Mánudagur 25.07.2011 - 14:26 - 1 ummæli

Fyrirgefning,- ekki hatur?

Árið 2006 tók Charles Carl Roberts IV 10 stúlkur sem gísla í West Nickel Mines skólanum í Amish samfélaginu í Bart Township, Pennsylvaniu.  Hann endaði gíslatökuna með því að skjóta þær, þannig að Naomi Ebersol (7), Marian Fisher (13), Anna Stoltzfus (12), Lena Miller (8) og Mary Miller létust og framdi í kjölfarið sjálfsmorð.

Allar skotárásir eru hræðilegar.

Það sem var minnisstætt við þessa skotárás voru viðbrögð Amish samfélagsins eftir árásina.  Afi einnar af myrtu stúlkunum lagði áherslu á það við unga ættingja sína að þeir ættu ekki að hata morðingjann.  Um 30 meðlimir samfélagsins mættu í jarðarför hans og Marie Roberts, eiginkonu hans, var boðið í jarðarför eins fórnarlambsins.  Í framhaldinu skrifaði Marie opið bréf til Amish nágranna sinna þar sem hún sagði: „Your love for our family has helped to provide the healing we so desperately need. Gifts you‘ve given have touched our hearts in a way no words can describe.  Your compassion has reached beyond our family, beyond our community, and is changing our world, and for this we sincerely thank you.“

Margir áttu erfitt með að skilja þessi viðbrögð. Þessa áherslu á fyrirgefningu, án þess að fyrir lægi nokkur eftirsjá eða viðurkenning á sekt hjá ódæðismanninum.  Viðbrögð sem hunsuðu mannvonsku og hatur og lögðu áherslu á kærleika og nýtt upphaf.

Aðrir bentu á að fyrirgefning gerði ekki lítið úr voðaverki. Fyrirgefning afsakaði ekki hið óafsakanlega, en hún væri fyrsta skrefið í átt að vonbjartri framtíð.

Var þetta ekki kjarninn í skilaboðum Stine Renate Håhem, ungrar stúlku sem lifði af árásina á Útey, þegar hún sagði í viðtali á CNN: „Ef einn maður getur sýnt svo mikið hatur, hugsið ykkur hversu mikinn kærleika við öll getum sýnt saman.“?

Ég er ekki viss um að ég gæti brugðist svona við…, en ímyndið ykkur hvað heimurinn væri miklu betri ef við myndum öll hugsa á þennan máta.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Jón Ólafs.

    Ríkisstjórnin kom með þann boðskap, að enginn innan ríkisgeirans væri með hærri laun en forsetisráðherrann, þetta er sennilega það eina sem ég get verið sammála ríkistjórninni um,
    nú liggur niðurstaðan fyrir, og trúverðuleiki ríkistjórnarinnar er kominn í ruslflokk, og þessi ohf fyrirtæki ríkisins eiga að sjálfsögu að fara eftir þessum tilmælum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur