Færslur fyrir mars, 2012

Þriðjudagur 27.03 2012 - 22:15

Markaðsverð á fisk

Í bókun við skýrslu endurskoðunarnefndar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sögðu fulltrúar Farmanna  og Fiskimannasambands Íslands, Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda, Sjómannasambands Íslands og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna að: ákvæði komi inn í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins um þjóðareign á auðlindinni. veiðiheimildir verði bundnar við skip. framsal á veiðiheimildum frá skipi verði bannað. Geti útgerð ekki nýtt veiðirétt sinn […]

Þriðjudagur 27.03 2012 - 12:59

Framsóknarlambið og hindrunarhlaupið

Þriðjudagur 20.03 2012 - 09:51

Íslensk börn og kynhegðun

Íslendingar byrja snemma að stunda kynlíf. Í könnun frá 2006 um heilbrigði skólabarna í heiminum kom í ljós að 29% íslenskra drengja á aldrinum 15-16 ára höfðu stundað kynmök. Hlutfallið var töluvert hærra meðal stúlkna, eða 36% og var einungis hærra hjá dönskum (40%) og grænlenskum (66%) stúlkum. Fjöldi bólfélaga er einnig hæstur hér á […]

Mánudagur 19.03 2012 - 11:13

Veðsetning framtíðartekna?

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hyggst kynna nýja fjármögnunarleið fyrir breska vegakerfið á næstunni.  Hugmyndin er að opinberir fjárfestinga- og lífeyrissjóðir geti keypt (‘lease’) ákveðna vegi með ákveðnum skilyrðum, ríkið fái fullt af pening og í staðinn fá viðkomandi sjóðir hlutdeild í bifreiðagjöldum (EN: ‘vehicle excise duty’) framtíðarinnar ef þeir uppfylla skilyrðin.  Ef þeir vilja byggja […]

Sunnudagur 11.03 2012 - 13:53

Pólitískur forseti

Ýmsir hafa stigið fram og kvartað undan pólitísku framboði Ólafs Ragnars Grímssonar.  Þessa pólitík telja þeir sig sjá í yfirlýsingu forsetans þar sem hann vísar til vaxandi óvissu varðandi stjórnskipun landsins og stöðu forsetans í stjórnarskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Íslands. Ég skil ekki alveg þessa umræðu. Ólafur […]

Fimmtudagur 08.03 2012 - 10:02

Um tillögur stjórnlagaráðs

Stjórnlagaráð mun á næstu dögum funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um drög að nýrri stjórnarskrá. Í ljósi þess vil ég tjá mig um drögin og vona að fundurinn muni svara ýmsum þeim spurningum sem ég hef haft varðandi málið. Ég vil byrja á að taka fram að ég er  sátt við tillögur stjórnlagaráðsins varðandi m.a. […]

Miðvikudagur 07.03 2012 - 22:29

Ekki benda á mig…

Ég heyrði sögu í dag af konu sem fór yfir Hellisheiðina síðustu nótt.  Mikil hálka var og slæm færð.  Vegfarendur voru í erfiðleikum út um allt.  Hún ákvað að hringja í lögregluna og spyrja af hverju heiðinni væri ekki lokað. Lögreglan sagði það ekki í hennar verkahring.  Vegagerðin ætti að sjá um þetta. Hún hringdi […]

Þriðjudagur 06.03 2012 - 10:36

Hann eða hún?

„Ægilega er hann sætur,“ sagði elskuleg eldri kona við mig um leið og hún rétti mér bláa snuðið sem dóttir mín hafði misst.  „Takk, en þetta er stúlka,“ datt sjálfkrafa upp úr mér.  „Ó, afsakið,“ hrökk upp úr konunni. Töluverður þrýstingur er á verðandi foreldra að upplýsa strax um kynið við sónarskoðun.  Þetta er oft […]

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur