Föstudagur 11.11.2011 - 07:27 - 22 ummæli

Jónas og lögmál Goodwins

Lögmál Goodwins segir að með nægum tíma, sama hvaða umræðuefni, mun einhver að lokum gagnrýna eitthvert atriði með því að líkja því við hegðun og atferli Hitlers og Nazisma.   Goodwin segir jafnframt að í hvert sinn sem deiluaðili líkir hinum við Hitler og co þá er rökræðunni lokið og viðkomandi hefur sjálfkrafa tapað umræðunni.

Jónas Kristjánsson hefur nú náð að uppfylla lögmál Goodwins hratt og vel.  Hann hefur jafnframt tékkað sjálfan sig út úr allri rökrænni umræðu um það málefni.

Að vísu kemur fátt á óvart þar.

Andúð og fordómar Jónasar á Framsókn er víðfræg.

Svona er að tapa sér í hatrinu.

Greyið.

PS: Ég hvet lesendur til að skilja eftir ummæli eða tengja inn á samskiptasíður.  Ég samþykki inn ummæli þannig að það getur tekið tíma fyrir þau að birtast.  Áskil ég mér rétt til að birta ekki ummæli.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (22)

 • Kjartan Valgarðsson

  Sæl Eygló,

  telur þú að segja eigi Eiríki Bergman upp störfum við Háskólann á Bifröst vegna geinarinnar sem hann skrifaði í Fréttatímann?

  Kveðja
  Kjartan V.

 • Til hvers að skrifa ummæli ef þú ætlar að ritskoða þau ??

 • Ég verð bæði að slá á þína putta og Jónasar. Ég birti færslu vegna ummæla Vigdísar. Færstan var „það sem „fjólumamma“ er að stinga upp á heitir á þýsku „berufsverbot“ og er refsivert“. „Berufsverbot“ er ekki einskorðað við Hitler, heldur vel þekkt t.d. í kalda stríði og hér á landi enn þann dag í dag. Það var ekki „berufsverbot“ sem PM fékk á sig heldur uppfyllti hann ekki menntunar kröfur (sjá umsögn). Vigdís þarf að standa við þetta og sennilega að víkja ef málið verður krufið. þþ

 • Það er misskilningur að Jónas hafi tékkað sig út úr umræði. Það hefur Vigdís Hauksdóttir þingmaður rækilegt gert með grein í MBL.Tilgáta Godwin er ekki vísindaleg tilgáta heldur gamansöm tilgáta eða hugleiðing um það hvernig umræður þróast á netinu.Fyrr eða síðar reyna menn að sjá samlíkingu við nasisma og Hitler. Þetta eru að sjálfsögðu skammaryrði.Annað skammaryrði sem er mun meira notað er kommúnisti. HHG hefur nú ritað bók um íslenska kommúnista á tímabilinu 1918 til 1989!!.Kommúnistaflokkur starfaði frá 1930 til 1936 eins og margir vita.Þetta skammaryrði hefur verið notað í tíma og ótíma til þess að stimpla fólk, koma í veg fyrir að það fengi vinnu og rægja á allan hátt. Upphafleg grein Eiríks fær staðist en einstök atriði orka tvímælis.Rísandi sól er avafornt tákn og hefur verið notað í fjölbreyttu samhengi. nefna má að rísandi sól var í logo, merki, B Obama í kosningabaráttunni 2008. varla gerir það Obama að fasista. Einstök ummæli forystumanna Framsóknar má augljóslega flokka undir andúð í garð útlendinga sem hér starfa og vinna eins og flrokksfélög Framsóknar hafa rækilega bent á. Annað eins og áhugi flokksins á glímusýningum er meinlaust, sveitalegt og dálítið hjákátlegt. Sem sagt ekkert til að hafa áhyggjur af. Þjóðernisvitund okkar Íslendinga er ekkiheilskeypt og getum við tekið t.d. Norðmenn til fyrirmyndar.

 • Eygló Harðardóttir

  Ef lesendur eru ósáttir við mínar reglur þá eru fjölmargar leiðir til á að setja upp sitt eigið blogg.

  Hvað varðar pistilinn hans Jónasar þá sýnir hann vel þær villugötur fólk getur leiðst út á ef það lætur andúð og fordóma stjórna gjörðum sínum.

  Nei, upphafleg grein Eiríks stenst ekki né framsetning hans. Flokksmerkinu hefur ekki verið breytt. Rísandi sól er ekki klassískt fasískt minni. Glímusýningar eru ekki venjan á fundum flokksins. Orðræða þingmanna flokksins hefur ætíð einkennst af hollustu við Ísland og Íslendinga. Að vísu er rétt að við flöggum íslenska fánanum mjög gjarnan.

  Því miður hafa nokkrir framsóknarmenn yfirgefið flokkinn. Það er algengt að fólk þurfi að réttlæta ákvarðanir sínar við aðskilnað og finna hinum aðilanum flest til foráttu. Það er hægt að umbera. Það sama gildir ekki um óhróður pólitískra andstæðinga.

  Háskólinn á Bifröst verður að axla ábyrgð á sínum starfsfólki og þau áhrif sem gjörðir þeirra geta haft á orðspor skólans.

 • Sigmundur Guðmundsson

  Eins og formaður Framsóknarflokksins elska ég íslenskan mat : slátur, hrútspunga, lundabagga, hnoðmör, hákarl og harðfisk !!

  Bönnum innflutning á erlendum matvælum t.d. appelsínum, rúsínum og kartöflum sem hleypt var inn í landið löngu eftir landnám og eiga því ekkert heima á Íslandi !!

 • Kristján Kristinsson

  Þú segir: „Háskólinn á Bifröst verður að axla ábyrgð á sínum starfsfólki og þau áhrif sem gjörðir þeirra geta haft á orðspor skólans.“

  Þýðir þetta að þú sért sammála Vigdísi Hauksdóttur að forsvarsmenn Háskólans á Bifröst eigi að reka Eirík Bergmann?

 • Ýmislegt furðulegt hefur komið frá þingmönnum Framsóknar. Hér er eitt lítið dæmi. Vigdís Hauksdóttir fyrr á árinu;“Ríki Evrópusambandsins eru auðlindasnauð og sækja því fast að útvíkka sig til norðurs. Ísland er í raun eina tækifæri sambandsins til að lifa af.“ Á Ísland að bjarga 500 milljónum?! Annað er bráðfyndið og lýsir furðulegri sérvisku; íslenski kúrinn hans Sigmundar. Brottrekstur er Vigdísi hugleikinn; hún telur sig hafa verið rekna frá ASI vegna skoðana sinna en vill nú jafna reikningana og reka Eirík frá Bifröst.=).

 • Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Kópavogi, sem haldinn var í gærkvöldi, samþykkti ályktun þar sem málflutningi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, um málefni útlendinga virðist afdráttarlaust hafnað…..Ýmsir hafa orðið til þess að gagnrýna þennan málatilbúnað Sigmundar Davíðs og undir það sjónarmið virðast framsóknarmenn í Kópavogi taka, en í ályktun þeirra segir meðal annars:

  „Fyrirspurnir eða orðræða sem tengir saman glæpi og útlendinga og sjúkdóma og útlendinga eru til þess fallnar að auka á fordóma í samfélaginu og draga úr umburðarlyndi og samhug.“

  Ennfremur varar fundurinn við því að „alið sé á umræðu á þjóðernislegum nótum og úlfúð í garð þeirra samborgara okkar sem eru af erlendu bergi brotnir og þess sem erlent er. Það mun ekki skila samfélaginu fram á veg.

  Fáar þjóðir eiga jafn mikið undir góðum samskiptum við aðrar þjóðir og Íslendingar og við eigum að eiga samstarf við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli og taka vel á móti þeim sem hingað leita yfir lengri eða skemmri tíma, rétt eins og vel er tekið á móti Íslendingum erlendis.“

 • Guðmundur Oddur með mjög góða greiningu á merki Framsóknar;„Ísland í vonanna birtu. Þar er rísandi sól með íslenskan fánaborða fyrir aftan kornmerki um akuryrkjuna sem er meira tákn fyrir erlenda bændur en íslenska og bein tilvísun í þýska og rússneska bændamenningu sem fjölmörg dæmi eru um. Það er ekki hægt að segja ekki neitt í myndmáli. Allt sem er sett í merki eða myndir segir eitthvað. Það fer ekkert á milli mála að þetta er tilvísun í hugmyndafræði framsóknarflokks Jónasar og hans tíðaranda þjóðrembunnar. Það er hættuleg tímaskekkja. Ég er fæddur inní framsóknarflokkin. Afi minn var mikill ungmennafélagsmaður og samvinnuhugsjónamaður. Þar voru á ferðinni mörg tímalaus gildi. Betur færi á því að framsóknarmenn endurreistu samvinnuhugsjónina, endurvektu kaupfélögin til að selja lífrækt ræktaða vöru og hættu að eitra íslenska fósturmold með verksmiðjuframleiddum áburði, úrkynja íslenskt kúakyn með verksmiðjufjósum og selja sykraðar mjólkuvörur fyrir börn. Þá væri einhver framtíðarvon og framtíðarbirta fyrir flokkinn.

 • Sigmundur Guðmundsson

  NÝ ÚTFÆRSLA Á MERKI FRAMSÓKNARFLOKKSINS
  by Gudmundur Oddur Magnusson on Friday, 11 November 2011 at 12:11

  http://www.facebook.com/notes/gudmundur-oddur-magnusson/n%C3%BD-%C3%BAtf%C3%A6rsla-%C3%A1-merki-frams%C3%B3knarflokksins/10150926505895363

 • Eygló Harðardóttir

  Ég ítreka það sem ég sagði um fv. flokksmenn og nauðsyn þeirra á að réttlæta afstöðu sína.

  Ég skil ekki alveg hvað Guðmundur Oddur er að tala um. Að sjálfsögðu byggjum við á 95 ára sögu Framsóknarflokksins, tengslum hans við samvinnuhreyfinguna, ungmennafélögin og kvenfélögin. Jónas frá Hriflu er hluti af þeirri sögu og sögu Íslands. Þess vegna voru fundarherbergin okkar á flokksþinginu nefnd eftir héraðsskólunum sem hann stofnaði víðs vegar um land. Jónas frá Hriflu barðist fyrir alþýðu þessa lands og breytti valdahlutföllunum í landinu. Hann hafði gífurleg áhrif ekki hvað síst á menntun fólks í landinu.

  Ég hef og mun halda áfram að tala fyrir hugsjónum Framsóknarmanna, um samvinnu, samfélagslega ábyrgð, lýðræði, jafnræði og valddreifingu.

 • Viðbrögð þingmanna Framsóknarflokksins við skrifum Eiríks Bergmanns eru full hastarleg og bera vott um óþarfa viðkvæmni. Skrifum hans ber að fagna og þau hafa gefið kjörið tækifæri til að árétta stefnu flokksins á sem flestum sviðum. Áherslur flokksins á þjóðleg gildi eru samofin sögu hans og eiga alltaf við og á öllum tímum. Og það er ástæðulaust að hrökkva upp af standinum þó að pólitískir andstæðingar reyni að draga upp þá mynd að þau gildi beri vott um þjóðrembu og einangrunarhyggju. Flokkurinn er í ágætri stöðu í skoðanakönnunum og Sigmundur Davíð vermir yfirleitt efsta eða annað sætið þegar spurt er um frambærilega leiðtoga til að leiða ríkisstjórn. Þetta segir meira um stöðu flokksins en kemur fram í skrifum taugatrekktra Evrópusinna.
  Og skrif Eiríks Bergmanns gáfu líka þingmönnum Framsóknar kærkomið tækifæri til að benda á misfellur í rekstri ýmissa ríkisstofnana og áhrifaleysi forstöðumanna þeirra. Eiríkur Bergmann er dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs háskólans á Bifröst og virðist hafa frjálsar hendur í pólitískri áróðursstarfsemi sinni og athugasemdalaust af hálfu rektors þess skóla. Sama á við um um nokkra prófessora við HÍ sem hafa stórskaðað trúverðugleika háskólans og akademískan heiður og að því er virðist athugasemdalaust af hálfu rektors. RUV er svo ein sorgarsagan og átakanlegt að horfa uppá áhrifaleysi útvarpsstjóra gagnvart fréttastofunni sem opinskátt og óhikað fer sínu fram í pólitískt lituðum fréttaflutningi.
  Allt ber því að sama brunni. Eiríkur Bergmann dósent færði Framsókn góðan og öflugan grunn til frekari sóknar sem flokkurinn á bæði að þakka og nýta sér.

 • Sigmundur Guðmundsson

  Hvers vegna svarar þú EKKI spurningum hér að ofan um það hvort þú sért sammála Vigdísi Hauksdóttur um það að reka ætti Erík Bergmann frá Bifröst ?

  Ertu kannski sammála mér í því að þessi hugmynd Vigdísar minni ögn á ýmsar svokallaðar öfgahreyfingar í Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar ?

 • Engin fasísk tilvísun í lógói Framsóknar. Þetta lógó líkist gamla Dagsbrúnarmerkinu.

 • Kristján Kristinsson

  Er ekki merki Framsóknarflokksins brot á fánalögum?

 • Mér líst vel á að þú munir „halda áfram að tala fyrir hugsjónum […] um samvinnu, samfélagslega ábyrgð, lýðræði, jafnræði og valddreifingu“, Eygló, enda ertu einn af örfáum þingmönnum sem tala málefnalega.

  Ég er hins vegar sannfærður um að ef þú ætlar að vinna sem best fyrir þessar hugmyndir, þá ættirðu að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Og reyndar að segja algerlega skilið við fjórflokkinn. Hann hefur sýnt það, í ljósi sögunnar, en ekki síst á árunum þremur frá hruni, að honum er um megn að vinna fyrir hagsmuni almennings. Ég treysti þér hins vegar, öðrum alþingismönnum betur, til að vinna heiðarlega og málefnalega (þótt ég yrði örugglega ósammála þér um margt). Þess vegna hvet ég þig til að segja skilið við þessa ófreskju sem íslenska pólitíska valdakerfið er.

 • Halldór I. Hannesson

  Jónas er einn leiðinlegasti og orðljótasti bloggari landsins.

  Illskan, heiftin og reiðin skín í gegn í skrifum hans.

  Hann er alltaf í vondu skapi og hljómar eins og geðvont gamalmenni.

 • Halldór I. Hannesson

  Sumir hérna hneysklast á því að krafist sé þess að Eiríkur Bergmann verði rekinn fyrir þessi ummæli sína að kalla stjórnmálaflokk fasískan af því að honum fellur flokkurinn ekki í geð.

  Þessu sama fólki finnst aftur á móti í lagi að Hannes Hólmsteinn verði rekinn frá Háskóla Íslands.

  Mér finnst það sanngjarnt að Eiríki verði veitt áminning.

  Var hann að láta þessi ummæli falla um Framsókn sem fræðimaðurinn Eiríkur Bergmann í hafni Háskólans á Bifröst? –

  eða var hann að láta þessi ummæli fala sem stjórnmálamaðurinn Eiríkur Bergmann f.h. Samfylkingarinnar? –

  eða sem stjórnlagaráðsmaðurinn Eiríkur Bergmann?

  En Eiríkur þarf ekki að óttast að Háskólinn á Bifröst veiti honum áminningu fyrir svona lagað, Samfylkingin sér um sína og hann er í öruggu skjóli í Samfylkingarbælinu á Bifröst.

  Spilling þetta, hvað?

 • Halldór I. Hannesson

  En hvað með merki Samfylkingarinnar? Rauð sól.

  Er það ekki fasískt?

  Minnir það ekki óþægilega mikið á merki Japanska keisarveldisins sem óð með eldi, brennisteini, nauðgunum, drápum, pyntingum, kúgun, ógn og skelfingu yfir Kína, Kóreu, Manchuríu, Filipseyjar og Indónesiu á árunum upp úr 1920 og fram yfir 1940?

 • FjórFLokkurinn hefur stjórnað með aðferðum einræðisharðstjóra, lagt niður þjóðhagsstofnun, raðað í hæstarétt og önnur opinber embætti eftir flokksskírteinum en ekki menntun og hæfileikum, aðstoðað elítuklíkur við að komast yfir ríkisfyrirtæki og náttúruauðlindir fyrir klink. Eygló, ef þú ert heiðarleg og vilt vinna að hagsmunum almennings, því segir þú þig ekki úr þessum gjörspillta fjórFLokk og gengur í Hreyfinguna eða eitthvað annað óspillt stjórnmálaafl?

 • Björn Geir

  Vitið var nú aldrei beinlínis að þvælast fyrir JK meðan hann var yngri og hefði átt að geta hugsað skýrt, samanber mjölbúðamálið margfræga. En síðustu árin hefur hann alveg misst það. Eins og Halldór lýsir hér fyrir ofan þá er þetta bara fúlt þvarg sem hann færir fram með einhvers konar senílli endurtekningaráráttu.
  Leggur jafnvel minna til umræðunnar en nafnlausa blogghirðin.

  Ég er löngu hættur að nenna að fletta honum upp þó Eyjan.is haldi áfram að vitna í karlfauskinn

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur