Fimmtudagur 11.04.2013 - 09:07 - 2 ummæli

Ekkert skjól í skattaskjólum

Danir hafa sent skýr skilaboð um að þeir sem eiga falda fjármuni í skattaskjólum eiga að koma með þá heim til Danmerkur.  Þeim hefur verið gefinn frestur til 30. júní, borga af þeim skatta og sektir en losna í staðinn við lögsókn og hugsanlega fangelsisvist. Fleiri lönd hafa verið að fara þessa leið, þ.á.m. Þýskaland og Bretland.

Þetta kom fram í viðtali við skattrannsóknarstjóra í morgun.

Engin kostakjör, engin sérstök fjárfestingaleið, – heldur harkan sex hjá frændum okkar Dönum.

Þetta finnst mér eitthvað sem við ættum að skoða í fullri alvöru.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Já skoða og síðan framkvæma.

  • Hvað meinar þú með „að skoða í fullri alvöru“.
    1. Hver er þín afstaða, eigum við að gera eins og Danir í þessu máli, já eða nei?
    2. Ég vil taka upp spurningu sem birtist hér um daginn. Ung hjón sem skulda 20 milljónir í íbúðinni sinni eru með hana í sölu. Nú eru þau viss um að Framsókn verði sigurvegar kosninganna og komist í þá aðstöðu að geta efnt loforð sín. Þau spyrja: Eigum við að bíða með að selja íbúðina þangað til að Framsókn er komin í stjórn og fá þá skuldina lækkaða um 4 milljónir?
    Svar óskast við báðum þessum spurningum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur