Ég er farin að heyra auglýsingar frá útvegsmannafélögum hringinn í landið. Í auglýsingunum er bent á mikilvægi íslensks sjávarútvegs og fjölda þeirra starfa sem atvinnugreinin skapar.
Þetta er gott framtak hjá aðildarfélögum Landssambands íslenskra útvegsmanna. Alveg bráðnauðsynlegt í ljósi slakrar ímyndar sambandsins og greinarinnar í heild, sérstaklega eftir mistökin í tengslum við síðustu kjarasamninga.
Við þurfum nefnilega að benda á það jákvæða í starfsemi íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þannig rökstyðjum við af hverju núverandi handhafar aflaheimilda eiga að fá nýtingarsamninga um rúmlega 90% af aflaheimildunum, og hlutdeild í framtíðaraukningu til a.m.k. 20 ára.
Því þau skapa störf, þau eiga framleiðslutækin, þau hafa þekkinguna, – og við viljum treysta þeim til að fara vel með sameign þjóðarinnar.
Það traust kemur með skilyrðum, en ég efast ekki um að þau munu standa undir þeim.

Eygló Harðardóttir
Rita ummæli