Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon, forystumenn Samtaka verslunar og þjónustu skrifa grein í Fréttablaðið þar sem þau fullyrða að „… íslenskir skattgreiðendur [búa] við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi og íslenskir neytendur við eitt hæsta landbúnaðarverð í heimi.“
Stundum borgar sig að tékka á staðreyndum þegar fullyrt er. Ég kíkti á verð á vefsíðum Sainsbury’s og Carrefour í dag og bar það saman við kassakvittun í Vöruvali (hverfisverslunin mín í Eyjum) frá 8.7.2011.
Nýmjólk:
- Sainsbury’s British Whole Milk GBP 0,78/L = 146,59 kr.
- Carrefour Lait entier €0,95/L = 156,95 kr.
- Vöruval nýmjólk 1/L 130 kr.
Egg:
- Sainsbury‘s Free Range Large Woodland Eggs x 12 GBP 3,00 (0,25 each x 10= 2,50 = 469,83 kr.
- Carrefour 12 oeufs de poules élevées en plein air €3.14 (€2.62 pr. 10 egg) = 432,85 kr.
- Vöruval egg stór 10 stk 438 kr.
Smjör:
- Sainsbury’s slightly salted 250 gr. GBP 1.25 x 2 = GBP 2.50 = 469,83 kr.
- Carrefour beurre demi-sel de Normandie 250 gr. €1.41×2 = €2.82 = 465.89 kr.
- Vöruval saltað smjör frá MS 500 gr. 375 kr.
Þetta er ástæðan fyrir því að við sjáum ekki lengur samanburðarkannanir á verði á matvörum erlendis og hér heima. Þetta er eitthvað sem Margrét og Andrés hefðu getað tékkað á með þokkalegri tölvu og nettengingu.
En kannski hentaði það ekki?
hér gleymist að reikna inn í íslenska verðið niðurgreiðsluna sem skattgreiðendur hafa þegar greitt til bænda. Ef marka má OECD skýrsluna nýju þá er greitt tvöfalt meira til íslensk landbúnaðar en þess sem er innan ESB.
http://eyjan.is/2011/06/21/oecd-gridarmiklir-styrkir-til-baenda-baggi-a-thjodinni-allri/
Svo má alltaf draga í efa að hægt sé að bera krónuna saman við aðra gjaldmiðla því raunin er að hún er líka niðurgreidd með almannafé, svona í höftum.
fyrir nú utan að að hér er verið að bera saman Normadí smjör, sem er eitthvað dýrasta gourmet smjör sem til er og „free range eggs“ sem eru umtalsvert dýrari (og betri reyndar) en verksmiðju egg..
Spánn (júlí 2011):
1 ltr mjólk 0,54 €
10 stór egg 1,10 €
500 gr. smjör 1,00 €
1 kg kjúklingabringur 5,05 €
1 kg nauta(ekki nautgripa)hakk 4,45 €
3ja herb íbúð pr mán. 350-400 €
Vatn, gas og rafm. pr mán 90-100 €
1 skemmd í tönn 40-50 € = 6.640-8.300 Íkr.
Meðal útborguð laun pr mán. 900-1.100 € = 149.400-182.600 Íkr. Innifalið er sjúkartrygging og lífeyrissjóður ásamt því að flest lyf eru ókeypis eða 80-90% niðurgreidd.