Miðvikudagur 13.02.2013 - 15:05 - 2 ummæli

Heimilisofbeldi. Íslenskur veruleiki.

Ég hef lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til velferðarráðherra um heimilisofbeldi.

Hún er svohljóðandi:

  1. Hvernig er háttað skráningu mála vegna heimilisofbeldis?
  2. Eru til samræmdar verklagsreglur innan félagsþjónustu og barnaverndar um viðbrögð og afgreiðslu mála vegna heimilisofbeldis? Ef ekki, er setning slíkra reglna fyrirhuguð?
  3. Fyrir hvaða aðgerðum til að draga úr heimilisofbeldi hefur ráðherra beitt sér?
  4. Er starfandi sérstakt fagteymi eða samráðsvettvangur milli aðila sem vinna í málaflokknum?
  5. Hversu mörg tilvik heimilisofbeldis voru skráð á árunum 2003–2013 hjá lögreglu? Hversu mörg af þessum tilvikum leiddu til ákæru? Hversu margar ákæranna leiddu til sakfellingar, hversu margar til sýknunar og hversu mörgum var vísað frá dómi?
  6. Hversu oft hefur verið tekin ákvörðun um nálgunarbann frá því að það úrræði var lögleitt?

Heimilisofbeldi er staðreynd, ömurlegur hluti af íslenskum veruleika og við verðum að gera okkur bæði grein fyrir þessu vandamál og leiðum til að takast á við það.

Næsta þriðjudag verður fundur á vegum fræðslu- og kynningarnefndar Framsóknarflokksins um heimilisofbeldi á Hverfisgötu 33 12.15-13.30.  Þar verða frummælendur Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur og ég.

Karl Garðarsson er fundarstjóri.

Boðið verður upp á súpu og ég hvet sem flesta til að mæta til að ræða þetta mikilvæga mál.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Heimilisofbeldi er hryllingur sem fylgt hefur mannkyninu svo lengi sem heimildir eru til. Það er rétt að vinna þarf gegn þessum ósóma. Það verður þó ekki gert með stórkallalegum yfirlýsingum eins og þegar Framsóknarflokkurinn lýsti því yfir fyrir kosningar að Ísland yrði vímuefnalaust land árið 2000!

    Þetta erfiða flókna mál vinnst best með fræðslu þannig að fólk þori t.d. að kæra og standi svo við kæruna þegar á hólminn er komið.

    En umfram allt vinnst ekki svona mál með ómerkilegum pólitískum áróðri sbr dæmið hér að ofan.

  • Sigurlína Ingvarsdóttir

    Góð fyrirspurn Eygló, takk kærlega fyrir hana. Ég bíð spennt eftir svörum frá velferðarráðherra.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur