Miðvikudagur 05.10.2011 - 12:53 - 13 ummæli

Meiri tekjur, meiri afskriftir

Opni fundurinn í efnahags- og viðskiptanefnd var um margt fróðlegur. Eitt af því sem þar kom fram var ábending um athyglisverða útfærslu Landsbankans á 110% leiðinni. Allir bankarnir draga eignir frá niðurfærslu á einhvern hátt, en eru jafnframt með ákveðið fríeignamark á móti (líkt og frítekjumark skattkerfisins). Er þar í flestum tilfellum miðað við fasta krónutölu. Landsbankinn fer hins vegar þá frumlegu leið  að miða við tveggja mánaða ráðstöfunartekjur að viðbættri 1 milljón.

Þetta þýðir í raun að eftir því sem fólk er tekjuhærra, því hærra fríeignamark hefur það og því meira fær það afskrifað. Tekjuháir einstaklingar fá því mun meiri afskriftir en tekjulágir.

Er þetta norræna velferðin í boði banka allra landsmanna?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Sigmar Ó

    Ertu ekki að grínast??

    Hver ósköpunum gæti rökstuðningurinn verið

    í „bankanum mínum“

    P.s þeir sem hata „Landsbankann þinn“ – ekki ausa úr reiðiskálum ykkar á þjónustufulltrúa eða gjaldkera – þeir eru jafn miklir launaþrælar og þið – farið frekar og skemmið bíla hjá forstjórum eða eitthvað skynsamlegt

  • Sigmar Ó

    Það er allavega alveg á hreinu að viðskiptavinur banka fær aldrei að tala við neinn sem er ekki corporate tól einhverja siðleysingja – þú kemst aldrei í samband við neinn sem ber ábyrgð – kerfið er einfaldlega byggt þannig að skíturinn fljóti niður og sé síðan bara sópað þar á milli í taugatrekkingi þjónustufólks sem engin tól né tök hefur til að gera nokkuð fyrir þig – látið þau í friði og öskrið frekar fyrir utan heimili forstjóra bankanna

  • Sigmar Ó

    Og P.s

    Það virðist vera augljósara en nokkru sinni fyrr að alþingismenn eru einfaldlega þjónustufulltrúar þessara siðleysingja líka.

    Það er í raun fáránlegt að mótmælin hafi alltaf verið fyrir utan alþingishúsin eða í afgreiðslu sölum bankanna – þ.e. eins fjarlægt viðurstyggilegustu og afkastamestu glæpamönnunum sem eru örsök og uppihaldarar ástandsins í dag

  • Kristján G. Kristjánsson

    Ég náði því, sem lið í að hjálpa mér í kreppunni, að fá makaskipti. Afskrifaði tugi milljóna af mínum eignum.
    Ég á ekki rétt á 110% leiðinni því að ég „keypti“ á síðasta ári.
    Ég hefði betur hætt að borga og setið áfram í gömlu eigninni.
    Ég hugsa ekki fallega til fjórflokksins.

  • Jónas Bjarnason

    Og hvað sagðir þú? Berð þú óttablandna virðingu fyrir bankabófunum? Þegar ljóst er, skv. fréttum, að búið er að afskrifa 4-5 hundruð milljarða af skuldum fyrirtækja, þá er svigrúm til afskrifa skulda almennings að mestu uppurið. Og það eru bankabófar, sem taka stærstu pólitísku ákvarðanirnar í þjóðfélaginu. Og mörg útgerðarfélög hafa fengið stórar upphæðir afskrifaðar. Og möguleikar hins opinbera til að skipta um útgerðarmenn og gera upp stórskuldugar útgerðir eru þarmeð horfnar. Og þið horfið bara á.

  • Björn Kristinsson

    „Landsbankinn fer hins vegar þá frumlegu leið að miða við tveggja mánaða ráðstöfunartekjur að viðbættri 1 milljón.“

    Þú hlýtur að vera að grínast Eygló ??

    „Allir bankarnir draga eignir frá niðurfærslu á einhvern hátt, en eru jafnframt með ákveðið fríeignamark á móti (líkt og frítekjumark skattkerfisins)“

    Í alvöru, af hverju á að draga eitthvað frá niðurfærslunni ? Ég bara spyr bara eins og hálfviti !

    Eitt að lokum Eygló. Gætir þú upplýst okkur um hvernig talan 110% er komin til.

  • Það dylst engum að þingmaðurinn Eygló Harðardóttir er velmeinandi og ber hag almennings fyrir brjósti. Eins og fleiri bloggarar hneykslast hún á framkomu bankanna við skuldaþjáða og er það sannarlega réttmætt. Munurinn er hins vegar sá að flestir sem reyta hár sitt á bloggsíðum eru lítilsigldir og ekkert er tekið mark á en hún er alþingismaður. Þeir lítilsigldu meta margir stöðuna þannig að hún og hinir 62 á Alþingi hefðu með markvissri lagasetningu getað sveigt bankana til betri starfshátta og þeim gert að fara að einhverjum lágmarks siðareglum t.d. í samskiptum við viðskiptavini sína. Alþingi hafði tækifærið þegar fjármálafyrirtækin voru nær öll í eigu ríkisins en aðhafðist ekkert. Það segir aðeins tvennt um Alþingi og alþingismenn. Áhuginn var einfaldlega enginn og undir niðri samstaða um að bankarnir fengju sjálfdæmi um endurreisnina eða þá hitt sem er sennilegra að Alþingi er valdalaus stofnun sem lætur stýrast af fjármálastofnunum og hagsmunasamtökum. Fari það síðastnefnda nokkuð nærri lagi skýrir það álit þjóðarinnar á þinginu sem liggur einhvers staðar nálægt frostmarkinu.
    Þingmaðurinn Eygló Harðardóttir hefur í mörgum pistlum leitað eftir ástæðum um hraklega útreið þingsins í skoðanakönnunum.
    Er valdaleysið, áhrifaleysið sem er reynt að breiða yfir með innihaldslausu málskrúði í þingsal kannski veigamesta ástæðan?

  • Leifur A. Benediktsson

    Eitt lítið hænuskref er stigið í átt að betri og upplýstrar umræðu um stöðu mála í þjóðfélaginu. Fundir sem haldnir eru á hinu háa Alþingi er varða okkur öll eiga skilyrðislaust að vera opnir öllum. Þar sem þjarmað er að ráðamönnum þjóðarinnar sem komast ekki undan nærgöngulum spurningum.

    Þessi arfavitlausa 110% leið er einungis gálgafrestur á hinu óumflýjanlega eins og allir skynsamir spáðu fyrir um. Hvað svo?

    Norræna velferðarstjórnin á einungis eina færa leið til að ná sátt með þjóð sinni.
    Hún er sú sem HH hafa haft sem mál númer eitt allt frá byrjun. Fyrr næst ekki friður meðal vor. Bankaleyndin ógeðslega þarf einnig að víkja, sem sagt allt uppá borðið.

  • Allt upp á borðið, nema hvað!

  • Leifur A. Benediktsson

    Eins og venjulega Eygló,stendur þú þig vel í Kastljósinu.Skýr,örugg og málefnaleg.

    Langflottust.

  • Guðmundur Sigurðsson

    Oft finnst manni rödd þingmanna sem eru að tjá sig um óréttlæti skulda landsmanna eins og holur hljómur. Ég spyr: Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa með löngum ræðum og andsvörum við hvorn annann komið í veg fyrir og eða knúið fram breytingum á tillögum og frumvörpum stjórnarinnar. Hvar voru þið þegar lög um endurútreikning lána var samþykkt, hvar voru þið þegar hin arfavitlausa 110% leið var samþykkt, hvar hafið þið verið við hagsmunagæslu fyrir skuldastöðu heimilanna, voru þið ein af þeim sem samþykktu þennann gjörning…..nú með þögninni. Ég vona að þið framsóknarmenn og konur séuð nú hætt að flagga 20% leiðinni því hún var og er jafn vitlaus á meðan við búum við verðtryggingu. Það er náttúrulega skiljanlegt að þingheimur með jafnvel hátt hálfa miljón króna útborgaðar+ kannski maki geti ekki með nokkru móti sett sig í spor þeirra sem ekkert eiga eftir og eru á lægri launum.

  • Halldór Björn.

    Verkefni fyrir Efnahags og Viðskiptanefnd.

    Fólk sem situr uppi með stökkbreytt 30 miljón króna lán á 1. veðrétti á íbúð sinni, og missir íbúðina á nauðungarsölu,íbúð sem er að markaðsvirði 20 miljónir og bankinn leysir íbúðina til sín á ca. 10 miljónir,að bankin geti ger eigenda íbúðarinnar persónulega ábyrgan fyrir mismuninum á markaðvirði 20 miljónum og 10 miljónum sem fást fyrir íbúðin, sem sagt bankinn geti gert íbúðareigandann persónulega ábyrgan fyrir ca. 10 miljónum er hlutur sem ég skil ekki,hef haldið að 1. veðréttur væri það eina sem bankinn geti gengið að.
    Ef það er rétt að íbúðareigandinn sé í persónulegri ábyrgð fyrir mismuninum, þá er þetta villmenska af verstu gerð og þarf að breyta.

  • Jón Ólafs.

    Síðan selur bankinn íbúina á 20 miljónir markaðsverð, og heldur áfram að rukka fyrri íbúðareiganda um 10 miljónir,ég á erfitt með að trú því að þetta sé svona.
    Þetta er greinilega verkefni fyrir þingmaninn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur