hmmm… 😉

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur