Fimmtudagur 04.10.2012 - 11:12 - 3 ummæli

Lýðræði,- fyrir okkur öll

Bæklingurinn um þjóðaratkvæði um breytingar á stjórnarskránni er kominn í hús. Um leið og ég blaða í gegnum hann, fannst mér tilvalið að deila kosningaauglýsingu okkar Framsóknarmanna frá síðustu Alþingiskosningum um breytingar á stjórnskipun og stjórnarfari.

Hér má einnig finna ályktanir flokksins frá flokksþinginu 2011 um það sem við teljum mestu skipta við breytingar á stjórnarskránni og grein sem ég skrifaði eftir forsetakosningarnar um að þjóðarvilji ráði för.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Sigurður Hreinn Sigurðsson

    Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins, þ.á.m. formaðurinn, reyndu með málþófi að tefja og koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem eru mjög í anda þeirra breytinga sem kveðið er á um í auglýsingunni ykkar.

    Hvort er stefna flokksins að styðja þessar breytingar sem talað er um í auglýsingunni eða standa gegn þeim, veist þú það?

  • páll Eydal Reynisson

    Sæl Eygló

    Það væri kannski ráð að senda Sigmundi, Vidgísi og fleirum í þínum flokki þessa auglýsingu…svona af gefnu tilefni.

    kveðja

    Páll

  • Eygló Harðardóttir

    Stefna flokksins liggur fyrir og áherslur í breytingum á stjórnarskránni. Hins vegar skal viðurkennt að þingmenn flokksins hafa haft misjafnlega mikla þolinmæði gagnvart vandræðaganginum í kringum ferlið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur