Mánudagur 26.12.2011 - 16:50 - 1 ummæli

10 vinsælustu bloggin 2011

Í lok árs er við hæfi að líta yfir farinn veg. Hér má því finna þau 10 blogg sem flestir lásu á árinu.

Nr. 10  Að velja sér lagaumhverfi
Einn af þeim sem hafði samband við mig í gær lýsti því hvernig hann hefði greitt inn á bílinn sinn meirihluta kaupaverðsins, og gert bílasamning um afganginn.  Þrátt fyrir þetta þá er lánveitandinn skráður eigandi bílsins í ökutækjaskrá, – og sá sem lagði fram meirihluta kaupverðsins skráður umráðamaður.  Óskir um að leiðrétta þetta hefði einnig verið synjað af Umferðarstofu…Lesa meira.

Nr. 9  Hjörð vitleysingja
Óánægja með störf stjórnmálamanna er mikil. Í síðustu könnun Fréttablaðsins vildi helmingur aðspurðra ekki svara til um afstöðu sína til stjórnmálaflokka. Í nýrri könnun MMR kom fram að 13% væru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar en aðeins um 7% með störf stjórnarandstöðunnar… Lesa meira.

Nr. 8  Gimme money
Kvikmyndaskóli Íslands er einkaskóli. Hann er stofnaður og rekinn af einkaaðilum. Ríkið hefur stutt við skólann með beinum ríkisframlögum og í gegnum skólagjaldalán LÍN þar sem námið er lánshæft… Lesa meira.

Nr. 7  Er lögbrot tækniatriði?
Viðtal við Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á Pressunni um söluferlið á Byr veldur mér nokkrum heilabrotum… Lesa meira.

Nr. 6  Guðmundur farinn
Guðmundur Steingrímsson hefur, ásamt nokkrum  flokksmönnum, ákveðið að yfirgefa Framsóknarflokkinn.  Óska ég þeim góðs gengis á nýjum vettvangi og þakka samstarfið. Þeir vita að ég hefði óskað… Lesa meira.

Nr. 5  Guðrún Ebba
Viðtalið við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur snerti mig djúpt. Ég trúi henni. Það var tvennt sem gerði það sérstaklega að verkum… Lesa meira.

Nr. 4  Kjóstu eins og ég vil, annars hefurðu verra af!
Þingmenn fá marga tölvupósta með hvatningu, ábendingum og já, skömmum um hin ýmsu mál.  Í dag barst okkur tölvupóstur frá Hrafni Gunnlaugssyni þar sem hann hvatti okkur, stjórnlagaráðsmenn og ýmsa fjölmiðla til að segja nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Ekkert svo sem nýtt í því… Lesa meira.

Nr. 3  Að tala niður Ísland
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ákvað fyrir nokkrum dögum að fara í megrun og borða kolvetnissnautt íslenskt fæði. Íslenski bloggheimurinn froðufelldi en fagnaði um leið tækifærinu.  Áður hafði aðeins verið hægt að skrifa um ættjarðarlög og íslenska fánann á flokksþingi…  Lesa meira.

Nr. 2  SVÞ m/ dýrustu raftækin
Í leiðara Fréttablaðsins í gær tekur Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, upp málflutning Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) gegn íslenskum landbúnaði um að hér sé eitt hæsta búvöruverð á byggðu bóli úti í búð. Hans lausn er að koma á samkeppni, þannig að bændur og afurðastöðvar keppi við innflutning. Skoðum aftur staðreyndir, frekar en fullyrðingar…Lesa meira.

Og svo mest lesni pistill ársins:

Nr. 1  Þrí- eða fjórsaga
Eitt helsta umfjöllunarefni fjölmiðla í gær var menntun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Því var haldið fram að hann hefði orðið fjórsaga um menntun sína og gert tortryggileg… Lesa meira.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur