Miðvikudagur 05.09.2012 - 09:03 - 8 ummæli

„Nú getum við.“

Ragnheiði Elínu Árnadóttur hefur verið skipt út fyrir Illuga Gunnarsson sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Og ég er hugsi.

Við Ragnheiður Elín höfum verið ósammála í stórum málum. Hún er mjög ákveðin, og ekki allra – svo sem ekki frekar en ég.

En hún er hörkudugleg, vel gefin og leiðtogi í Suðurkjördæmi.  Í kosningunum 2009 náði hún næstbesta árangri Sjálfstæðismanna með 26,2% (aðeins Kraginn kom betur út) og samkvæmt skoðanakönnunum mun hún bæta verulega við sig í Suðurkjördæmi næst (fá væntanlega jafn mikið og Kraginn ef ekki meira).

Ástæða þess að ég er hugsi er ekki að ég telji ekki að Illugi verði flottur þingflokksformaður, heldur hvaða skilaboð þetta eru almennt til kvenna.

Ragnheiður Elín fékk traust til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi í krísu.  Þegar karlarnir voru búnir að klúðra hlutunum svo algjörlega að það varð að hleypa konu að.

Hún varð þingflokksformaður þegar Illugi vék af þingi á meðan mál Sjóðs 9 voru í rannsókn.

Nú er hann kominn aftur og konan víkur.

Er þetta kannski bara reglan?  Konur fá séns þegar eldar loga alls staðar, – en svo þegar búið er að slökkva þá geta karlarnir tekið aftur við?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Bjarnveig Ingvadóttir

    Eygló mín þetta eru nákvæmlega sömu skilaboðin og þú og Siv fenguð síðasta haust og varð næstum til þess að ég sagði mig úr Framsóknarflokknum.
    Ákvað þegar mér var runnin mesta reiðin að gefa flokknum sénst í 1 ár enn og þið hafið því möguleika nú í þingbyrjun til að rétta hlut kvenna í þingflokknum.

  • Fjöldi fólks, aðallega lífeyrisþegar og fólk sem var að komast á aldur, tapaði ævisparnaði sínum og sumir öllum eigum sínum, vegna falls Sjóðs 9. Flest þetta fólk hafði ekki sjálfviljugt lagt þetta fé inn á sjóðinn. Nei, heldur var hringt í það og hamast í því af starfsmönnum bankans og það beðið um að taka féð út úr bankabókum, þar sem það var tryggt, og leggja það inn á sjóðinn. Gefin voru fyrirheit um gífurlega ávöxtun. Hin raun verulega ástæða var hins vegar sú að eigendur og stjórnendur bankans ásældust þetta fé vegna þess að þeir vissu að bankinn var að fara á hausinn. Illugi Gunnarsson var stjórnarformaður Sjóðs 9 á þessum tíma og bar ábyrgð á þessari óréttmætu eignartöku.
    Það er ekki aðeins verið sýna konum fingurinn með þessari aðgerð, heldur einnig er Flokkurinn að sýna fyrir hvaða gildum hann stendur.

  • Sæl Eygló.
    Ágætis pistlinn. Veit ekki með aðra en ég upplifði smá daður af hálfu framsóknarkonu við sjálfstæðisFLokkskonu, er þetta það sem koma skal næsta vor ?
    Mig hryllir við þeirri hugsun að þinn flokkur og FLokkurinn nái aftur völdum, þó svo að ég kunni vel við þig sem þingmann. Þú virðst allvega þora að standa í lappirnar og er með „pung“ þegar á þarf að halda.

    Hitt er svo annað, þegar kemur að þessari breytingu hjá FLokknum. Það sem ég las út úr þessu var að ætlunin væri að tóna niður atgang og aðferðarfræði FLokksins á þingi.
    Ljóst má öllum vera að REÁ hélt þinginu í gíslingu síðasta vetur og stýrði því sem hinn mesti harðstjóri.
    Líklega vill FLokkurinn ekki fara í kosningar með þann stimpill að hér muni taka við annar harðstjóri, þjóðin fékk sko nóg að ritstjóra- Móra á sínum tíma og er enn að greiða það gjald.
    REÁ er fylgin sér, það er ljós en sanngjörn er hún ekki, allavega ekki út á við.
    Best væri ef hún færi, eins og hennar flokksbróðir orðaði það um listamenn, að fá sé almennilega vinnu og þá ekki hjá hinu opinbera og hætti á þingi.
    Ég fyrir mína parta vill ekki sjá þingmenn/konur eins og REÁ á þingi, takk fyrir.

  • Einar Jón

    Einfalt mál:
    Karlarnir í X-D sjá um að skara eld að eigin köku.
    Konurnar sjá um að slökkva eldana þegar allt er komið í bál og brand…

  • Er það sem sagt skoðun Framsóknarflokksins að eldarnir hafi verið slökktir og núverandi ríkisstjórn hafi bjargað efnahag landsins?

    Held að þessi skýring standist ekki. Næsta ríkisstjórn mun þurfa að standa í slökkvistörfum upp fyrir haus þegar sósíalistastjórninni hefur verið komið frá völdum…

  • Benedikt

    XD sýnir rétta andlit.
    Konur eru lægra settar.
    Viljum við kjósa þannig flokk.?

  • Gústaf Níelsson

    Hví skyldir þú Eygló hafa áhyggjur af stöðu kvenna í Sjálfstæðisflokknum, sjálf í flokki þar sem formaður, varaformaður og formaður þingflokks, eru karlar?

  • Líklega ert þú besti stjórnarandstöðuþingmaðurinn. Líklega er RÁE sá næstversti. Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að setja einhversskonar samasem merki á milli ykkar?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur