Þriðjudagur 29.11.2011 - 09:56 - 4 ummæli

Ræðst á þá sem lakast standa

ASÍ hefur staðið í baráttu við stjórnvöld um túlkun á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga frá því í maí.  Þar lýsti norræna velferðarstjórnin því yfir að stjórnvöld myndu endurskoða bætur almannatrygginga með hliðsjón af niðurstöðum kjarasamninga milli ASÍ og SA, þannig að lífeyrisþegar og atvinnulausir nytu hliðstæðra kjarabóta og um verður samið í kjarasamningum.

Samkvæmt yfirlýsingunni og túlkun ASÍ ættu því lægstu laun og þar með bætur eiga að hækka um 6,5% 1. febrúar 2012.  Ríkisstjórnin ákvað í stað einhliða að bætur skyldu aðeins hækka um helming af því sem samið var um í kjarasamingunum.

Miðstjórn ASÍ ályktaði af þessu tilefni sérstaklega þar sem hún hafnaði síendurteknum árásum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur á íslenskt launafólk og að þeim yrði svarað af fullri hörku.

Nú hefur SA tekið undir túlkun ASÍ.

Ríkisstjórnin hefur að vísu verið önnum kafin við ýmis innanbúðarmál á síðustu dögum. Kannski eru „síendurteknar árásir á launafólk“ smámunir miðað við þá draumsýn ýmissa að reka Jón Bjarnason…

Undir það get ég ekki tekið.

Því hef ég óskað eftir fundi í velferðarnefnd með ASÍ og SA til að fara yfir túlkun þeirra og afleiðingar þess að fyrirætlanir stjórnvalda verða að raunveruleika.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Guðsteinn Einarsson

    Væri ekki rétt að þú litir þér nær? Mesta kjaraskerðing fólks og smærri fyrirtækja er krónan og gengi hennar og þið í Framsókn viljið engu breyta enda hentar það ekki þeim sérhagsmunahópum sem þið standið fyrir. Á meðan svo er ætti Framsókn að fara varlega í að gagnrýna aðra.

  • Ásdís Jónsdóttir

    Það ætti kannski að lækka laun þessa fólks niður í örorkulaun ca. 150 þús og ath. hversu fljótt þau munu gefast upp á að reyna að lifa af þessari skömm….og svíkja gerða kjarasamninga er nátt. lega fáránlegt.

  • Soffía Helgadóttir

    Held að fólk ætti ekki að vera að verja þá sem svíkja eða standa ekki við samkomulög eða samninga. Hef oft velt fyrir mér hvaða nafn sagan gefi þessari ríkisstjórn, en eitt veit ég að það verður ekkert skylt við neitt norrænt né velferð!!

  • Pétur Örn Björnsson

    Þið Lilja Mósesdóttir stóðuð ykkur vel á þingi í dag. Horfði smá stund á umræður á þingi í dag og varð þá jafnframt vitni að ömurlegum hroka Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, formanns fjárlaganefndar, þar sem hún talaði svívirðilega niður til lífeyrisþega og atvinnulausra.

    Mikið vildi ég óska að sú manneskja mætti um stund komast niður á jörðina eitt augnablik og reyna að lifa af, td. bara svona 6 mánuði á atvinnuleysisbótum. Kannski kæmi þá annað hljóð úr þeirri skinhelgu strympu, sem barði sér á brjóst í dag sem farísei og Jóhanna og Steingrímur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur