Fimmtudagur 11.10.2012 - 23:24 - 4 ummæli

Fyrir hvað stendur Framsókn?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Stefán Ólafsson

    Fortíðina?

  • Sæl Eygló.
    Veit ekki hvað þetta er gamalt video en það er athyglisvert að heyra þig þarna tala ef upp komi ágreiningsefni, þá verði lýðræðislegum aðferðum beitt til að útkljá það.
    Veistu til þess að þeim aðferðum verði beitt þegar átök Höskuldar og formannsins verða útkljáð ?

    Hinsvegar langar mig að hrósa þér innilega fyrir framgöngu þína í umræðunni um störf þingsins á þriðjudaginn var.
    En þá af öllum, sýndir þú þann þroska og þor að standa um og biðja menn um að stoppa umræðuna og vinda sér í að vinna og ræða þau alvöru mál sem lágu þá fyrir að vinna samkvæmt dagskrá. (lesist og skiljist : Hættið þessu bulli og kjaftæði og farið þið að vinna alvöru vinnu) .
    Vildi óska þess að við hefðum fleiri svona þingmenn sem líta upp úr skóginum, sjá áttir og um leið átta sig á því að Alþingi er ekki stór sandkassi þar sem börnin berjast heldur staður sem á að leysa úr vandamálum fyrir þjóðina, okkur öll.
    Vonandi fjölgar þingmönnum eins og þér, Guðmundi Steingrímssyni, Margréti Tryggva á þingi eftir næstu kosningar.
    Plús í kladdan fyrir þig 🙂

  • Helgi Viðar

    Þetta var fallega sagt hjá þér og hljómar vel, enda ert þú ágætis kona. Raunveruleikinn er samt sá að stjónmálaflokkar standa fyrir verkin sín en ekki stefnuna þegar upp er staðið. Það er því miður fátt sem ég man eftir sem Framsóknarflokkurinn hefur gert vel í gegnum tíðina þó svo að góður ásetningur hafi verið fyrir hendi. Mörg mál koma hins vegar upp í hugann þegar mér finnst Framsóknarflokknum hafa tekist illa upp í viðleitni sinni til atvinnusköpunnar í landinu. Þar er af nógu að taka: fiskeldi, loðdýrarækt, rækjueldi, fjármálamiðstöðin Ísland svo nokkur dæmi séu tekin. Verst þykir mér þó spillingin og tækifærismennskan sem viðgengst innan flokksins. Ég nefni engin nöfn því þá gæti einhverjum dottið í hug að höfða meinyrðamál gegn mér. Gott dæmi um tækifærismennsku í pólitíkinni er svo loforðið um 90% lánshlutfall við íbúðakaup hér um árið. Bæði greiningardeildir bankanna og seðlabankinn vöruðu við þessu, enda skilaði þetta engu nema hækkuðu húsnæðisverði, skuldsetnari heimilum og þennslu í hagkerfinu þegar upp var staðið. Framsóknarmönnum fannst þetta mál hins vegar henta vel til atkvæðaveiða og keyrðu þessa vitleysu því í gegn.

    Sagan verður hvorki endurskrifuð né þvegin af Framsóknarflokknum og svo að stefna kunni að hljóma ágætlega.

  • breki karlsson

    Já það er von þú spyrjir hvað framsókn standi fyrir.

    Samvinnu ?
    Halldór og Davíð höfðu nú lítið samráð þegar við fórum í stríð við Írak.
    Og framsóknarflokkurinn hafði mér vitanlega ekki mikið samráð þegar bönkunum var komið í hendur vildarvina. Og hvernig fór fyrir kaupfélögunum, Sambandinu, Samvinnutryggingum og fleiri samvinnufélögum. Ég veit ekki betur en að öll þessi félög og fleiri til hafi lennt í höndunum á einhverjum prinsum sem sögðust á sínum tíma vera samvinnu menn en reyndust eiginhagsmunaseggir.

    Vinna ?
    Að vinna sé forsenda vaxtar og velferðar. Það var nú aldeilis leiðarljósið í bóluhagkerfinu sem þið bjugguð til með hjálp sjálfstæðisflokksins.

    Ekki hefur framsóknarflokkurinn orðið frægur fyrir samvinnu á kjörtímabilinu. Reyndar hafa sum ykkar átt ágætis samvinnu við stjórnar andstöðuna í stjórnarskrár málinu og ESB málinu. En ég sé ekki annað en að framsóknarmenn séu almennt í sömu skotgröfum og aðrir stjórnmálaflokkar og séu alfarið á móti því að almenningur komi nálægt sameiginlegri ákvarðanatöku.(þar sem nefnd mál fela bæði í sér þjóðaratkvæðagreiðslu)

    Leysa ágreningsmál með lýðræðislegum hætti ?
    Stjórnarskrármálið, ESB málið, Írakstríðið, og ekki hafa framsóknarmenn verið sérstaklega hlynntir því að jafna atkvæðisrétt í gegnum árin.

    En þar sem ég held að þú meiri það sem þú segir í þessu myndbandi þá mæli ég með því að þú skiptir um vettvang.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur