Nýlega fjallaði ég um hvað kyn virðist hafa mikið með gildi okkar og verðmætamat að gera. Þetta virðist endurspeglast m.a. í því hvaða nefndir Alþingis eru taldar eftirsóknaverðar af körlum og hverjar af konum og hversu mikið við borgum fyrir stjórnarsetur í velferðarmálum annars vegar og fjármálum hins vegar. Í samtali fyrir stuttu var mér […]
Ný skýrsla OECD sýnir að fá OECD ríki græða jafnmikið á innflytjendum og Ísland. Þeir auka landsframleiðslu hér um tæpt eitt prósent. Ég tel þetta staðfesta enn á ný mikilvægi virkrar þátttöku innflytjenda í atvinnulífinu og samfélaginu í heild. Að vinna er og verður forsenda vaxtar og velferðar í samfélaginu, óháð uppruna. Þessu til viðbótar […]
Töluvert hefur verið fjallað um lögheimilisskráningu Dorritar Moussaieff, forsetafrúar okkar. Það sem ég hef saknað úr þeirri umræðu er umfjöllun um lögin um lögheimili (nr. 21/1990). Ættum við ekki að spyrja okkur að því hvort tími sé kominn til að endurskoða lögin út frá auknum fjölbreytileika fjölskyldna í nútíma samfélagi? Það skal viðurkennast að lög […]
Við höfum lofað skattlækkunum og að skerðingar á kjörum aldraðra og öryrkja verði afturkallaðar. Fjármálaráðherra hefur þegar lagt fram frumvarp um afnám hækkunar vsk á gistingu sem kostar 1,5 milljarða á ársgrundvelli og sjávarútvegsráðherra boðar breytingar á lögum um sérstakt veiðigjald. Frumvarp mitt um afnám skerðinga til aldraðra og öryrkja er svo í kostnaðarmati hjá […]
Alþingi skipaði í nefndir. Enn á ný endurspeglar skipanin þá kynjaskiptingu sem er til staðar í íslensku samfélagi. Karlar eru líklegri til að fara í nefndir sem hafa með fjár-, atvinnu- og utanríkismál á meðan konur sitja frekar í nefndum sem fara með velferðar-, mennta- og dómsmál. Ég hef áður bent á þetta og lýst yfir […]
Ég óskaði eftir því að umboðsmaður skuldara myndi vinna álit um dóm Hæstaréttar um Landsbankann og Plastiðjuna. Álitið liggur nú fyrir og er hægt að nálgast það á vef Velferðarráðuneytisins. Þar kemur fram að umboðsmaður skuldara telur ljóst af niðurstöðu dómsins að endurreikna beri meginþorra skammtímalána í samræmi við uppgjörsaðferð Hæstaréttar í máli nr. 464/2012. Í […]