Fimmtudagur 10.11.2011 - 13:39 - Rita ummæli

Afleiðingar eineltis

Afleiðingar eineltis er margvíslegar.  Í rannsókn sem Námsmatsstofnun gerði kom í ljós marktæk neikvæð tengsl á milli eineltis og námsárangurs (-0,10).  Einelti fylgja lægri einkunnir. Rannsóknin sýnir einnig að tengslin á milli eineltis í  4. bekk við einkunnir í 10. bekk eru síst minni en tengslin milli eineltis í 4. bekk við einkunnir á sama tíma. Einelti í 4. bekk segir sem sagt jafnmikið til um einkunnir í 4. bekk og einkunnir 6 árum síðar, – í 10. bekk. (Höfundar að rannsókn: Ragnar F. Ólafsson, Karl Fannar Gunnarsson og Sigurgrímur Skúlason)

Svíar hafa farið þá leið að láta skólastjórnendur bera ábyrgð á því að tekið sé af festu á einelti með lagasetningu.

Er það sem við ættum að gera?

PS: Ég hvet lesendur til að skilja eftir ummæli eða tengja inn á samskiptasíður.  Ég samþykki inn ummæli þannig að það getur tekið tíma fyrir þau að birtast.  Áskil ég mér rétt til að birta ekki ummæli.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur