Miðvikudagur 22.06.2011 - 09:36 - 1 ummæli

Árangur í fiskveiðistjórnun

Í skýrslu OECD segir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu: „Iceland has been successful in managing its large industry thanks to its systems of Total Allowable Catches (TACs) based on scientific recommendations and Individual Quota System (IQS), which gives quota holders a strong incentive to ensure that the resource is managed well.  This system could be threatened by potential policy responses to the perceived unfairness of quotas initally having been given away and Iceland‘s possible accession to the EU…However, there is nothing the government can do now to undo the perceived unfairness of the initial allocation as most current quota holders purchased their quotas.“

Meðhöfundur að skýrslunni var víst Gunnar Haraldsson sem hefur unnið lengi sem ráðgjafi og sérfræðingur í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, m.a. með Ragnari Árnasyni. Það er erfitt að gagnrýna eitthvað sem maður hefur unnið að árum saman en er ekki heldur langt gengið að fullyrða að við höfum náð miklum árangri (e. successful) í fiskveiðistjórnun?

Árið 1991 veiddum við rétt rúmlega 1 milljón tonna og 2008 veiddum við rúmlega 1,2 milljónir tonna. Alvarlegast er að þorskaflinn, mikilvægasti fiskstofninn, hefur farið jafnt og þétt minnkandi.  Árið 1991 var hann 306 þúsund tonn en minnstur árið 2008 þegar hann var einungis 151 þúsund tonn.

Efnahagsreikningur íslensks sjávarútvegs hefur stækkað um 55% árin 1997-2008 ef stærð hans er mæld í SDR.  Aukning skulda hefur verið meiri en eigna og hefur bókfært eigið fé greinarinnar þurrkast út.  Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri áætlar að 50-60% haf verið vegna kaupa á aflaheimildum, 20-30% vegna fjárfestinga í ótengdum rekstri og afgangurinn 10-15% vegna taps á gjaldeyris- og afleiðuviðskiptum.  Varanlegir rekstrarfjármunir hækka ekki, sem segir okkur að greinin hafi lítið sem ekkert fjárfest m.a. í skipum, tækjum og húsum.

Fiskveiðistjórnun Íslendinga hefur því skilað okkur minnkandi þorskveiðum, gríðarlegri skuldsetningu og fjárstreymi út úr greininni.

Í hverju liggur þá árangurinn? Samþjöppun? Hærra verði á aflaheimildum? Fækkun starfa í fiskvinnslu?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Sæl Eygló. OECD skýrslan minnist á árangursríkt TAC kerfi sem og IQS, sem gefur kvótahöfum sterka hvatningu til að fara vel með auðlindina, segir þar nokkurn veginn. Auðvitað skiptir þá TAC ákvörðun mestu máli. Svo er hjá okkur ITQ (individually transferable quota) en ekki IQS. Transferable er jú framsalsrétturinn. Þarna er því ekki sagt, að kvótakerfið íslenska sé grundvöllurinn heldur rétt ákvörðun á heildarafla og síðan uppdeilingu á notendur. En einmitt pottarnir stuðla að réttri heildarveiði (TAC) og líka útdeilingu sveitarfélaga á kvótum (IQS). Þessvegna eru breytingartillögur ekkert andstæðar orðalaginu í plaggi OECD. – Í ofanálagið þá vita allir, að það er mjög mikið brottkast í íslenska kvótakerfinu og er það viðurkennt á alþjóðavísu fyrir ITQ. Höfundar skýrslunnar eru ekkert mjög klárir í þessu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur