Föstudagur 10.02.2012 - 10:17 - 2 ummæli

Hlustað á reiðina?

Góð kona, traust og heiðarleg sagði við mig  nýlega að hún væri reið.  Hún væri reið yfir óréttlætinu, ábyrgðarleysinu, – að þeir sem hún hefði treyst væri sama um velferð hennar.

Hún er ekki ein.

Fréttablaðið birtir nýja skoðanakönnun sem endurspeglar vel þessa reiði.  Þessa tilfinningu fólks fyrir óréttlætinu.

Þar kemur fram að 21, 3% segjast vilja styðja Samstöðu, nýjan flokk Lilju Mósesdóttur.  Ný framboð nefna tæplega 30%.  Fjöldi óákveðinna er enn þá töluverður. Fólk sem tvístígur enn, veltir fyrir sér hvort það vilji almennt kjósa.

Veltir fyrir sér hvort einhver sé að hlusta.

Alþingismenn, ráðherrar, bankastjórar, lífeyrissjóðsforkólfar, verkalýðsleiðtogar, forystumenn atvinnurekenda…

Eftir logninu á undan storminum?

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Leifur A. Benediktsson

    Þann 6. október 2008 strandaði m.s. Ísland. Skipstjórinn,stýrimaðurinn,vélstjórinn og allir hinir í áhöfninni voru í koju, og treystu á sjálfstýringuna þegar óhappið varð.

    Við sjópróf kom fram að stjórnendur skipsins höfðu ekki siglt þessa leið áður og treystu á hönnuði skipsins og siglingatæki þess.

    Einnig kom fram við sjóprófin að stjórnendur skipsins höfðu haft veg og vanda að hönnun þess og tækjabúnaði.

    Niðurstaða sjóprófanna var alveg skýr:

    Skipið var ágætlega smíðað og úr þokkalegu stáli en skilrúm neðan sjólínu höfðu verið fá og léleg og héldu illa vatni þegar á reyndi.

    Hins vegar og það alvarlega við strandið var að leiðsögubúnaður skipsins var ein samfelld hrákasmíð. Skipstjórinn og vélstjórinn höfðu árum saman í slagtogi við félaga sína innan FÉlagsins hannað leiðsögukerfi sem skapaði þeim auð og frama að loknu lífsstarfi.

    Farþegar skipsins þurftu að bera sitt tjón sjálfir og einnig hitt að borga fyrir björgun skipsins af strandstað og bætur til tryggingafélagsins sem tryggði skipið og átti það einnig. Absúrd?

    Þetta er mín upplifun Eygló, á stöðu okkar sem sigldu með þessu óhappafleyi.

    Reiðin sýður undir niðri og kraumar gagnvart þessu hrikalega óréttlæti og spillingu sem grasserar í KERFINU.

    Ég mun aldrei setja X við 4FLokkinn eftir það sem á undan hefur gengið ALDREI.

    Við vorum svikin og við vorum RÆND af þessu liði sem strandaði m.s. Íslandi.

    Það gæti farið svo að VIÐ(almenningur)yrðum nauðug viljug sett í þau spor, að rísa upp aftur og bylta þessu ÓGEÐI.

    Ég mun að sjálfsögðu,eins og í Búsó taka virkan þátt í því, með von í hjarta fyrir börnin mín og komandi kynslóðir, að OKKUR muni takast að hrista af okkur óværuna.

    Viva La Revolúcion!

  • Guðsteinn Einarsson

    Sæl
    Við hverju er að búast. Ef við tökum Framsókn sem ég hef stutt í áratugi þá var varla búið að kjósa þegar kosningastefnuskráin var svikin. Síðan liggur það fyrir að sérhagsmunagæslan hjá þínum flokk og Sjálfstæðisflokknum hefur aldrei verið meiri. Fáir útvaldir, það er það sem almenningur er að hafna. Ég efast um að þingflokksformaðurinn og lið með hans hugsun átti sig á því eða skilji

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur