Sunnudagur 12.05.2013 - 11:52 - 5 ummæli

Viðræður og staðfestan

Stjórnarmyndunarviðræður ganga vel.   Formaður Sjálfstæðisflokksins segir  að hann standi fastur á loforðum flokksins um skattalækkanir.  Jafnframt að hann sé tilbúinn að axla ábyrgð á málaflokkum sem standa fyrir stórum hluta útgjalda ríkisins. Hann ítrekar þetta aftur í viðtali á Sprengisandi í dag.

Framsóknarmenn hafa lýst sig tilbúna að skoða hugmyndir Sjálfstæðismanna.

Samt virðist Bjarni Benediktsson telja ástæðu til að mæta á fundi og í útvarpsviðtöl til að ítreka staðfestu sína.

Ég treysti mínum formanni til að ná sem bestri niðurstöðu fyrir land og þjóð í viðræðunum.  Líka formanni Sjálfstæðisflokksins.

Það er löngu tímabært að sjálfstæðismenn treysti sínum formanni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Það sem mér finnst merkilegast er að það er eins og Bjarni Ben sé „aðal“ mest talað við hann, og einhvernveginn hann fær að ráða umræðunni í fjölmiðlum, hvort sem þetta er með ráðum gert eða vanhugsun, þarf að taka á þessu. Það er Framsóknarflokkurinn sem er með umboðið, punktur.

  • Eygló, nú hefur þú barist mjög lengi fyrir afnámi verðtryggingar og bæta skuldavanda heimilanna. Ef þú myndir taka sæti í téðri ríkisstjórn F og S, hvað finnst þér að sé ásættanlegur tími til aðgerða með báða liðina? 3 mánuðir ? 1 ár ? 3 ár?
    Gott að hafa viðmiðið á hreinu. 🙂

  • Leifur A. Benediktsson

    Ég get vel ímyndað mér að Sjallar beri lítið traust til formanns síns.

    Saga N1 og gjaldþrot þess,er ekki beint traustvekjandi.

    Treystir þú Bjarna Ben. í ríkisstjórn,Eygló?

    Er honum betur treystandi að reka ríkissjóð,en einkafyrirtæki?

    Kv.

  • Sigmundur Grétarsson

    Sko Sigfús , það má alveg anota þettað kosningaloforð aftur og þá kanski eftir 4 ár. Þá verða allir búnir að gleyma .

  • Kristinn J

    Sigfus.

    Nú finnst framsóknarmaddömunni lýðurinn ekki svaraverður, en komnir aðrir tímar,,,

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur