Það er kallað eftir nýrri húsnæðisstefnu á Íslandi. Húsnæðisstefnu sem tryggir fólki öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Húsnæðisstefnu þar sem fólk hefur raunverulegt val um að leigja eða kaupa búseturétt eða séreign. Húsnæðisstefnu sem gerir ungu fólki kleift að búa í öruggu og ódýru húsnæði.
Við þurfum þó ekki sífellt að finna upp hjólið.
Nágrannalönd okkar geta vísað okkur veginn. Í Danmörku er skýr lagarammi um hverjir mega lána til kaupa á húsnæði og hvernig. Þar er sett 80% hámark á veðsetningu íbúðarhúsnæðis, skýrar reglur um framkvæmd greiðslumats, yfirtöku og uppgreiðslu lána. Þar deila lántakar og lánveitendur áhættunni af lánveitingunni og hafa sameiginlega hagsmuni af velferð beggja. Í Noregi er ungu fólki að 34 ára aldri veittur 20% skattaafsláttur vegna sparnaðar til kaupa á húsnæði eða búseturétti. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er einnig tryggt framboð af leigu- og búseturéttaríbúðum.
Samhliða eigum við að leita allra leiða til að lækka vexti og afnema verðtryggingu á íslenskum húsnæðislánum í samræmi við tillögur sem koma fram í skýrslu verðtryggingarnefndar.
Ég hef þegar komið þessum skoðunum á framfæri í nefnd velferðarráðherra um nýja húsnæðisstefnu og sem formaður verðtryggingarnefndar efnahags- og viðskiptaráðherra.
Næstu skref verða framlagning frumvarpa þessa efnis á nýju löggjafarþingi.
Því hlýtur maður að spyrja hvað ætlar norræna velferðarstjórnin að gera?
PS. Ég hvet lesendur til að setja inn athugasemdir eða tengja inn á Facebook. Ég samþykki inn athugasemdir þannig að það getur tekið smá tíma fyrir þær að birtast. Athugið að ég áskil mér rétt til að eyða út nafnlausum og ómálefnalegum athugasemdum.
Hmmm, hvað hafði framsókn mörg tækifæri og ár til að koma á mannsæmandi húsnæðiskerfi en gerði ekki?
Þetta verður fyrsta tækifærið mitt ;). En eins og ég hef margoft sagt þá er þetta alltaf spurning um að gera betur og læra af reynslu annarra.
Nú er komið í ljós að sú heimska og fáfræði verkalýðsforustunnar, að hafna því að taka verðtrygginguna úr sambandi tímabundið eftir hrun, eins og lagt var til í okt 2008, er nú búin að valda félagsmönnum ASÍ, og öðrum landsmönnum meiri hörmungum og skaða, en fordæmi eru fyrir í Íslandssögunni.
Því við hrunið varð forsendubrestur fyrir útreikningi vísitölunnar algjör.
Það voru stór og dýrkeypt mistök.
Takk fyrir það Eygló og vel svarað 🙂
Kveðja að norðan.
Akkúrat núna er ég að hlusta á þátt Sigurjóns Egilssonar, Sprengisand á Bylgjunni. Þar er einhver „sérfræðingur“ í viðtali sem segir að við verðum að hafa verðtrygginguna og okurvexti út af miklum sveiflum. Það kemur hver sérfræðingurinn á fætur öðrum sem ver þetta okurlánakerfi, 5% ofan á glórulausa verðtryggingu er ekkert annað en OKURLÁN.
Margrét S. Þetta er aðalhagfræðingur Seðlabankans og hann er að benda á að verðtryggð lán eru í raun lán með lágum afborgunum til langs tíma og því hlaðast upp á því vextir sem leggst við höfðustólinn. Hann segir að það sé all flest lán þannig að ef að fólk kýs að greiða þau hraðar upp þá lækkar náttúrulega höfustóllinn. Hann segir líka að í svona örhagkerfi yrðu óverðtryggðlán með breytilegum vöxtum því annars væri hætta á að fjármálastofnanir myndu ekki geta lánað þar sem útlán til fólks myndu étast upp í verðbólgunni. Finnst óþarfi að gera lítið úr manninum. Það nægir að benda fólki á spara.is og sparnadur.is. Þar er verðið að selja fólki þessa hugmyndi. Ef við værum hér með óverðtryggð lán þá væri fólk að borga hér nú um 10 til 12% vexti og þá held ég að fólk væri fyrst að fara á hausinn vegna afborgana.
Þó að ég sé á móti verðtryggingu þá held ég að fólk sem sér hagnað í því að losna við hana fyrir sig sé að feilreikna sig rosalega. Miðað við að vera með krónu sem gjaldmiðil.
Verðtrygging gengur út á að þú ert að borga til baka mikil verðmæti og það fékk að láni plús vexti fyrir þann sem lánar. Það eru jú eðli bankalána. Bendi fólki á að ein milljón fyrir 20 árum er ekki sama og ein milljón núna. Laun hafa hækkað um nokkur hundruð % síðan þá.
Takk Eygló.
Þú stendur þig í stykkinu. Ég er afar sáttur við þig og þín hófsömu vinnubrögð og baráttu gegn ranglæti, og vildi óska að meirihluta þingsins væri eins og þú. Hins vegar virðist þú því miður standa upp úr, jafnvel í þínum eigin flokki. En á meðan fólk eins og þú gefur þig í þetta, þá er enn von.
Góðar kveðjur frá Noregi,
Hrannar
Magnús Björgvinsson,
Heimilin eru nú þegar að borga 10-12% vexti á ári. Verðtrygging + 5% ofan á það með tilheyrandi verðbótum á vexti í hverjum mánuði gerir amk 12% vexti á síðustu 12 mánuðum. Síðan 2005 hafa eftirstöðvar 17 milljóna láns hækkað um 10 milljónir. Þú hlýtur að sjá að þetta er rán um hábjartan dag og ekkert annað. Þú segist vera á móti verðtryggingu en ert sjálfur að verja hana.