Föstudagur 04.01.2013 - 11:00 - 22 ummæli

Litla og stóra Samfylking?

RÚV birti nýju fylgiskönnunina.  Helstu fréttir eru að enn bætir í hjá Bjartri framtíð og stjórnarflokkarnir tapa enn.  VG hefur ekki mælst minna í tíu ár en aðrir standa í stað.

Á blogginu tóku Samfylkingarpennar vægan kipp.  Af hverju skyldi það vera?

Í Alþingiskosningunum 2009 fékk Samfylkingin 29,8% atkvæða.  Í dag mælist Samfylkingin með 19,1% og Björt framtíð með 12,3% eða samtals 31,4%, sem er innan skekkjumarka.

Svo jafnast þetta kannski allt út í næstu könnun?

Í sönnum jafnaðaranda.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (22)

 • kristinn geir st. briem

  var að hlusta á guðmund í sjónvarpinu þar talaði hann um að hann tæki ymislegt frá samfylkínguni . v.g. og sjálstæðisflokki . en ekki frá framsókn samt var hann þýngmaður þess flokks en ein og hann talaði þá var það einsog gamli alþýðuflokkurin þegar jón baldvin hanibalsson stjórnaði honum örlítið til hægri en nú til dags mun hann ekki bara snúa heim ef árni páll árnasson vinnur í samfylkínguni. Skil ekki þessa stefnuskrá t.d. þessa grænu atvinustarsemi það tekur timma að koma henni upp áhverju á þjóðin að lifa á meðan loftinu.?.

 • Kristján Kristinsson

  Ertu bitur? Hvað með Framsókn? Ertu sátt við fylgi hans?

 • Sæl Eygló og gleðilegt nýjár.
  Veit ekki hvernig ég ætti að túlka þennan pistil frá þér.
  Ekki beint í þínum anda, að mínu mati.
  Eitt er víst, samkvæmt þeim ummælum sem ég hef lesið og séð á miðlum, þá værir þú sem þingmaður mun betur sett í öðrum þingflokki en þú kýst að bjóða þig fram fyrir.
  Margir, þar á meðal ég, eru yfirleitt sammála því sem þú skrifar og heldur fram en ljóst má vera að þú munir ekki hafa framgang með þínar áherslur á meðan Gunnar Bragi, Vigdís og Sigmundur ráða e-u, því miður.
  Hefði þú hinsvegar kosið að færa þig, já jafnvel í Bjarta framtíð, þá værum við að tala um mikið fylgi sem hefði fylgt þér persónulega.
  En það mun því miður ekki gerst, fólk mun ekki hópast um Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Hann hefur því miður engann trúverðugleika, að mínu mati.

  Mér finnst hinsvegar leiðinlegt að sjá tilraun hjá þér til þess að gera þarfir þínar yfir Bjarta framtíð ( og aumkunarlega tilraun Sigmundar Davíðs í Síldinni á Gamlársdag). Björt framtíð stendur fyrir aðra pólitk en hefð er fyrir
  Við sem búum á Íslandi vitum að það er erfitt að brjóta hefðir.
  Mér finnst skrif þín hljóma sem minnimáttarkennd og hræðsluskrif.
  Hvað gerist innan þins flokks ef Björt framtíð fær meira fylgi en Framsókn.
  Hver hlær þá ?
  Þó svo að Samfylking vildi hafa kveðið Bjarta Framtíð, þá er ekki þar sem sagt að það sé eining um það inna BF.
  Það greiniega dugar ekki að Guðmundur neiti því oft og reglulega að það sé engin tenging á milli flokkanna. En ef vinkona þín, Vigdís er sögð vera einagrunnar og þjóðernissinni, þá á að vera nóg að neita því einu sinni og málið dautt.
  En er það nóg ?

 • Sæl Egló og gleðilegt ár.
  Ég hef fylgst með íslenskum stjórnmálum úr fjarlægð í talsvert mörg ár.

  Ég myndi raunar hafa meiri áhyggjur af fylgi Framsóknarflokksins enda er fylgi flokksins er í sögulegu lágmarki, lang lélegasta kosning flokksins var 2007 eftir 12 ára samfelldda stjórnarsetu með fylgi upp á 11,7% og núna 6 árum seinna eftir fjármálahrun í stjórnarandsöðu þegar búið er að skipta um „skipstjóra og áhöfn“ og raunar einning „kennitölu“ fyrir flokkin. Flokksmenn margir þykjast ekki kannast við EES samning 2 (frá 2004) og Schengen (frá 2001).
  Eftir nú 4 ára hreinan meirihluta vinstrimanna sem í raun lofuðu „skjaldborg um heimilin“ sem var svikið enda innstæða loforðanna aldrei fyrir hendi, og þau hafa í raun verið í því miður nauðsynlegu en samfelldu niðurskurðarfeli sem er því miður ólokið og augljóslega ekki til vinsælda fallið og áframhaldið af því uppvaski heldur áfram á næstu kjörtímabilum.
  Framsóknarflokkurinn vera búinn að múra sig upp að Sjálfstæðisflokknum hægra megin við miðjuna. Fylgisaukning BF skv. skoðanakönnunum er að mínu viti lausafylgi sem Framsóknarflokkurinn hefði að að hluta geta fengið og flokkurinn ætti að geta verið helmingi stærri en flokkurinn verður hreinlaga ekki stærri með einangrunarstefnunni.
  Meðalfylgi Framsóknarflokksins frá 1971 tom 2003 var um 21%. Ástæða þess að þeim virta og gáfaða manni Jóni Sigurðssyni var í raun sparkað eftir kosningarnar 2007 eftir mjög skammvinna formannsetu þegar flokkurinn eftir 12 ára samfellda stjórnarsetu fékk 11,7% fylgi að hann ekki „fiskaði“. Framsóknarflokkurinn fékk 14,8%fylgi eftir hrunstjórnina og eftir að Sigmundur Davíð varð guðföður hinnar skamlífu minnihlutastjórnar VG og SF 2009 og ef núna flokkurinn fær jafn vel minna fylgi eftir harða stjórarandstöðu, Iceave, forsetakjör. Núna er formaðurinn flúinn úr höfuðborginni og flokkurinn að verða einangrunarflokkur og ekki virðast miklir kærleikar milli hvorki Samfylkingar og VG við formann Framsóknarflokksins sem var nokkuð augljóst í Kryddsíldarumræðunum á Stöð 2 á síðasta degi 2012.
  Umræða flokksins virðist byggjast á hvað hefði átt að gera en ekki að framtíðinni.
  Ef menn ætla að jarað ESB aðilarviðræðurnar/umsóknina, hvað þá um EES sem í raun kallast Fax aðild að ESB og nýleg gríðarlega nákvæm norsk úttekt sem kom fram um áramótin jafngildir aðkomu Noregs að 3/4 aðild að ESB og þessa staðreynd hafa raunar „Nei-flokkarnir“ SV og systurflokkur Framsóknarmanna Senterpartiet en raunar er báðum þessara flokka spáð afhroði í næstu kosningum sem eru seinna á þessu ári.

 • Það hefur í raun ekki komið fram hvað Björt Framtíð ætlar í efnahagsmálum en klárlega virðast þau samstíga Samfylkingunni hvað varðar Evrópumálin og eiga þar í raun talsverðan hljómgrunn meðal lausafylgis og eins inn í raðir bæði Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna.
  Persónulega er ég þeirrar skoðunar að klára samninginn og leggja hann síðan beint undir dóm þjóðarinnar.

  Því miður virðist Björt Framtíð ekkert skilja sig frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki, VG eða SF hvað varðar skorti á nákvæmri áætlun um hvernig komast á út úr þessu öngstæti gjaldeyrishafta. Því miður er það ekki trúverugt að halda því fram að hægt sé að stækka þjóðarkökuna með að lækka skatta og reka ríkið á kredittkorti.
  Í alvöru hagkerfi þá kæmu nákvæmar niðurskurðartillögur enda er sú grátlega staðreynd að renna upp fyrir fólki að velferðarkerfi Íslendinga er eingöngu rekið fyrir álögur og skatta á Íslendinga sjálfa og það að lána sig frá þeirri staðreynd er augljóslega að pissa í skóna sína. Aldursamsetning Íslendinga tekur gríðarlegum breytingum á næstu 20 árum og þjóðarkakan er í raun minnkandi og sú sársaukafulla ákverðun að minka velferðarkerið að smæð íslenska hagkerfisins verður sársaukafull öllum en er því miður framtíðarsýnin og er og verður ekki til vinsælda fallin.

 • E.t.v. má ekki síður segja að Björt Framtíð sé frjálslynd ESB sinnuð Framsókn.
  Sem sagt Heimssýnar Framsókn annars vegar og frjálslynd ESB Framsókn hins vegar.

 • Hver er punkturinn?

 • síðan mun það gerast næst þegar þessir flokkar verða í stjórnarandstöðu saman að þá verður farið í að skipta um nafn og kennitölu og BF og Samfó sameinaðir í nýjan flokk þannig að hringekjan geti haldið áfram. Það verður að vera hægt að afneita fortíðinni og segja að það hafi verið einhver allt annar flokkur.

 • Þú gleymir einu mikilvægu merkilegu atriði í könnunini. Þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu gegn slappri og óvinsællri ríkisstjórn þá nær Framsókn ekki einu sinni kosningafylgi sínu í síðustu kosningum!

  Síðan er það fyrir neðan þína virðingu – kæra vinkona – að tala um Bjarta framtíð sem „litlu Samfylkingu“. Þú veist miklu betur. Reyndar áttu meira hugmyndafræðilega sameiginlegt með Bjartri framtíð en stórum hluta núverandi Framsóknarflokksins.

 • Jón Ingi

  Gaman að sjá þingmann Framsóknar gera snyrtilega tilraun til að hrekja frjálslynda Framsóknarmenn frá því að kjósa BF.

 • Í holræsum eru hafðar sandgildrur
  í frystihúsum eru hafðar slorgildrur
  í vélarrými eru hafðar olíugildrur

  í Samfo eru hafðar kjósendagildrur

 • Jörundur

  Ég hef litið á heimasíðu BF og get ekki séð neitt um heimilin í landinu. Guðmundur hefur sjálfur lýst yfir vilja sínum til að ganga inn í ESB. Það sem sett er þar fram er að allir eiga að vera góðir og allir eiga að vera vinir. Heimasíðan segir ekki neitt, þeir vilja ekki styggja neinn.

 • Leifur Þórarinsson

  Ég hef einmitt alltaf litið á Framsókn sem litla Sjálfstæðisflokkinn.

  Hvað er annars að því að out-source-a ?

 • Leifur Þórarinsson

  Þú ert annars ágæt Eygló, en þér fer ekki vel svona petty Davíð Oddson-ish sandkassa pólitík.

 • Framsókn mun bíða nokkurt afhroð í komandi kosningum. Sigm formaður mun segja af sér. þá kemur vonandi tækifæri Eyglóar til að endurreisa flokkinn fyrir 100 ára afmælið 2017.

 • Eygló Harðardóttir

  Takk fyrir ummælin. Eitt sem ég skil ekki alveg. Hvað er nákvæmlega neikvætt í pistlinum? Að tengja Samfylkinguna við Bjarta Framtíð eða Bjarta Framtíð við Samfylkinguna?

 • Leifur Þórarinsson

  Að smætta fólk, í að vera handbendi stærri flokka með petty tilviljunarkenndi „tölfræði“ er allavega ekki uppbyggileg og jákvæð gagnrýni

  Og ég veit vel að þú ert ekki svo heimsk að þú fattir það ekki Eygló.

  Og þetta; hvað er neikvætt „Að tengja Samfylkinguna við Bjarta Framtíð eða Bjarta Framtíð við Samfylkinguna?“

  … er klassískur Davíð Oddson-ish útúrsnúningur.

  Það er enginn sem áttar sig ekki á að báðir eru miðjuflokkar og eiga álíka margt sameiginlegt og Framsókn og Sjálfst.fl

  En tilgangur með skrifum eins og þínum er auðvitað ekki að benda á sjálfsagðan hlut… tilgangurinn er augljóslega aum kosningarbaráttu taktík , sem er alltof algeng nota bene, þar sem fullorðið fólk er segjandi „iiii þið eruð bara svona og svona og svona“ og næsti segir „iiiiiiiii en þið, þið eruð bladíblabla“ í staðinn fyrir að tala um málefni.

  Algjörlega aumt, og fyrirsjánlegt og ekki við hæfi fullorðinnar manneskju og það fer þér afskaplega ílla að taka um demagogue aðferðarfræði Davíðs Oddsonar.

  Þetta er ekki Morfís

 • Svo sammála Leif Þórarinssyni hér að ofan.
  Eygló, þú tekur mikið niður fyrir þig með því að skrifa svona smælki.
  Þetta er ekki í þínum anda, nema kannski að kosningastjórnin hjá ykkur Frömmurum sé farinn að biðja ykkur þingmenn um að vera beittari í skrifum fyrir kosningar.

  Eða kannski að sauðagæran sé að verða of verða lítil og úlfurinn sé að birtast…..

 • kristinn geir st. briem

  Leifur þórðarsson
  Er þettað ekki dæmigerður davíð oddsson er svoverið að kenna eiklóu að taka
  eitn davið . Hefirðu lesið stefnuskrá B.F. þar sfíva menn á rauðu skýi sem er svosem ágæt það eru mörg skáld í Bartri framtíð.

 • Eygló Harðardóttir

  Þetta er þín túlkun, ekki mín. Einkennilegt að fólk í bæði Samfylkingunni og Bjartri framtíð bregðist svona illa við einföldum tölulegum staðreyndum.

 • Leifur Þórarinsson

  Ég er hvorki í Samfó né Bjartri framtíð

  Ég fyrirlít bara svona sandkassaleiki, og demagogery

  Ef þú telur að random tölfræðilegar niðurstöður í skoðunarkönnunum séu „tölulegar staðreyndir“ þá kvíður mér fyrir ef þú kemst einhvern tímann í Fjármálaráðherra stólinn – Að halda slíku fram er fíflaskapur sem ekki nokkur maður með snefil af menntun ætti að láta hafa eftir sér.

  Og þetta var engin túlkun – það er augljóst að þú varst að reyna að hnýta í andstæðinga þína með þessari alda-gömlu petty aðferðarfræði – algjörlega ómálefnalega.

  Verra er að þú viriðst ætla að vera forherrt í því… þá er vonandi að þú og allir sem haga sér þannig verði kosnir út, óháð flokki

 • Sæl Eygló. Nú er ég ekki alveg búinn að gera upp við mig hvað ég muni kjósa í næstu kosningum (ef eitthvað) þó ég hafi mínar hugmyndir og ekki mikið búinn að kynna mér hvað flokkarnir hafa fram að færa. En hver myndir þú telja að væri helsti munurinn á Framsóknarflokknum og Bjartri framtíð f. utan ESB-umræðuna? Hvað telur þú að skýri slæmt gengi Framsóknar í könnunum þessa stundina á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í um 35-36%? Og telur þú að skot eins og þú ert með á Bjarta framtíð muni gagnast ykkur Framsóknarmönnum vel í næstu kosningum?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur