Föstudagur 14.09.2012 - 08:35 - 2 ummæli

Kökumeistarar 2012

Í fyrra bað frumburðurinn um lopapeysuköku í afmælið.  Enn og aftur komst ég að því hversu vel gift ég er.  Eiginmaðurinn gúglaði sykurmassaskreytingar, sat yfir youtube myndböndum og ég veit ekki hvað og Voila!

Lopapeysukakan varð að raunveruleika.

Meistaraverk 2011

 

Í ár var ákveðið að sameina afmæli dætranna og bjóða fjölskyldu og vinum saman.  Enn á ný kom fram óskalisti um kökur.  Kröfur höfðu aukist, enda þær séð hvað hægt var að gera með stuttum fyrirvara. Mitt innlegg var að krefjast þess að kökurnar og kremið yrðu jafngóðar og skreytingin og lofa að redda öllum öðrum veitingum.

Yngri dóttirin vildi Hello Kitty köku.

Besta súkkulaðikaka sem ég hef lengi smakkað.

 

Sú eldri birtist með myndir af Angry Birds (ég hváði… víst ekki nógu dugleg að spila tölvuleiki…).   Eiginmaðurinn neitaði að gera þetta einn aftur og eldri dóttirin var innlimuð í skreytingarhópinn.

Meistaraverk 2012

 

Hún endaði svo með að sýna snilldartakta, enda listræn með afburðum, og átti meira og minna heiðurinn að því hversu vel tókst til. Við dáðumst sérstaklega að lausn hennar varðandi kambana og goggana.

Veisluborðið í heild sinni.

Má byrja?

Takið sérstaklega eftir ávaxtapinnunum í horninu, – svona til algjörra málamynda í kolvetnisdýrðinni.

Flokkar: Matur

«
»

Ummæli (2)

  • Glæsilegt.
    Væri ekki ráð að bjóða upp á nokkara svona girnilega kökur, þegar þarf að semja við ríkisstjórnina um erfið mál ?
    Ætti að virka……..:)

  • Ásta Kristín Svavarsdóttir

    Leggðekkimeiraámig!!! Nú hrapaði afmælissjálfstraustið! Er ekki málið að stofna fyrirtæki? Gæti ég pantað hjá dótturinni og gamla formanninum? Stórglæsilegt hjá ykkur! kv.Ásta

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur