Miðvikudagur 02.11.2011 - 09:13 - Rita ummæli

Opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd

Efnahags- og viðskiptanefnd verður með opinn fund kl. 9.30 um dóm Hæstaréttar nr. 282/2011  um fjármögnunarleigusamninga að beiðni Birkis J. Jónssonar.

Í dómnum var komist að þeirri niðurstöðu að samningarnir væru lán, en ekki leiga.  Því væri gengistryggingin ólögmæt.  Fjármögnunarleigufyrirtækin hafa haldið fast í að samningarnir séu aðeins lán í skilningi laga um vexti og verðtryggingu.

Að þeirra mati eru þetta enn þá leigusamningar hvað öll önnur lög varðar.

Því er athyglisvert að í dómnum reyndi einnig á lög um virðisaukaskatt.  Niðurstaða Hæstaréttar var að þar sem þetta sé lán þá sé auðvitað ekki vsk. skv. lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988.

Skyldu fjármögnunarleigufyrirtækin halda því nú fram að samningarnir séu aðeins lán í í skilningi laga um vexti og verðtryggingu og virðisaukaskatt, – en ekki hvað önnur lög varðar 😉

Eða bara lög sem sem byrja á „V“?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur