Sunnudagur 22.04.2012 - 22:20 - 4 ummæli

Kræklingur í Hvalfirði

Fjölskyldan ákvað að eyða deginum í leit að kræklingi í Hvalfirðinum.  Tékkað var hvenær háfjara væri, góðum vinum boðið með, stígvél fengin að láni hjá vandamönnum og nesti pakkað í stóra tösku.

Veðurguðirnir voru með á nótunum og fjörðurinn nánast spegilsléttur.

 

Afrakstur dagsins kominn heim í vaskinn…

 

Og í pottinn.

Góður dagur að kveldi kominn 🙂

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Kræklingur úr Hvalfirði er frábært hráefni á þessum árstíma. Fín fjölskylduferð ef veður og fjara haldast í hendur. Ég sé á síðustu myndinni í blogginu að þingmaðurinn veit nákvæmlega hvað hann er að gera þegar kemur að kræklingi. Það lofar góðu um önnur störf.

  • Hvernig er það, er ekki talað stundum um að kræklingar séu eitraðir, er það árstíðabundið eða tegundabundið?

  • Eygló Harðardóttir

    Almenna reglan er að tína krækling í mánuðum með -r-. Dæmi er apríl og september en EKKI maí, júní, júlí og ágúst. Það er víst vegna aukinnar hættu á þörungablóma sem kræklingurinn tekur í sig.

  • þakka svarið 🙂

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur