Þriðjudagur 24.05.2011 - 09:36 - Rita ummæli

Veruleikafirrt fólk

Á flokksstjórnarfundi VG sagði Steingrímur J. Sigfússon: „Það hefur orðið mikill eignabruni, ekki samt hjá venjulegu fólki.“  Stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar fullyrðir að ríkisstjórnin hefði allan tímann staðið með almenningi, eða skuldurum í umfjöllun um gengistryggð lán.

Það er erfitt að viðurkenna mistök í pólítík, – en það hljóta samt að vera takmörk.

Krafa um almenna leiðréttingu skulda var afgreidd sem popúlismi og töfrabrögð.  Bönkunum var falið að fást við vanda hvers og eins með „sértækri skuldaaðlögun“.  Það var ekki fyrr en ríkisstjórnin, forsetinn og Alþingi var grýtt á þingsetningu að menn horfðust í auga við reiði almennings.  Samþykkt var að fara 110% leiðina. Ágreiningi um gengistryggð lán var vísað á dómstóla.  Ekki var tryggð flýtimeðferð, frysting á ólögmætri innheimtu né gjafsókn á fordæmisgefandi málum.  Ríkisstjórnin var gripin með allt niðrum sig þegar Hæstiréttur staðfesti ólögmæti lánanna. Þegar lög voru sett um endurútreikning gengistryggðra lána gátu menn ekki einu sinni komið sér saman um hvernig ætti að skilja ákvæði um endurútreikninginn né að ráðuneytið gæfi út leiðbeiningar þess efnis.

Á sama tíma hafa eignir fólks lækkað í verðmæti, skuldir hafa hækkað, sparnaður rýrnað, skattar hækkað, störf tapast og þjónusta verið skert.

Veruleikafirring í stjórnarráðinu virðist því vera mikil.

Enda væntanlega bara venjulegt fólk þar…

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur