Þriðjudagur 06.09.2011 - 13:56 - 2 ummæli

Framsóknarstefna á heimsvísu

Fyrir stuttu hittust allir helstu seðlabankastjórar í heimi í Jackson Hole í Bandaríkjunum.  Þar flutti Christine Lagarde, nýr forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sína fyrstu stóru ræðu sem stjórnandi sjóðsins. Í ræðunni talaði hún um mikilvægi þess að skapa störf og draga úr skuldum.  Þessi tvö atriði væru lykilatriði til að byggja upp varanlegan og sjálfbæran vöxt í heiminum.

Þarna boðaði Christine Lagarde framsóknarstefnu á heimsvísu.

Enginn raunverulegur vöxtur verður án vinnu, og án vinnu verður enginn varanleg velferð.

Þetta er kjarninn í hugmyndafræði Framsóknarmanna. Þess vegna leggjum við Framsóknarmenn jafn mikla áherslu á að tekið verði á skuldvanda heimila og fyrirtækja.  Fólk sem er að drukkna í skuldum fjárfestir ekki, ræður ekki fólk í vinnu og kaupir ekki vörur eða þjónustu.

Því verðum við að taka á skuldavandanum og skapa störf.

PS. Ég hvet lesendur til að setja inn athugasemdir eða tengja inn á Facebook.  Ég samþykki inn athugasemdir þannig að það getur tekið smá tíma fyrir þær að birtast.  Athugið að ég áskil mér rétt til að eyða út nafnlausum og ómálefnalegum athugasemdum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Hallur Magnússon

    Þetta er rétt stefna. Enginn raunverulegur vöxtur verður án vinnu, og án vinnu verður enginn varanleg velferð.

    En þetta eitt og sér er ekki nóg. Lykilatriðið er í hvaða samhengi öðru þessi pólitík er rekin.

    Það má færa rök fyrir því að þessi efnahagsstefna hafi verið rekin í Þýskalandi 1933 – 1938. Með góðum efnahagslegum árangri – en hræðilegum pólitískum árangri.

    Hún var rekin í Bandaríkjunum í kreppunni. Með góðun efnahagslegum árangri – og ágætum pólitískum árangri.

    Dæmin eru miklu fleiri.

    En kjarni málsins er – í hvaða samhengi – og hvernig eru aðrir hlutar pólitíkarinnar rekinn.

    Ég treysti þér til þess að reka þessa pólitík í réttu og jákvæðu samhengi. En ég treysti því miður ekki öllum til þess …

  • Friðrik Björgvinsson

    Það eitt skiptir kannski máli hvers vegna ég rataði inná þessa síðu. Ég var að leita af upplýsingum varðandi Þýskaland fram að árinu 1933, því ég er að leita mér upplýsinga varðandi pólitískan áhuga og áhfrifa sem af því getur leitt, eins og ég vissi áður þá var mikil örvinglan í Þýskalandi á þessu tímabili, þannig að ég gerði ráð fyrir að pólitískur áhugi hafi verið í lámarki, eins og hér á landi í dag eða í núinu.
    Hvers vegna er þetta svona hér? Hverjum á að trúa í þessu orðagjálfri? Ekki þeim sem komu okkur í þessa stöðu, né þeim sem er að mistakast að koma okkur út úr þessari stöðu.
    Núna nánast 3 árum eftir að ósköpin voru óum flýjanleg hefur ekkert breyst, vinnu handa öllum, góð hugsjón ekki í nokkrum vafa um þann ásetning, þeir sem eru í vinnu hafa dregið saman í öllum umsvifum eða útgjöldum jafnt á neyslusviði og útgjaldasviði, þeir eru enn að reyna að standa í skilum við þann sem þeir gengust undir að greiða fyrir sínar þarfir sem núna eru ekki í forgangi. Vinna er ekki nægjanleg ein og sér, ef skuldir heimila eru á því flugi, sem þeir sem vilja vita, að þær verða nánast óyfirstíganlegar, nema með miklu aðhaldi innan þessara litlu fyrirtækja sem heimilin eru, verður ekki mikil neysla til að stiðja við vöxt eða umsvif innan samfélagsheildarinnar.
    Hvers vegna?
    Þó að aðilar sem gengust undir þessar skuldbindingar mörgum árum fyrir hrunið eru þeir að taka á sig skuldbindingar sem þeir gengust bara ekki við að standa við.
    Það var mjög áberandi að Hagfræðingarnir í Hörpu vissu ekki mikið um verðtryggingu eða virkni hennar, því virkni verðtrygginar liggur alfarið hjá lántakandanum, Hagfræðingarnir bara skilja ekki hvernig þetta getur gengið upp að hafa þessa áhættu alfarið á annarri hlið vogarinnar. Reyndar hefur Hagfræði mikin ókost hann liggur í því að þeir bera eingöngu saman tvo kosti, Hvítt Svart, nánast undartekningalaust er það þeirra aðferðafræði. Ef heimilin halda áfram að vera svona skuldsett verður engin neysla.
    Þetta eru ekki nein geymvísindi, vona ég að minnsta kosti að það sé raunin því þetta er það einfaldasta sem til er, tvennir hlutir, skuld og Eign, annað atriðið stendur ekki eitt og sér án áhrifa frá hinu, þó að það hafi komið í ljós í þessu ástandi að fjármagn er ekki eign og að eign er ekki fjármagn og að greidd skuld sé glatað fé.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur