Fimmtudagur 29.09.2011 - 08:43 - 6 ummæli

Að lesa

Ný könnun sýnir að fjórðungur 15 ára drengja í grunnskólum Reykjavíkur skilur ekki það sem þeir lesa.  Þeir geta stafað og lesið orðin, en þeir skilja ekki samhengi orðanna.  Hlutfall stúlkna er töluvert lægra, eða um 9%.

Fyrir stuttu rakst ég á frétt frá Noregi þar sem áætlað var að um 300 000 Norðmenn væru í sömu sporum, eða um tæp 10% af íbúum landsins. Þar var einnig bent á að 1/3 af ungu fólki heldur ekki áfram námi af einhverri ástæðu, væntanlega margir vegna þess að þeir skildu ekki námsefnið.

Lesskilningur er forsenda þess að við getum tekið þátt í nútímasamfélagi.  Án hans getum við ekki tekið bílpróf, lesið leiðbeiningar á lyfseðlum, átt í samskiptum við hið opinbera eða nýtt okkur möguleika vefsins.

Afleiðingin getur verið atvinnuleysi, einangrun og vanlíðan.

Þetta er eitthvað sem sagnaþjóðin verður að taka á.

PS. Ég hvet lesendur til að skilja eftir ummæli eða tengja inn á Facebook. Ummæli eru samþykkt inn þannig að það getur tekið tíma fyrir þau að birtast. Ég áskil mér rétt til að birta ekki ummæli sem eru ómálefnalega.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Sigmar Ó

    Hafið þið aldrei lent í því að vera að læra fyrir próf og vera búinn að lesa nokkrar bls og síðan vankaru við þér og áttar þig á að þú veist ekkert hvað þú varst að lesa??…

    Þessi könnun mælir ekkert annað en hve skætt skólakerfið er í að drepa börn úr leiðindum – ástæðan fyrir því að strákar mælast verr er síðan vegna þess að þeir eru líklegari til að hafa vit á því að óhlýðnast þegar verið er að reyna að troða í hausinn á þeim vafasömum áherslum á lélegar þjóðernissinnaðar bókmenntir og vafasama íslandssögu, sem hefur ekkert með líf þeirra að gera nema að þeir séu með brennandi áhuga á að taka þátt í gettu betur eða að þeir gætu hugsað sér að fara í pólitík (pólitík er morandi í svona liði sem tók öllu sem því var sagt um ísland í barnaskóla bókstaflega)

    Ef að í sama lestrargetu prófi væri lestrar efnið nýjasta greinin um hvað er að gerast í fótbolta, eða facebook færslur vina – þá væri niðurstaðan allt önnur.

    Meir að segja bleslyndir virðast geta lesið það sem höfðar til þeirra í blöðunum – en það er engin furða að þeir sitji stjarfir úr leiðindum og gleymsku yfir non-event rugli eins og Pereatinu t.d

  • Sigmar Ó

    P.s

    síðan fynnst mér meira áhyggju efni að fullorðið fólk kunni ekki að reikna (23.2 % er ekki þrisvar sinnum meira en 9%) heldur en þetta með lesturinn

  • Eygló Harðardóttir

    Lestur er forsenda alls náms, líka stærðfræði. Ef þú skilur ekki leiðbeiningarnar þá geturðu ekki reiknað dæmin.

    Grein um lestur á Norðurlöndunum (að vísu frá 1998) talaði um að aðalatriðið væri ekki að lesa bækur, heldur einfaldlega að lesa hvort sem það eru blöð, teiknimyndasögur, fréttir á vefnum, samskipti á Facebook/blogginu.

    Byrjunin er oft að foreldrar lesi sjálfir fyrir börnin sín. Þegar ég les fyrir dætur mínar á kvöldi spyrja þær oft hvað einstök orð þýða eða orðasambönd og þannig bætist við orðaforðann hjá þeim og skilninginn.

  • Sigmar Ó

    Ef þú ert að svara mínum athugasemdum Eygló – hverju ertu þá að svara?

    Minn punktur var ekki að lestur væri ekki mikilvægur

    Minn punktur var að skólastofa með lélegu og einstrengislegu námsefni sé ekki góð, né sanngjörn aðstaða til að vísindalega mæla lestrargetu, og er líklegari til að mæla leiðindi og andleysi

  • Sigmar Ó

    Að halda að lestrargeta , hvað varðar skilning og minni – sé ekki subjective og að hægt sé að miða lestrar getu við standardiseraða námskrá er tóm vitleysa.

    Sama manneskjan getur fengið tvær greinar með sama orðafjölda (og dreyfingu orðaforða)

    Ein fjallur um eitthvað sem manneskjan kannast við

    hin fjallar um eitthvað sem hún kannast lítið við og hefur ekki áhuga á

    – Ég skal svo lofa þér að ef slík tilraun væri gerð (í blindri rannsókn að sjálfsögðu)
    … þá væri mismunurinn á lesskilningi líka einhverstaðar nálægt 14%

  • Hannes Hall

    Tekið af vef grunnskólakennara.

    „Karlkyns kennarar bæta hegðun og námsárangur drengja

    Bresk könnun: Karlkyns kennarar bæta hegðun og námsárangur drengja
    Karlkyns kennarar hafa jákvæð áhrif á hegðun drengja í yngstu bekkjum breskra grunnskóla að því er ný könnun gefur til kynna.

    Á vef BBC er sagt frá könnun sem gerð varmeðal 603 barna á aldrinum 8-11 ára og leiddi í ljós að 51% drengja telja að þeir hegði sér betur hjá karlkyns kennurum. 42% þeirra telja að þeir leggi harðar að sér í skólanum ef kennarinn er karlmaður.

    Líkt og hérlendis er mikill meirihluti kennara í Englandi konur – þar eru karlar aðeins 16% kennaraliðsins í yngstu bekkjunum.
    Bresk ríkisstofnun, sem annast menntun kennara og skólaþróunarstarfi, (TDA) hefur að stefnir að því að jafna kynjahlutfall í kennaraliðinu.“

    Til að bæta ofan á svart þá er þetta úr skýrslu sem var gerð árið 2001 sme heitir Líðan og samskipti í skóla, félagsstarf og tómstundir og vímuefnaneysla:
    Könnun meðal nemenda í 5. – 10. bekk grunnskóla í Reykjavík vorið 2001 (http://www.ru.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=11877) „hlutfallslega fleiri strákar en stelpur í fimmta til sjöunda bekk segjast líða frekar eða
    mjög illa í kennslustundum. Í sjötta bekk segjast yfir helmingi fleiri strákar (10%) en
    stelpur (4%) líða frekar eða mjög illa í kennslustundum“.

    Ef við förum aðeins nánar í þetta þá er ágætis grein gerð á þessu á youtube http://www.youtube.com/watch?v=zDZFcDGpL4U
    sem heitir Changing Education Paradigms

    Er það nokkur furða að ísland er með hæstu rítalín notkun meðal barna í heiminum ?

    síðan eru allir undrandi á þessum niðurstöðum meðal stráka með lestur.

    Wake up and smell the coffee !

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur