Miðvikudagur 18.05.2011 - 07:34 - Rita ummæli

Játning

Ég ætlaði að vera ægilega dugleg í síðustu viku og helst bæta tímann frá því vikunni áður.  Svo tóku við annir vegna skila á skýrslu verðtryggingarnefndar, – já, ég veit… afsakanir, afsakanir…

Þetta var planið:

Sunnudagur (hvíla), mánudagur (30-36 mín, 4,8 km), þriðjudagur (30-40 mín cross-train), miðvikudagur (30-36 mín, 4,8 km), fimmtudagur (30-40 mín cross-train), föstudagur (hvíla) og laugardagur (6,4 km).

Reyndin varð:

Sunnudagur (40 mín, 4,8 km), mánudagur (hvíla), þriðjudagur (40 mín, skíðavél), miðvikudagur og fimmtudagur (hvíla), föstudagur (38 mín, 4,8 km), laugardagur (30 mín hjól 10 km, 10 mín tröppur, 203 m).

Þessi vika: Náði að hlaupa 4 km á mánudag og  fór 50 mín á skíðavélinni á þriðjudag.

Nú er bara að hysja upp um sig enda markmiðið að hlaupa 8 km í lok vikunnar eða 18 km yfir vikuna.

Hey, – en ég er stolt af skýrslunni og ánægð með vinnu nefndarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur