Miðvikudagur 07.03.2012 - 22:29 - 4 ummæli

Ekki benda á mig…

Ég heyrði sögu í dag af konu sem fór yfir Hellisheiðina síðustu nótt.  Mikil hálka var og slæm færð.  Vegfarendur voru í erfiðleikum út um allt.  Hún ákvað að hringja í lögregluna og spyrja af hverju heiðinni væri ekki lokað.

Lögreglan sagði það ekki í hennar verkahring.  Vegagerðin ætti að sjá um þetta.

Hún hringdi næst í Vegagerðina og spurði af hverju þeir væru ekki búnir að loka heiðinni.

Svarið var að lögreglan ætti að sjá um þetta.

Hljómar þetta kunnuglega?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Já hljómar kunnuglega – fífl ana út í fáranlegar aðstæður og kenna svo hinu opinbera um að hafa ekki stöðvað sína eigin heimsku.

  • Guðm. Fylkis

    Það vantar nú eitthvað í þessa sögu…. hversu ófært var, var vegagerðin t.d. hætt að moka, þeir eru jú með sólahringsþjónustu á þessari leið, á þessum árstíma. Var ófært fyrir vanbúna…… eða eyðileggur það kannski bara söguna.

  • Langbesta kerfið hreinlega í öllum stjórnkerfum, útfrá því að engin fái ábyrgðina, alltaf hægt að benda á hinn aðilann. 😉

  • Bjarnveig

    Hver er ábyrgð vegfarenda. Það er ekki lögreglu eða vegagerð að kenna að fólk sé að æða á Hellisheiðina eða aðra fjallvegi í vondu veðri.
    Minni á að hægt er að hringja í upplýsingasíma vegagerðarinnar allan sólarhringinn og starfsfólkið þar veitir allar þær upplýsingar sem þarf til að ég sem vegfarandi get lagt mat á það hvort óhætt að fara af stað.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur