Stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að hann standi fastur á loforðum flokksins um skattalækkanir. Jafnframt að hann sé tilbúinn að axla ábyrgð á málaflokkum sem standa fyrir stórum hluta útgjalda ríkisins. Hann ítrekar þetta aftur í viðtali á Sprengisandi í dag.
Framsóknarmenn hafa lýst sig tilbúna að skoða hugmyndir Sjálfstæðismanna.
Samt virðist Bjarni Benediktsson telja ástæðu til að mæta á fundi og í útvarpsviðtöl til að ítreka staðfestu sína.
Ég treysti mínum formanni til að ná sem bestri niðurstöðu fyrir land og þjóð í viðræðunum. Líka formanni Sjálfstæðisflokksins.
Það er löngu tímabært að sjálfstæðismenn treysti sínum formanni.
Það sem mér finnst merkilegast er að það er eins og Bjarni Ben sé „aðal“ mest talað við hann, og einhvernveginn hann fær að ráða umræðunni í fjölmiðlum, hvort sem þetta er með ráðum gert eða vanhugsun, þarf að taka á þessu. Það er Framsóknarflokkurinn sem er með umboðið, punktur.
Eygló, nú hefur þú barist mjög lengi fyrir afnámi verðtryggingar og bæta skuldavanda heimilanna. Ef þú myndir taka sæti í téðri ríkisstjórn F og S, hvað finnst þér að sé ásættanlegur tími til aðgerða með báða liðina? 3 mánuðir ? 1 ár ? 3 ár?
Gott að hafa viðmiðið á hreinu. 🙂
Ég get vel ímyndað mér að Sjallar beri lítið traust til formanns síns.
Saga N1 og gjaldþrot þess,er ekki beint traustvekjandi.
Treystir þú Bjarna Ben. í ríkisstjórn,Eygló?
Er honum betur treystandi að reka ríkissjóð,en einkafyrirtæki?
Kv.
Sko Sigfús , það má alveg anota þettað kosningaloforð aftur og þá kanski eftir 4 ár. Þá verða allir búnir að gleyma .
Sigfus.
Nú finnst framsóknarmaddömunni lýðurinn ekki svaraverður, en komnir aðrir tímar,,,