Miðvikudagur 29.08.2012 - 20:42 - 4 ummæli

Af hverju, Ögmundur?

Í kvöldfréttum sagði að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og fv. formaður BSRB, hefði gerst brotlegur við jafnréttislög við ráðningu sýslumanns á Húsavík.  Hann segir niðurstöðu sína vera rétta, og að huglægt mat hafi ráðið för.

Eftir sit ég og hugsa af hverju, Ögmundur?

Eru konur verri í að skera niður en karlar?  Eru  konur síðri í að stjórna starfsmönnum?

Af hverju?

Hann hlýtur að þurfa að skýra mál sitt betur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

 • Ég held að honum finnist að lögin eigi ekki við í þessu sambandi, enda biðst hann ekki afsökunar. Ekki gerir Ögmundur neina vitleysu?

 • Það er til stjórnsýsla sem segir til um hvernig beri að meta hæfni umsækjenda.

  Hér voru átta liðir um hæfni metnir. Kærandi reyndist standa jafnvel eða betur að vígi í sjö þeirra.

  En enginn liðanna átti séns í annars konar mat Ögmundar.

  Þegar ákvarðanir eru teknar með slíkum hætti, þá má einu gilda hvers kyns viðkomandi er…

 • http://www.dv.is/frettir/2012/8/27/godvinur-radherra-radinn-til-malavi/

  þarna voru 75 aðrir umsækjendur !!!!!!!!! Þessir ráðherrar eru alveg jafn últraspilltir og allir aðrir enda mun það fella þessa ríkisstjórn að hún hefur í raun verið jafnömurleg á flestum sviðum og argasta íhald. Greiðarnir, niðurfellingarnar, bitlingarnir! Þvílíkt sukk! vinstir velferðarstjórn! Kann einhver annan.
  Nei – við pöpullinn munum refsa þeim grimmilega og Jóhanna fer í sögubækur sem mesti svikari við vinstri hugsjónina sem setið hefur á þingi.

 • Ögmundur Jónasson telur sig hafinn yfir lögin.

  Það gerir Svandís Svavarsdóttir líka.

  Bæði telja sig öðrum betri á öllum sviðum.

  Þetta fólk grefur undan stofnunum samfélagsins með valdhroka sínum og öfgum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur