Þriðjudagur 12.02.2013 - 10:36 - 7 ummæli

Staðfesta í skuldamálum

Helsta baráttumál okkar Framsóknarmanna á þessu kjörtímabili hefur verið skuldavandi heimila og fyrirtækja. Þess vegna höfum við ítrekað lagt fram tillögur til lausnar.  Yfirleitt við litlar vinsældir annarra flokka.

Jafnvel talin vera með vanda heimilanna á heilanum.

En í stórum málum dugar ekkert annað en staðfesta.

Aðeins þannig nær maður árangri.

Hér má finna lista yfir helstu málin okkar um skuldavandann á kjörtímabilinu (… sum hafa að vísu verið lögð fram aftur og aftur og aftur… ;):

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

 • Hákon Hrafn

  Um stimpilgjöld sagði Jóhanna Sigurðardóttiri árið 2007 (og árin á undan: „Þetta er mjög ósanngjarn skattur, bæði gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum,“

  http://www.visir.is/stimpilgjold-overjanleg-skattlagning/article/2007103120058

 • Sæl Eygló og til hamingju með kosningu til ritarastöðuna hjá Framsókn.

  Ég skrifaði athugasemd í síðustu færslu hjá þér um nefndina sem þú leiddir um verðtrygginguna, í síðustu viku.
  Þar innti ég þig um svör um hvað það var sem kom í veg fyrir að það náðist pólitísk samstaða um að afnám verðtryggingarinnar.
  Því er enn ósvarað, því spyr ég þig aftur um þettta mál; Af hverju náðist ekki samstaða í nefndinni um málið ?
  Mikilvægt að almenningur fái að vita hverjir sáu ekki ástæðu til þess að styðja málið.

  Annað mál, ég er búinn að fara lauslega í gegnum ofangreindar tillögur frá ykkur, margt er ágætti, sum óraunhæft.
  Hinsvegar stendur eftir hvernig Framsókn ætlar að útfæra lausnir líkt og 20% niðurfellinguna. Mér finnst persónulega ekki nóg að svara því þannig til að sé of dýrt að gera ekki neitt, líkt og Sigmundur svaraði í gær og á laugardaginn í Vikurlokunum.
  Svo væri athyglisvert að heyra hvað þér finnst um greinina sem Jón Steinsson skrifar á Eyjunni. Mér fannst margt þar sem gerir sig gegn málflutningi Framsóknar með ný kosningaloforð.
  Hvað fannst þér ?
  Með von um svör.

 • Er nú Framsókn að bregðast við ábyrgðarlausu stefnumáli sínu frá 2003 um 90% húsnæðislán á þenslutíma.

  Er ekki flokknum nær að biðjast afsökunar á fyrri afglöpum áður en farið er í næsta yfirboð.

 • Því miður Eygló, verðbréfadrenginn hann formanninn ykkar, get ég aldrei kosið. Ef það verða stjórnarskipti, þ.e. núverandi stjórnarandstaða fær völdin, þá er ég ansi hræddur um „að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur“.

 • „Árásir á flokkinn munu aukast vegna velgengni í skoðanakönnunum“, sagði Sigmundur Davíð í lokaræðu á flokksþingi Framsóknarmanna um síðustu helgi. Reyndist hann sannspár því atlagan er þegar hafin. Jón Steinsson, hagfræðingur skrifar langan pistil um verðtryggingarstefnu flokksins. Leiðari Fréttablaðsins í dag fjallar um loforð og loft og Vefþjóðviljinn lætur ekki sitt eftir liggja.
  Í lokaræðunni sagði Sigmundur það lykilatriði að flokksmenn mæti slíkum árásum af yfirvegun og jafnvægi og ávallt málefnalega. Það er auðvitað heiðarleg nálgun og skynsamleg en það er líka lykilatriði, að stefna flokksins varðandi afskriftir á skuldum heimila og afnám verðtryggingar sé skýr og verði fylgt eftir með dæmum og rökum sem standast skoðun. Sé stefna flokksins ljós að þessu leyti er forystan með góð vopn til þess að mæta þeim ágæta hagfræðingi Jóni Steinssyni og öðrum málsmetandi aðilum og umfram allt, að hinn almenni kjósandi fái á tilfinninguna að leiðin sé fær og að hann geti treyst því að orð skulu standa.
  Í Fréttablaðið er hins vegar óþarft að eyða púðri. Þaðan er ekki sanngirnis að vænta í garð Framsóknarmanna. Blaðið er lítt dulið áróðursrit fyrir Samfylkinguna og því er allt sem þar er sett á þrykk tekið með fyrirvara eða þá hitt sem er líklegra að menn leiði hjá sér pólitíkina á síðum þess og láti duga að skoða auglýsingarnar.

 • Eygló.
  eitthvað að frétta?
  einhver svör ?

 • Eygló Harðardóttir

  Það náðist ekki samstaða í efnahags- og viðskiptanefnd, ekki hvað síst vegna andstöðu Sjálfstæðismanna. Hugsanlega treystu menn jafnvel á þá andstöðu. Veit ekki.

  Í greininni „Með réttlætið á heilanum.“ bendi ég á tvær leiðir til að fjármagna leiðréttinguna. Nýtt húsnæðislánakerfi er hluti af afnámi verðtryggingarinnar á neytendur sbr. nýjasta pistilinn.

  Hvað varðar grein Jón Steinssonar þá sé ég ekki sérstaka ástæðu til að eltast sérstaklega við varðhunda verðtryggingarinnar. Þeir hafa staðið sig ágætlega hingað til í að viðhalda status quo og draga kjark úr fólki, en það er að mínu mati mál að linni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur