Þetta eru drög að ályktun um stöðu heimilanna fyrir flokksþingið sem hefst á föstudaginn:
„Heimilin eru undirstaða þjóðfélagsins. Það þarf að taka á skuldavanda þeirra því hann heftir framgang efnahagslífsins. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar tillögur til lausnar skuldavanda heimila. Ekkert getur réttlætt annað en að ófyrirséð efnahagshrun deilist á lánveitendur jafnt sem
lántakendur. Enn vantar mikið upp á að bankar og önnur fjármálafyrirtæki hafi unnið úr þeim gríðarlega flóknu og erfiðu skuldamálum sem heimilin eiga við að glíma, ekki síst vegna lagalegrar óvissu um ýmis mikilvæg mál, doða og ráðaleysi stjórnvalda.
Það er því krafa Framsóknarflokksins að stökkbreytt húsnæðislán verði leiðrétt á sanngjarnan hátt enda um forsendubrest að ræða við efnahagshrunið 2008. Brýnt er að að lausn fáist sem fyrst í dómsmál varðandi skuldir heimilanna en ólíðandi er hve langan tíma hefur tekið að greiða úr málum.
Neytendavernd í fjármálum almennings verður að tryggja. Skipta verður ábyrgð jafnar á milli lánveitenda og lántaka. Sett verði „lyklalög“ en slíkt felur í sér ríkari ábyrgð lánveitenda. Auðvelda þarf fólki að færa lánaviðskipti milli lánastofnana og þar þarf m.a. að skoða stimpilgjald til lækkunar.
Lagt er til að skipaður verði starfshópur sérfræðinga er hafi það verkefni að útfæra afnám verðtryggingar nýrra neytendalána. Þessari vinnu verði lokið fyrir árslok 2013. Meðan nefndin vinnur sína vinnu er brýnt að takmarka áhrif verðtryggingar. Framsóknarflokkurinn hefur m.a. í því samhengi lagt til að sett verði þak á verðtryggingu.
Neytendalán eru þau lán sem neytendur taka í verslunum, þjónustufyrirtækjum og fjármálafyrirtækjum s.s. húsnæðislán, lán til bifreiðakaupa og greiðsludreifingarlán svo eitthvað sé nefnt. Hér er því ekki lagt til að vísitölutenging annarra lána s.s. til fjárfesta verði afnumin enda eru slíkar tengingar vel þekktar víða um heim.
Ljóst er að lánastofnanir þurfa að bjóða upp á fjölbreyttar lausnir til handa sínum viðskiptavinum. Má þar nefna vaxtaþak, þak á verðbólgu, lengingu í lánum svo nokkur dæmi séu tekin. Ef ekki vill betur til þarf ríkið að gera lánastofnunum skylt að bjóða upp á slíkar lausnir.“
Það sem ég datt um og hef gert áður er það að menn skuli flokka húsnæðislán sem „Neytendalán“ Er hægt að kalla lán til að kaupa húsnæði neytendalán? Eru þá húsnæðiseigendur húsnæðisneytendur? Og svo kaflinn um afnám vertryggingar á nýjum lánum. Eru ekki nær allar lántökur í dag óverðtryggðar hvort eð er. Er það þá að hjálpa einhverum?
Eygló.
Flott plagg, svona til hátíðarbrigða og sýndarmennsku.
Það var nefnd sem þú stýrðir til að reyna ná samkomulagi um að afnám verðtryggingar. Það markmið náðist ekki.
Getur þú upplýst á mannamáli hvað kikkaði ?
Voru það hagsmunaraðilar Sjálfsstæðisflokksins sem voru þar helstu brandar fyrir ?
Gott væri að fá svör um þetta áður en næsta „draumaborg“ verður reyst með tilheyrandi kostnaði.
Skil bara ekki enn þá hvernig það á að afnema verðtryggingu, bjóða upp á óverðtryggð lán en á sama tíma að rjúka af stað í brjálaða atvinnuuppbyggingu, þannig að vextir fara aftur af stað með tilheyrandi kostnaði.
Svo á að halda rökum fyrir því að þetta sé allt hægt með ónýta krónu, sem b.t.w LÍU og þeirra líka munu freistast til að gera allt til að halda vegna þess að þeir geta þá arðrænt þjóðina hægt og rólega.
Þetta að mínu mati er formúla sem gengur upp nema þá fyrir kraftaverk eða einni lyginni til viðbótar.
P.S Myndir þú styðja þá tillögur sem Siv lagði til i vetur um að ráðherrar eigi ekki að sitja á þingi ?