Laugardagur 06.04.2013 - 12:27 - 3 ummæli

Eplakaka og spjall

Flokkar: Matur

«
»

Ummæli (3)

 • Gott spjall; brosið ekki langt undan og sjálfstraustið í botni. Hvernig má annað vera þegar Framsókn fer með himinskautum í skoðanakönnunum.
  Rétt er samt að minna á leik Basel og Tottenham í Evrópudeildinni. Basel komst í 2-0 með leiftrandi spilamennsku í fyrri hálfleik; sigurvissir duttu þeir útúr skipulaginu, urðu kærulausir og latir og einbeitingin hvarf útí buskann og Tottenham gekk á lagið og jafnaði leikinn.
  Framsókn hefur skorað vel uppá síðkastið en mikilvægt að læra af mistökum Basels. Ekki vera of sigurviss; halda fullri einbeitingu til leiksloka, treysta varnirnar og beita síðan snörpum skyndisóknum gefist tækifæri til þess.

 • Eygló, ætlar Framsókn að lækka verðtryggðu námslánin ?

 • Skilaboð til Sigmundar Davíðs. Hann á að hafna með öllu örvæntingarfullri áskorun Árna Páls um kappræður þeirra á milli á opnum fundi. Ekki vegna þess, að Sigmundur þurfi að óttast málefnalegan styrk eða ræðusnilld Árna Páls. Sigmundur hefur sýnt í umræðuþáttum að hann hefur ekkert að óttast í þeim efnum. En staða Framsóknar í skoðanakönnunum er þannig, að öll spjót beinast að flokknum og verði Sigmundur við áskorun Árna Páls væri það dónaskapur af hans hálfu og veikleiki að hafna áþekkum áskorunum frá forystumönnum annarra framboða sem eru á annan tuginn. Árni Páll er ekki í þeirri stöðu pólitískt, að hann einn forystumanna eigi að njóta þess heiðurs að mæta Sigmundi í slíkum kappræðum.
  Það eru rétt um þrjár vikur í kosningar með kraðaki af umræðuþáttum bæði í sjónvarpi og útvarpi þar sem forystumennirnir leiða saman hesta sína auk þess sem þetta heiðursfólk þarf að sinna sínum kjördæmum.
  Það er því ærið verkefni sem Sigmundur Davíð á fyrir höndum næstu vikurnar þó hann fari ekki að bæta ofan á það á annan tug kappræðufunda við forystumenn annarra framboða.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur