Færslur fyrir febrúar, 2012

Þriðjudagur 28.02 2012 - 11:03

Ríkisstjórn og hugrekkið?

Í gær spurði ég efnahags- og viðskiptaráðherra hvað ríkisstjórnin hygðist gera varðandi ítrekaðar niðurstöður Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána.  Ég spurði hvort ráðherrann ætlar að afnema reikniregluna í lögum nr. 151/2010 sem felur í sér afturvirkni vaxtaútreikningsins gengistryggðra lána.  Ég spurði hvort ráðherrann ætlar að samræma viðbrögð á milli ráðuneyta, í stað þess að vísa […]

Föstudagur 24.02 2012 - 09:01

Salvör í framboð?

Salvör Nordal, formaður Stjórnlagaráðs og forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ, var í sviðsljósi fjölmiðlanna í gær. Hún er ósátt við að vera kölluð aftur til starfa fyrir stjórnlagaráðið og telur skort á samráði í samráðsferlinu. Því skrifaði hún bréf til forsætisnefndar Alþingis og tilkynnti að hún yrði erlendis ákveðna daga. Að vísu voru allir stjórnlagaráðsfulltrúarnir (líka Salvör…) […]

Föstudagur 17.02 2012 - 14:02

Verðtrygging er ekki lögmál

Þegar verðtryggingu var komið á var um neyðarráðstöfun að ræða sem tryggja átti sparifé, lánsfé og laun. Forsendur þessara aðgerða voru að verðbólga hafði verið langtum meiri hér en hjá öðrum þróuðum ríkjum og vextir voru ekki frjálsir, sem kom í veg fyrir að fjármálastofnanir gætu brugðist við verðbólgunni. Það leiddi nánast til hruns á […]

Miðvikudagur 15.02 2012 - 17:05

Dómur Hæstaréttar um endurútreikning lána

Dómur um endurútreikning gengistryggðu lánanna féll í dag. Hæstiréttur segir að greiðslutilkynningar og fyrirvaralaus móttaka greiðslu jafngildi fullnaðarkvittun.  Hann segir að sá vaxtamunurinn sem varð vegna hinna ólögmætu gengistryggðu lána verði lánveitandinn að bera.  Öll leiðrétting verði að vera til framtíðar. Ekki sé hægt með almennum lögum að hrófla með afturvirkum hætti þessum réttarreglum um efni […]

Þriðjudagur 14.02 2012 - 09:32

Réttur Snorra til rangra skoðana?

Ég hef hikað við að tjá mig um orð Snorra Óskarssonar og viðbrögð bæjaryfirvalda á Akureyri við þeim.  Ástæðan er ekki að ég hafi ekki skoðanir á þeim, heldur vegna þess hversu eldfimt þetta mál er.  Ég hef verið hrædd við að skoðanir mínir séu hugsanlega ekki í samræmi við pólitískan rétttrúnað. Ég er nefnilega […]

Sunnudagur 12.02 2012 - 12:17

Hálfleikur, líka á Íslandi

Ein magnaðasta auglýsing sem ég hef séð er Clint Eastwood auglýsingin Hálfleikur. Er ekki ansi auðvelt að yfirfæra hana líka á okkur Íslendinga og spyrja hvernig viljum við að okkar seinni hálfleikur verði? (Mín þýðing á textanum: Það er hálfleikur.  Bæði liðin eru í búningsherbergjunum og ræða hvað þau þurfa að gera til að vinna […]

Föstudagur 10.02 2012 - 10:17

Hlustað á reiðina?

Góð kona, traust og heiðarleg sagði við mig  nýlega að hún væri reið.  Hún væri reið yfir óréttlætinu, ábyrgðarleysinu, – að þeir sem hún hefði treyst væri sama um velferð hennar. Hún er ekki ein. Fréttablaðið birtir nýja skoðanakönnun sem endurspeglar vel þessa reiði.  Þessa tilfinningu fólks fyrir óréttlætinu. Þar kemur fram að 21, 3% […]

Mánudagur 06.02 2012 - 11:39

Tillaga um rannsókn á lífeyrissjóðunum

Ég hef unnið tillögu að þingsályktun um rannsókn á lífeyrissjóðunum frá 1997 til dagsins í dag, sem er svohljóðandi: Tillaga að þingsályktun um rannsókn á lífeyrissjóðunum frá 1997 til 2011 Alþingi ályktar, í samræmi við lög um rannsóknarnefndir (68/2011), að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd er rannsaki starfsemi lífeyrissjóðanna frá 1997 til 2011. Rannsóknarnefndin skal varpa […]

Sunnudagur 05.02 2012 - 13:20

Alþingi rannsaki lífeyrissjóðina

Í ályktun þingmannanefndar sem samþykkt var 63-0 segir að fara skal fram óháð og sjálfstæð rannsókn á starfsemi lífeyrissjóðanna frá 1997.  Í framhaldinu skal fara fram heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi lífeyrissjóðanna. Þegar þetta var samþykkt lág fyrir að lífeyrissjóðirnir ætluðu sjálfir í óháða rannsókn.  Þrátt fyrir það samþykkti Alþingi að fara sjálft í rannsókn. […]

Föstudagur 03.02 2012 - 14:52

Dómsúrskurður og vörslusviptingar?

Í júní 2011 setti innanríkisráðherra fram tilmæli um að dómsúrskurður þyrfti að liggja fyrir áður en vörslusvipting fer fram.  Þrátt fyrir það er enn verið að svipta fólk bifreiðum án dómsúrskurðar. Því hef ég lagt fram eftirfarandi spurningar til ráðherrans. Hvernig rökstyður ráðherra þá afstöðu sína sem fram kom í svari við fyrirspurn (þskj. 719, […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur