Laugardagur 04.10.2014 - 13:55 - 2 ummæli

Biðlistar og sveitastjórnir

1800 manns eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá sjö stærstu sveitarfélögunum samkvæmt könnun velferðarráðuneytisins.  Á fyrstu sex mánuðum ársins voru aðeins tæp 8% sem fengu úrlausn á sínum vanda.

Í kjördæmavikunni átti ég því góða fundi með félagsmálastjórum í flestum af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Þar ræddum við sameiginlegar áhyggjur okkar af miklum húsnæðisvanda fólks í félagslegum eða fjárhagslegum vanda og skort á húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk og aldraða.

Ég lagði áherslu á að sveitarfélögin huguðu að ákvæði laga um húsnæðismál og laga um félagsþjónustu.  Þar kemur m.a. fram að húsnæðisnefndum er ætlað að gera árlega áætlanir um þörf á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu, hafa milligöngu um og frumkvæði að því að aflað verði húsnæðis í því skyni og aðstoði einstaklinga við húsnæðisöflun.  Einnig er húsnæðisnefndum ætlað að aðstoða aldraða og fatlaða við húsnæðisöflun. Helst þyrfti að liggja fyrir nokkurra ára áætlun til að við getum áttað okkur á umfangi verkefnisins og hagað fjárhagsáætlunum í samræmi.

Lagaskyldan til að tryggja félagslegt húsnæði hvílir á sveitarfélögunum.  Hlutverk stjórnvalda er að leiðbeina og styðja við húsnæðisöflunina, en á endanum er ákvörðunin sveitarstjórna.

Ekki byggingaraðila.  Ekki Íbúðalánasjóðs. Ekki ráðherra.

Heldur þeirra sem fara með meirihlutavald í sveitarfélögunum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Ætlar þú að telja okkur lesendum trú um að engin hafi lagt inn ummæli við þessa grein?
    Afhverju ertu ekki heiðarleg og lokar bara fyrir ummæli fyrst þú leyfir ekki öllum að tjá sig hér.

  • Hlynur Jörundsson

    Jamm gott að vita.

    Sveitastjórninar eru vondi karlinn.

    Á auðvitað ekkert skilt við við að ríkið aka stjórnvöld fá ansi mikið af byggingarkostnaði og byggingareigu í sinn vasa í formi skatta og gjalda.

    Þau eru auðvitað sakleysinginn sem færir peninginn úr vasa almennings í vasa stjórnvalda sem úthluta þeim í formi bóta í hendur kaupenda og leigenda sem skila þeim svo í vasa eignaraðilanna … sem eru sýndarlögaðilar eða aðrir sem geta svo skellt skuldinni á náttúruhamfarir í fjármálakerfinu … og vaknað svo til nýs lífs á nýrri kennitölu ef illa fer … ja sei sei.

    Lækkum byggingarkostnað um 30 % og bindum arðsemi byggingaraðila og söluaðila í nokkur ár …. sjáðu þá hvað gerist. Ekki allir byggingaraðilar eða söluaðilar gera 100 % arðsemiskröfur líkt og árin 2004 til 2008 og án vafa myndu margir nýir koma inn. Og verðmyndun á markaði ræðst af framboði og eftirspurn … ef þú hefur ekki séð það ennþá.. Lægri fjármögnunarkostnaður per íbúð leiðir líka til lækkunar … því byggingaraðilar þurfa jú líka að fjármagna bygginguna líkt og kaupandinn kaupin á byggingunni af byggingaraðila. Það er nefnilega hagur byggingaraðilans að þurfa að taka sem minnst að láni …líkt og íbúðarkaupendans.

    Ef ríkið getur farið í fórnarkostnað vegna stóriðju … af hverju ekki vegna húsnæðis ? Eitthvað að því að ríkið láni sveitarfélögum nær vaxtalaust til slíkra bygginga … líkt og milljörðum er dælt í stóriðjubrambolt og gjafagerninga ?

    Er þetta alltaf AAV ? (Annarra Aðila Vandamál)

    Eða eru slums í formi gámabyggða og ríkisstyrkir til stóreignaaðila og fjármálafyrirtækja í formi vaxtabóta og húsaleigubóta og annarra slíkra gjafagerninga eina lausnin sem stjórnvöld hafa sem leiðbeindandi ráðgjöf ?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur