Fimmtudagur 06.09.2012 - 08:55 - 2 ummæli

Verndum börn gegn ofbeldi

Á undanförnu hefur verið fjallað um börn og heimilisofbeldi. Ég vil því benda á nýsamþykkt ákvæði barnalaga, í lögum nr. 61/2012 en lögin eiga að taka gildi 1. janúar 2013:

Í 3. gr. laganna segir að forsjá barns felur í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn hvers kyns ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi.

Í 13. gr. laganna er fjallað um hvað dómari á að líta til þegar deilt er um forsjá eða lögheimili barns. „Dómari lítur m.a. til hæfis foreldra, stöðugleika í lífi barns, tengsla barns við báða foreldra, skyldu þeirra til að tryggja rétt barnsins til umgengni, hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hafi orðið eða verði fyrir ofbeldi og vilja barns að teknu tilliti til aldurs og þroska.“

Í 22. gr. er fjallað um umgengi við foreldri: „Barn á rétt að umgangast með reglubundnum hætti það foreldra sinna sem það býr ekki hjá, enda sé það ekki andstætt hagsmunum þess.“

Allar ákvarðanir stjórnvalda eiga alltaf að miðast við hvað er barninu fyrir bestu.

Ekki hvað er best fyrir móður eða föður, – heldur barn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • ragnheiður

    Það væri yndislegt ef það væri farið eftir þessu hér á landi…

  • ragnheiður

    En ég er ánægð með þig að vekja athygli fólks á þessum málaflokki!! Þú ert ein af mjög fáum á Alþingi sem láta sig hag barna varða….Takk fyrir það.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur