Vikan er búin að vera viðburðarrík og fjölskyldan hefur eilitið setið á hakanum. Því er ætlunin að bretta upp ermar og elda eitthvað ofsalega gott fyrir kallinn og dæturnar á morgun.
Það verður þó að vera smá pólitík í þessu og því hef ég ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um hvað á að vera í matinn.
Valið stendur á milli:
eða
Kosningin stendur til 9.00 í fyrramálið (…svo ég komist í búð) með því að setja inn ummæli hér á blogginu eða á Facebook.
Sönnunargögnin verða birt hér á vefnum og á Facebook síðunni ásamt umsögnum á sunnudaginn 🙂
Einstaklega girnilegt hvoru tveggja þótt lambaskankarnir kveiki betur i bragðlaukunum mínum akkúrat núna.
Lambaskankar #1
Heil og sæl!
Nú kemur ekki fram hvejir eru atkvæðisbærir, hvort það er bara fjölskyldan eða allir lesendur, en ef ég hef atkvæðisrétt vel ég lambaskankann.
kv.Jónatan 😉
Allir eru atkvæðisbærir sem eru með tölvu og netaðgang 🙂
Hvað eru „keggir“?
Leiðrétt, takk 🙂
Ég vel lambaskankana, þó bæði sé girnilegt.
Hva, kunna karríerkerlingar eitthvað að elda?
Lágmark að kjósa ef menn ætla á annað borð að setja inn athugasemd 🙂
Mæli með pastarúllunni – og þá einna helst af sögulegum ástæðum! Þegar ég var ungur í skóla á Ítalíu borðaði ég mjög oft pasta með sugo di carne – bæði ódýrt og mjög gott fyrir minn smekk. Man hins vegar ekki til þess að hafa smakkað ricotta-ost.
Er ekki boðið upp á smakk til þess að maður geti tekið rækilega upplýsta ákvörðun?
Verði ykkur að góðu og góða helgi 🙂
P.s. er þetta svo ekki fín æfing fyrir beint lýðræði í stjórnmálaflokkunum þar sem allir félagsmenn geta tekið þátt í að velja sér forystu og taka afstöðu til málefna! Nota mætti t.d. vef ríkisskattstjóra sem verkfæri til þess að taka afstöðu til hinna ýmsu málefna innan flokkanna og annarra málefna sem leitað er til alls almennings með.
Ef viljinn er fyrir hendi er allt hægt!
Heyrðu já, krafist var atkvæðis…
Miðað við þær upplýsingar sem ég hef á þessari stundu þá myndi ég greiða lambaskönkunum atkvæði mitt sem fyrsta val en cannelloni réttinum atkvæði til vara 🙂
Lambaskankar en ég hefði viljað smakk með Kristbjörgu til að geta tekið upplýsta ákvörðun.
Veldu vefjurnar. Pólitík í vafningsanda er einkennismerki Framsóknarflokksins.
Eftir mjög spennandi kosningar þá er niðurstaðan:
Cannelloni = 7 atkvæði (mjög vinsælt á Facebook)
Lambaskankar = 8 atkvæði
Þannig að lambaskankar eru það.
Ég þakka öllum fyrir þátttökuna og svo verðum við að sjá hvernig tekst til með að efna kosningaloforðið 😉
Allir sem kusu með lambaskönkunum geta verið ánægðir, þeir áttu úrslitaatkvæðið!
Eins og við vitum skiptir máli að taka þátt því hvert einasta atkvæði skiptir máli 🙂
Framsóknar eftir fyllerí
fóru á hausinn bankar.
Ráðið sem Eygló á við því
eru lambaskankar.