Föstudagur 12.04.2013 - 08:15 - 1 ummæli

Heildstæð áætlun um afnám haftanna

Það er ánægjulegt að sjá frétt Fréttablaðsins um erlendar krónueignir.  Vonandi taka stjórnvöld og Seðlabankinn þetta til sín, – en ég hef haft nokkrar áhyggjur af að  ekki sé verið að leggja næga áherslu á heildstæða áætlun um afnám haftanna.

Skilaboð nefndar um afnám gjaldeyrishafta eru skýr og í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins.

„Afnám fjármagnshafta er mikilvægt til að ná fram heilbrigði í efnahagsmálum og innleiða  markaðsskráningu íslensku krónunnar. Heildstæð áætlun um afnám fjármagnshafta er nauðsynleg í ljósi þess að vandinn er mun stærri en áætlað hefur verið. Lausnir varðandi skuldaskil gömlu bankanna, „snjóhengjuna“ og ýmis önnur atriði þurfa að vera hluti af slíkri  áætlun. Tryggja þarf að þrotabú gömlu bankanna fái ekki heimildir til gjaldeyrisútflæðis fyrr en heildstæð áætlun um losun hafta liggur fyrir. Slík áætlun þarf að taka tillit til þess að kröfuhafar gömlu bankanna hafa hagnast mjög á sínum viðskiptum og eðlilegt er að þeim ávinningi sé skipt á milli þjóðarinnar og kröfuhafa. Við afnám hafta er brýnt að traust umgjörð sé um gjaldeyrismarkaðinn til framtíðar og að fyrir liggi trúverðug peningastefna. Þá er mikilvægt að koma í veg fyrir að hugsanleg skammtíma veiking íslensku krónunnar í kjölfar haftaafnáms leiði til sjálfvirkrar hækkunar lána í landinu og þar með skuldaaukningar heimila og fyrirtækja.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • kristin geir st briem

    farið nú varlega ekki lofa öllu strax því það er ekki hægt að standa við það vitið þið t.d. hver raunveruleg staða ríkissjóðs er flokkar hafa farið flatt á því að lofa of mikklu þið verðið að setja virirvara en gangi ykkur vel

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur