Fjölskyldan ákvað að eyða deginum í leit að kræklingi í Hvalfirðinum. Tékkað var hvenær háfjara væri, góðum vinum boðið með, stígvél fengin að láni hjá vandamönnum og nesti pakkað í stóra tösku.
Veðurguðirnir voru með á nótunum og fjörðurinn nánast spegilsléttur.
Afrakstur dagsins kominn heim í vaskinn…
Og í pottinn.
Góður dagur að kveldi kominn 🙂
Kræklingur úr Hvalfirði er frábært hráefni á þessum árstíma. Fín fjölskylduferð ef veður og fjara haldast í hendur. Ég sé á síðustu myndinni í blogginu að þingmaðurinn veit nákvæmlega hvað hann er að gera þegar kemur að kræklingi. Það lofar góðu um önnur störf.
Hvernig er það, er ekki talað stundum um að kræklingar séu eitraðir, er það árstíðabundið eða tegundabundið?
Almenna reglan er að tína krækling í mánuðum með -r-. Dæmi er apríl og september en EKKI maí, júní, júlí og ágúst. Það er víst vegna aukinnar hættu á þörungablóma sem kræklingurinn tekur í sig.
þakka svarið 🙂