Mánudagur 23.05.2011 - 08:18 - Rita ummæli

Gos og aska

Hugur minn er með fólkinu fyrir austan.  Það er aðdáunarvert hvað fólk hefur sýnt mikið æðruleysi.  Mikið af lambfénu var komið út og áhyggjur fólks snéru helst að þeim.

Í gærkvöldi byrjaði askan að falla í Heimaey. Dóttir mín hringdi og sagðist vera á leið til vinkonu sinnar.  „Það er stórt öskuský að nálgast,“ sagði hún og það dimmdi yfir.  Öllum gluggum var lokað og kettinum tilkynnt að hann yrði að vera inni á næstunni.

Rigningu er spáð í lok vikunnar.

Svo er að vona að gosið í Grímsvötnum taki enda sem fyrst.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur