Mánudagur 24.02.2014 - 12:42 - 19 ummæli

Litlar draumaíbúðir

Eitt af áhugamálum mínum eru litlar íbúðir.  Töluverður fjöldi fólks vill velja að búa í minna húsnæði. Af hverju? Svörin eru fjölmörg.  Til að eiga minna dót.  Til að vera nægjusamari.  Til að gera meira utan heimilisins.  Til að eiga meiri pening.  Til að vera umhverfisvænni.

Hér eru nokkur myndbönd og myndir af sannkölluðum draumaíbúðum, þótt litlar séu.

39 m2 íbúð frá LifeEdited og Graham Hill

 Fullt af ljósmyndum. 

Hesthúsi breytt í íbúð í Frakklandi (virkilega hrifin af þessari)

18 m2 einbýlishús Macy Miller

millertinyhouse-048-edit

 

millertinyhouse-001

millertinyhouse-023-edit

millertinyhouse-026

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • „Litlar draumaíbúðir“. Afhverju spilarðu ekki bara á sítar meðan landið brennur?

  • Brilljant!!

    En þetta er bannað samkvæmt reglugerð. Og ég hef satt að segja ekki trú á því að það verði leift. Þrátt fyrir einlægan vilja þinn. Það er nefnilega ekkert bix í þessu.

    Hagnaðurinn og hagræðið fer til neytendans og það er ekki forsvaranlegt í bixinu

  • Guðný Ármannsdóttir

    Þetta eru flottar íbúðir. Reyndar býr fullt af fólki í allskonar svona íbúðum hér á landi. Þær eru bara yfirleitt ekki samþykktar sem íbúðarhúsnæði svo þau mega ekki færa lögheimilið þangað. Geta ekki fengið íbúðalán til að kaupa né húsaleigubætur. Þeim reglum þyrfti að breyta, líka til að sjá raunverulega hver staðan í húsnæðismálum er, til þess þurfa allir að geta verið rétt skráðir. Það er ekki nema 1/4 -1/3 af ævinni sem við erum að ala upp börn og þurfum stærra. Þetta er góður kostur fyrir unga og eldri barnlausa

  • Afhverju sækiru ekki um hjá Smartland Mörtu?

  • Ég verð að segja að ég er nokkuð ánægður með húsnæðismálaráðherra okkar. Hann er virkur og lausnamiðaður í húsnæðisumræðunni og lætur sig arkitektúr varða.

  • Eygló, á hvaða borði ert þú stödd í leiknum ?

    Hér er verið að, endanlega, að koma í veg fyrir að hér náist upp varanlegur kaupmáttu og stöðugleiki, án íslenskrar krónu.
    Á meðan lætur þú þig dreyma um íbúðir.
    Eins og þið erum að fara með samfélagið okkar á kostnað skattborgara, til þess að styðja við LÍÚ og bændasamfélagið, þá munu fáir geta verslar sér íbúðir í framtíðinni, þökk sé verðrtryggingarinnar sem þú getur ekki afnumið með ónýta krónu.

    Eygló, Róm er að byrja brenna og þú ert að byrja stilla helv…. fiðluna.
    Taktlaus skrif hjá þér.

  • Skemmtilegt hús, það má koma sér vel fyrir í litlu rými. Því mannvænna sem lítið rými er því auðveldara er að lifa í þó lítið sé.

    Hins vegar er mjög mikilvægt að standa í fæturna gegn stórkoslega afleitri ákvörðun flokks-systkina þinna og kjósa gegn þingsályktunartillögu um slit á aðildarumsókn ESB.

    Því þótt þetta hús sem við búum geti verið lítið og erfitt stundum, þá verðum við að halda því eins mannvænu og kostur gefst.

  • Hlöðver Stefán Þorgeirsson

    Gaman að sjá þetta frá þér.

    Ég hvet þig eindregið áfram á þinni braut.

    Ég tel t.d. eitt stærsta hagsmunamál námsmanna að þeim sé gert kleift að búa í nágrenni Háskólanna. Vegna hás íbúðaverðs verður það gert með litlum leiguíbúðum.

    Það er mun meiri kjarabót fyrir námsmenn ef þeim er gert kleift að lækka kostnað fremur en að hækka námslán.

    Að auki hjálpar það til við að létta á mesta flöskuhálsi í samgöngukerfi borgarinnar, að sem flestum námsmönnum verði gert kleift að búa vestan Snorrabrautar.

  • Nú er fokið í flest skjól, háttvirtur þingmaður Eygló Harðadóttir er hætt að birta ummæli við pistla sína.
    Takk fyrir Eygló.

  • Jón Jónsson

    Ehm, ókei.

    En hvað ertu að gera til að gera slíkar íbúðir leyfilegar? Þessi færsla vekur upp fleiri spurningar en hún svarar, en það þarf reyndar ekki mikið til.

  • Svanur Guðmundsson

    Þú hefur ekki komist til að skoða smáíbúðina sem ég ætlaði að sýna þér. En það er sjálfsagt að sýna þér hana síðar ef þú hefur áhuga. Sjá áðursenda boðun sem ég sendi á þig. (aðstoðarmann)

  • Þetta kann ekki góðri lukku að stýra. Ávísun á fátækrahverfi eins og þau eru erlendis. Eigum við ekki frekar að hafa metnað í að draga úr stéttaskiptingu, hreinleaa eyða henni. Það er eitthvað sem heldur íbúðarverði uppi, og ekki er það skortur á þeim, svo mikið er víst.

  • Sæl Eygló, mjög gaman af því þegar menn hugsa út fyrir boxið. Samkvæmt byggingarreglugerð er hægt að byggja mjög litlar íbúðir, eða niður í rétt rúmlega 20 fermetra, sem er minna en í flestum nágrannaríkjum og mun minna en var leyft í eldri reglugerðum. Og við leysum alls ekki húsnæðisvanda ungra og efnaminni með þessum litlu snotru smáhýsum, til þess er lóðaverð, kostnaður við gatnagerð, frárennsli og lagnir allt of mikill. Snotru smáhýsin gætu komið sér vel fyrir áhugamenn um smáhýsaarkitektúr, en varla aðra. Húsnæðisvanda ungra og þeirra efnaminni leysum við í fjölbýlishúsum, en varast ber að búa til „slum“ í úthverfum. Þetta er voða sætt og kjút, en ef men ætla að leysa húsnæðisvanda verða menn að taka tillit til allra þeirra miklu rannsókna sem gerðar hafa verið undanfarin ár á sambandi vellíðunar manna og flatarmáli íbúða. Fullt af rannsóknum til um það, her er til dæmis hlekkur á umfjöllun Economists og hlekkur á skýrslu Royal Institute of British Architects um þetta málefni: http://www.economist.com/blogs/blighty/2014/01/housing-space og http://www.architecture.com/HomeWise/News/ShamefulShoeboxHomes.aspx
    Ég er mjög ánægður með að ráðherrann okkar sýni málefninu svona mikinn áhuga, og hvetji menn til að hugsa út fyrir boxið, takk fyrir það! En við verðum að fara varlega og passa okkur á því að búa ekki til fátækrahverfi, sem hefur mjög oft gerst í nágrannaríkjunum.

  • Tvennt kemur í veg fyrir að við getum byggt svona hús hér á landi nógu ódýrt nema einhversstaðar utan höfuðborgarsvæðisins.

    1. Dýrar lóðir – það er bókstaflega fyndið að íbúðirnar sem á að byggja í 101 Reykjavík, eigi að vera fyrir ungt fólk. Ung fólk hefur ekki ráð á að kaupa íbúðir á dýrustu byggingalóðum landsins og þar sem hæsta fasteignamat landsins er.

    2. Byggingareglugerð kemur líka algerlega í veg fyrir svona smá hús. Td má ekki vera innangengt frá stofu inná bað. Það þýðir í raun að ekki má vera opið rými þar sem stofa og öll herbergi hússins eru innangegn frá. Byggingareglugerð gerir líka ráð fyrir aðgengi fyrir fatlaða – ALLS STAÐAR.
    Sérðu fyrir þér að þarna sé pláss fyrir hjólastól? allar hurðir og ALLT aðgengi þarf að rýma hjólastól svo þetta eru bara draumar frú ráðherra.

  • kristinn geir st. briem

    vandamálið er að þessar íbúðir taka nokkuð mikið bláss. en hugmindin er góð er sjálfur hrifnari plokkum þar kemur mikið byggíngar magn á litlu svæði og reinslan er til í bandaríkjunum en alt hefur sína galla og kosti aðalmálið er að finna góða ódýra lausn sem hentar flestum án þess að borgir þenjist of mikkið út

  • Tilhversaðhafanafn

    Dónaskapur að birta ekki athugasemdir sem eiga rétt á sér.

  • Sigurður

    Svona íbúðir/hús eru bönnuð á Íslandi.

    Nú vantar bara einhverja duglega þingmenn eða ráðherra til að gera það löglegt að byggja minna húsnæði, án þess samt að búa í fraktgámi.

  • Valdimar

    já Eygló, um að gera að koma sem flestu íslensku fólki í trailer park hverfi, íslenskt fólk mun hvort sem er ekki hafa efni á mannsæmandi húsnæði á Íslandi hvort eð er. Ertu stolt af þessum pistli?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur