Sunnudagur 29.01.2012 - 15:09 - 10 ummæli

MBL vs. RÚV

Það hefur verið bráðskemmtilegt að sjá RÚV og MBL takast á um hlutdrægni eða hlutleysi sitt.

Sérstaklega í ljósi þess að ritstjórn Morgunblaðsins hefur rekið mjög ákveðna ritstjórnarstefnu.  Sú stefna virðist vera í góðri sátt við eigendur blaðsins, og litlu skipta færri lesendur eða minnkandi traust á blaðinu.

Ekkert að því að hafa skýra ritstjórnarstefnu.

Hins vegar væri fyrst ástæða til að hafa  áhyggjur af hlutleysi RÚV, –  ef fréttamatið væri eins og hjá hæstráðanda í Hádegismóum.

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Varðandi hlutleysi RUV og þáttastjórnenda þar má velta fyrir sér vali á álitsgjöfum. Hvernig stendur t.d. á því að þingmönnum Framsóknar er nánast aldrei boðin þátttaka í Silfrinu? Eru þeir svona óframfærnir og halda sig meðvitað til hlés eða er Agli svona meinilla við Framsókn? Hvað segir þingmaðurinn um það?

  • Haukur Kristinsson

    Flott Eygló. Það er svo sannarlega nóg að hafa afglapa í ritstjórasessel stærsta dagblaðsins, en að þurfa ekki að horfa upp á eitthvað svipað hjá útvarpi allra landsmanna, RÚV.
    Hvað er leiðtogi hrunsins annars að hugsa? Getur ekki einhver úr fjölskyldunni eða vinur litið við hjá kallinum og sagt honum að leiksýningunni sé lokið. Að það séu þrjú ár síðan tjöldin féllu.

  • Eygló Harðardóttir

    Á meðan fulltrúar allra flokka kvarta tel ég að RÚV sé að gera sitt. Ég myndi fyrst fara að hafa áhyggjur ef menn hættu að kvarta.

  • Leifur A. Benediktsson

    Þegar ærusviptur og einn mesti skaðvaldur íslenskrar þjóðar,var skipaður ritstjóri Morgunblaðsins,sagði ég upp minni áskrift til 25 ára.

    Trúverðugleiki Moggans hrundi með komu hans í mínum huga,that same day.

    Einungis DV og RÚV hafa gert Hruninu einhver skil.

    Þögn Fréttablaðsins og Moggans er yfirþyrmandi varðandi Hrunið.

    Enda eru þar stjórnendur og eigendur sem vilja endurskrifa söguna og þegja þunni hljóði.

    M.a. vegna þess að þeir voru örlagavaldar og þátttakendur í aðdraganda Hrunsins.

    Þetta sjá allir sem hugsa rökrétt án FLokksgleraugna.

  • Guðmundur

    Eygló nú ruglar þú fréttir Moggans er mjög ábyggilegar ekki síðri en hjá Ruv.svo er allt annað Ritstjórnarstefna það ákveður blaðið

  • Eyjólfur

    Og þar liggur munurinn, Leifur. Maður getur sagt upp áskrift að Mogganum.

  • Eygló Harðardóttir

    Nei, það er mjög skýr ritstjórnarstefna hjá MBL og hún kemur að sjálfsögðu fram í fréttamatinu. Ég man eftir þó nokkrum dæmum um sama fréttarefni t.d. hjá MBL og FBL og algjörlega ólíkar fyrirsagnir.

    Yfirleitt bráðfyndið.

    Nýlega rakst ég á grein í Washington Post sem var að fjalla um hvernig almenningur í Bandaríkjunum velur sér fjölmiðla eftir eigin skoðunum. http://www.washingtonpost.com/wp-srv/special/nation/the-media-divide/?hpid=z1

    Þannig er demókrati ólíklegri til að fylgjast með Fox News á meðan repúblikani er ólíklegri til að fylgjast með NPR.

    Endilega athuga með prófið þarna til hliðar. Passaði ágætlega við fréttalestur minn í bandarískum fjölmiðlum… 😉

  • Málið er að það er hægt að setja upp áskrift að Morgunblaðinu, það gerði ég reyndar eftir 30 ára kaup á blaðinu, það var reyndar áður en Davíð var gerður að ritstjóra. En við almenningur GETUM EKKI SATG UPP ÁSKRIFT AF SJÓNVARPINU, því þá væri það innsiglað. Er þetta hægt árið 2012? Ég segi nei. Þarna þarf að ráð bót á og hætta þessari einokun sem hlýtur að ganga á svig við EES samninginn margfræga.

  • Eygló Harðardóttir

    Já, og þess vegna á líka fréttamat RÚV ekki að vera eins og hjá MBL, – eins og ritstjórinn virtist vera að fara fram á.

    Við sjáum líka á rannsóknum að RÚV virðist vera að gera e-hv rétt því traust á fréttastofu RÚV er mjög mikið og Íslendingar bera aðeins meira traust til lögreglunnar og Háskóla Íslands en RÚV.

    PS. Því miður getum við stjórnmálamennirnir ekki sagt það sama, þar sem traust á okkur mælist í sögulegu lágmarki.

  • Leifur A. Benediktsson

    Það má telja nokkuð öruggt að traust,(ef hægt er að mæla það nákvæmlega)almennings á RÚV hefur aukist nokkuð, eftir eitilharðan pistil Útvarpsstjórans Páls Magnússonar sl.viku.

    Var það þó talsvert mikið fyrir.

    MBL telur að Hrunið sé Baugi að kenna,og þess vegna litast öll umfjöllun MBL af Hruninu, af hatri ritsjórans á persónum og leikendum þess fyrirtækis.

    Fréttastofa RÚV á heiður skilinn fyrir ítarlegar fréttaskýringar af þessum hamförum sem komu okkur á hnén,og eftirmála þess.

    Af öðrum ólöstuðum á þar stærstan heiður fréttakonan Sigrún Davíðsdóttir.

    Öll lyklaborð fréttamanna MBL eru innsigluð þegar kemur að persónum og leikendum FLokksins í aðdraganda „Svokallaðs Hruns“.

    Ritskoðun að hætti Stalíns sáluga kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um ærlega blaðamenn sem eftir eru í Hádegismóum.

    Þ.e.a.s ef þeir eru ekki allir flognir burt.

    RÚV rules! MBL sucks!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur