Þriðjudagur 27.03.2012 - 22:15 - 6 ummæli

Markaðsverð á fisk

Í bókun við skýrslu endurskoðunarnefndar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sögðu fulltrúar Farmanna  og Fiskimannasambands Íslands, Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda, Sjómannasambands Íslands og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna að:

  1. ákvæði komi inn í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins um þjóðareign á auðlindinni.
  2. veiðiheimildir verði bundnar við skip.
  3. framsal á veiðiheimildum frá skipi verði bannað. Geti útgerð ekki nýtt veiðirétt sinn sjálf beri að skila umframrétti til ríkisins, sem síðan endurúthlutar réttinum til annarra eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Þó verði útgerð heimilt að flytja veiðiheimildir milli eigin skipa og útgerð verði einnig heimilt að skipta við aðrar útgerðir á veiðiheimildum í einstaka tegundum, enda sé um jöfn skipti að ræða miðað við þorskígildisstuðla sem gefnir verða út opinberlega.
  4. allur óunninn afli sem landað er verði seldur á markaði eða markaðsverð á innlendum fiskmörkuðum verði látið ráða í beinum viðskiptum.
  5. í lög verði sett ákvæði um fjárhagslegan aðskilnað milli veiða og vinnslu, á hliðstæðan hátt og kveðið er á um í raforkulögum nr. 65/2003. Þar sem óheimilt verði, út frá samkeppnissjónarmiðum, að fénýta aflaheimildir til niðurgreiðslu á hráefni í eigin vinnslur. *

Undir þessa bókun tek ég. Ekki endilega að allur fiskur fari á markað, – heldur að markaðsverð á innlendum fiskmörkuðum verði látið ráða er kemur að uppgjöri við sjómenn í beinum viðskiptum.

Fyrirtæki greiða ekki útsvar. Það gera sjómenn. Því myndi þetta skipta  miklu máli fyrir sjávarbyggðirnar.

Þetta væri hugsanlega mun skilvirkari leið til að skila verðmætunum af auðlindinni til samfélagsins en tillaga stjórnvalda um  hærra auðlindagjald.

*Hér er ekki átt við eignarlegan aðskilnað.  Enn gætu sömu aðilar átt og stjórnað virðiskeðjunni en fyrirtækið yrði gert upp sem sjálfstæð bókhalds- og skattaleg eining.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Hjalti Atlason

    Það er gott að framsókn sé farinn að átta sig á því að það er ákveðið markaðsverð á kvótanum.

    Núverandi endurleigu verð á kvóta á mörkuðum er 300 kr/kg.
    Vermæti kvóta síðasta árs 400 þúsþorskígtonn er því 120 milljarðar.

    Þetta er sú upphæð sem ætti að renna í auðlindasjóð landsmanna.

    Það er ljóst að það er verið að niðurgreiða leiguverð á kvóta um 95% eða úr 300 kr/kg niður í 8 kr/kg.

    Það væri líka hægt að notast við sama gjald að Grænlendingar leigðu ESB kvóta eða 158 kr/kg. Það gæfi 60 milljarða í ríkiskassan. Miðað við þær forsendur er verið að það er verið að niðurgreiða kvótaleiguna um 56 milljarða og er ljóst að styrkir til bænda er hljóm eitt í samanburði við þessar niðurgreiðslur til útgerðarinnar.

  • „…markaðsverð á innlendum fiskmörkuðum verði látið ráða er kemur að uppgjöri við sjómenn í beinum viðskiptum.“

    Já, það virðist mér einnig sanngjarnt viðmið.

    Kv.

  • Jens Jensson

    Hef sjaldan dadst af Framsoknarmønnum, en thu ert ad sla øll met. Thu tharft ekki ad fara i neinar grafgøtur med ad AKKURAT thetta med frjals vidskifti og markadsverd er hreinlega ALFA og OMEGA i øllu kerfinu. Ef veidar og vinnsla er adskilin fjarhagslega med løgum, tharf næstum ekki ad gera neitt annad, verd a kvota mun falla verulega og komast nidur i thad sem getur kallast edlilegt markadsverd. her er eg ekki ad segja ad eg se sammala eignarhaldinu, thvi audlindin skal alltaf vera thjodareign. Thu ert GOD

  • Sigurður Hreinsson

    „Ekki endilega að allur fiskur fari á markað“, hvervegna ekki? Hvaða sanngirnisrök geta legið fyrir því að útvalin fyrirtæki sem keppa á samkeppnismarkaði hafi tryggt aðgengi að hráefni en önnur ekki. Samt sem áður jákvætt er einhverjir framsóknarmenn eru að átta sig á því að „samkeppnisforskot“ íslendinga í sjávarútvegi er fengið með aðferðum sem eru ólöglegar í siðmenntuðum löndum.

  • „Ef hér á að ríkja einhver markaður og setja okkur útgerðarmönnum skilyrði þá er ég fluttur úr landi með mig og mína útgerð. Ég get alveg eins gert út frá Kanaríeyjum einsog hér ef það á taka af manni allan rétt til að græða.“ segir Þöngull Þengils frá Grútarfiði.

  • Sæl Eygló
    Svo einfalt og gott. Bókun sem var sett fram fyrir tæpum tveimur árum. En nú skal blásið til sóknar gegn landsbyggðinni og blóðmjólkað.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur