Þriðjudagur 03.09.2013 - 12:17 - 5 ummæli

Jafnrétti í lífeyrissjóðum

Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða kvartar undan nýjum lögum um kynjahlutfall í stjórnum lífeyrissjóða og annarra félaga.

Það getur verið erfitt að framfylgja lögum,  en það eru ekki rök í sjálfu sér fyrir að breyta þeim.  Mun nær væri að stjórnendur lífeyrissjóðanna myndu hvetja til að dregið verði úr kynjaskiptingu á vinnumarkaði og launamun kynjanna.

Þar með gætu þeir gert sitt til að styðja við aukið jafnrétti í samfélaginu.

Lífeyrissjóðum hefur gengið vel að jafna kynjahlutfall í stjórnum sínum og ég treysti því að þeir haldi áfram á réttri braut.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • kristinn geir st. briem

    hef aldrei skilið þessa kynjahvóta hefur yfirleit skilað litlu í bandaríkjunum voru bestu læknarnir blökkumenn þeir þurftu að hafa fyrir hlutunum til að komast í gegnum námið. en nú er bara verið að fylla kynjahvóta hjá háskólunum útkoman er ekki eins góð. nú eru konur í meira mæli að læra. svo í framtíðinni munu þær sjálfkrafa koma meira inní stjórnir fyrirtækja með tímmanum
    en reglur eru reglur og þeim ber að filgja það er skrítið ef þeir géta ekki fundið einstaklínga til að vera í stjórnum þettað er ekki sjálfboðastarf menn fá borgað fyrir þettað í flestum tilvikum eða er inní launum þeirra annarstaðar

  • Það er mjög slæmt ef hæfum einstakling er haldið frá stjórnum einfaldlega vegna þess að viðkomandi er af röngu kyni. Afhverju er ríkið að skipta sér af því hvaða fólk ég má ráða í mitt fyrirtæki?

  • Í fjölda starfa hjá hinu opinbera starfa aðeins konur. Td., símadömurnar eru í 99% konur, almennir ritarar og skjalaverðir eru oftast eingöngu konur. Þessar konur eru lægst metnu skrifstofustarfsmenn ríkisins. Neðstar í goggunarröð ráðuneytana og launin eftir því. Hverja eiga þær að bera sig saman við? Karlar láta ekki bjóða sér þessi störf.

    Það væri gustukaverk hjá ráðherra að lyfta þeim upp fyrir fátækramörkin.

  • þórður sverrisson

    hvernig væri að sjálftöku liðið á þingi endurskoðaði eigin ofurlífeyrisréttindi ?
    Það myndi efla trú landsmanna á þingmönnum ef þeir tækju lífeyrisréttindi í takt við aðra í samfélaginu.Mun stærra mál en þetta.
    Þingmenn, hér er tækifærið, grípið það !
    þÁ þykir mörgum óeðlilegt að sumir þurfi að greiða auðlegðarskatt af sínum lífeyrissjóðum en aðrir ekki. Fremstir þar eru þingmenn og ráðherrar, sem eiga lífeyrisréttindi á annað hundruð miljóna , greitt með eignaupptöku á lifeyrissjóðum hinna sem ekki njóta forréttindanna

  • Einhverjir fundu upp orðskrípið „jákvæð mismunun“
    einsog mismunun geti verið jákvæð
    en það hljómar víst ekki nógu vel að kalla þetta „réttlætanlega mismunun“
    því að í raun má líka réttlæta hvað sem er ef einugis viss rök eru notuð.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur