Sunnudagur 12.02.2012 - 12:17 - 6 ummæli

Hálfleikur, líka á Íslandi

Ein magnaðasta auglýsing sem ég hef séð er Clint Eastwood auglýsingin Hálfleikur.

Er ekki ansi auðvelt að yfirfæra hana líka á okkur Íslendinga og spyrja hvernig viljum við að okkar seinni hálfleikur verði?

(Mín þýðing á textanum:

Það er hálfleikur.  Bæði liðin eru í búningsherbergjunum og ræða hvað þau þurfa að gera til að vinna leikinn í seinni hálfleik.

Það er líka hálfleikur í Ameríku.  Fólk er án vinnu og á í erfiðleikum.  Og allir eru að velta fyrir sér hvað þeir þurfa að gera til að snúa leiknum sér í hag.  Og við erum öll hrædd, vegna þess að þetta er ekki leikur.  Fólkið í Detroit þekkir þetta.  Það tapaði næstum því öllu.  En við náðum að snúa hlutunum við, nú er Bílaborgin risin upp á ný.

Ég hef farið í gegnum erfiðleika, farið niður á við í mínu lífi.  Og á stundum skildum við ekki hvort annað.  Stundum virtist eins og við hefðum tapað samkenndinni.  Þegar þoka ágreinings, átaka og ásakana gerði okkur erfitt að sjá það sem lá framundan.

En eftir alla þessa erfiðleika tókum við höndum saman um það sem var rétt og stóðum saman sem ein heild.  Því það er það sem við gerum.  Við fundum leið í gegnum erfiðleikana og ef við gátum ekki fundið leiðina, þá bjuggum við hana til.

Allt það sem máli skiptir er það sem framundan er.  Hvernig getum við komið okkur yfir í leiknum, þrátt fyrir að vera núna undir?  Hvernig getum við spilað saman?  Og hvernig getum við unnið?

Detroit sýndi okkur hvernig þetta er hægt. Og það sem á við um Detroit á við um hvert og eitt okkar.

Þetta land verður ekki ekki rotað með einu höggi.  Við stöndum strax aftur upp og þegar við gerum það mun heimurinn heyra öskur véla okkar.

Jamm, það er hálfleikur Ameríka.  Og seinni hálfleikur okkar er rétt að byrja. )

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Séra Hallgrímur

    Takk fyrir framtakið en þýðing þín þarfnast endurbóta.

    Eins og ýmislegt í Ameríku. Og víðar.

    Köstum ekki höndum til verkanna.

  • Helgi Ingason

    Hvernig túlkar þú auglýsinguna Eygló? Geri ráð fyrir að þú hafir kynnt þér viðbrögðin í usa við henni.

  • Séra Hallgrímur

    Nú er hún betri.

  • Leifur A. Benediktsson

    Fyrri hálfleik er ekki lokið hér á sögueyjunni.

    Uppgjör við stjórnmálin,glæpaMafíur bankanna,og Hrunverja viðskipalífsins er vart hafið.

    Engin hefur axlað raunverulega ábyrgð og viðurkennt sinn þátt í þessu svokallaða Hruni.

    Menn hafa verið dregnir með töngum úr sjálfskipuðum embættum FLokksins innan Kerfisins.

    Sérstakur er í tómu tjóni,lagaumhverfið er sérsmíðað fyrir lagatækna og umbjóðendur þeirra.

    Ég hallast að því núna að það verði í alvörunni flautað af í hálfleik.

    FLokkurinn og hækjan munu ef að líkum lætur komast aftur til valda í næstu kosningum,illu heilli,og flauta leikinn af.

    Vonandi hef ég rangt fyrir mér,og að íslenska þjóðin vakni til lífsins í komandi þingkosningum og þurrki út 4FLokkinn.

    Núverandi stjórnvöld hafa akkúrat ekkert afl í Mafíuna sem öllu stjórnar á bak við tjöldin.

    Lífsnauðsyn er að koma nýju fólki að, með hreint borð til að takast á við núverandi ástand sem engu áorkar ENGU.

  • Leifur A. Benediktsson

    Ath.

    Hér í síðustu málsgr. átti að standa:

    Lífsnauðsyn er að koma nýju fólki að,sem er með hreint borð til að takast á við núverandi ástand. Valdhafar sem nú sitja hafa engu áorkað ENGU.

    Kv.

  • Illa komið fyrir gamla töffanarnum, honum Eastwooddi, að taka þátt í þessu. Auglýsingin er svo vitlaus og leiðinleg að hún gæti verið frá íslensku tryggingafélagi!
    Bestu kveðjur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur