Miðvikudagur 08.10.2014 - 15:23 - 1 ummæli

Svör mín um þrýsting

Í dag kemur fram í Fréttablaðinu að svör mín hafi ekki verið skýr við spurningu um hvort ég hafi verið beitt þrýstingi vegna ákvörðunar um að semja tímabundið við Háholt.

Hér eru svörin mín sem voru send í gærkvöldi á Fréttablaðið.

Hefur þú fundið fyrir þrýstingi frá þingmönnum í norðvesturkjördæmi, aðilum í sveitastjórn Skagafjarðar, alþingismönnum eða ráðherrum, varðandi að halda starfsemi meðferðarheimilisins Háholts gangandi og endurnýja þjónususamning við Barnaverndarstofu ? Að fækka ekki opinberum störfum í héraðinu enn frekar en verið hefur?

Hvernig rökstyður þú að það sé grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri Háholts þegar nýtingarhlutfall heimilisins er eins lágt og raun ber vitni og Barnaverndarstofa mælir gegn endurnýjun samnings?

Hvers vegna leggst velferðarráðuneytið gegn ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamningum við meðferðarheimili þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun segi „mikilvægt að Barnaverndarstofa setji sem skráða reglu um hversu lágt nýtingarhlutfall meðferðarheimila má fara og í hve langan tíma það má standa til að stofan telji rétt að segja upp þjónustusamningum á grundvelli ónógrar eða dvínandi eftirspurnar. Vísa þarf til þessarar reglu í samningum,“ eins og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunna um þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra sem kom út í september.

Þar kemur fram að Barnaverndarstofa er sammála Ríkisendurskoðun en geti ekki annað en hlýtt tilmælum ráðuneytisins um að hafa ekki slíkt ákvæði. Samanber: „Einnig hefur ráðuneytið við gerð samninga um rekstur meðferðarheimila beint þeim tilmælum til Barnaverndarstofu um að ekki skuli kveðið á um lágmarksnýt-ingu í samningi. Vísar Barnaverndarstofa í þessu sambandi til nýlegra tilmæla í tengslum við fyrirhugaðan samning við rekstraraðila Háholts í Skagafirði. Barnaverndarstofa telur ekki annað fært en að hlíta slíkum fyrirmælum við gerð samninga.“

Svar mitt er:

Það eru ætíð skiptar skoðanir á öllum verkefnum velferðarráðuneytisins. Það gildir að sjálfsögðu líka um staðsetningu opinberra starfa óháð því hvort um er ræða til dæmis starfsstöð Vinnueftirlitsins í Hveragerði, staðsetningu höfuðstöðva nýrrar stjórnsýslustofnunar, starfsstöð Vinnumálastofnunar á Húsavík og starfsemi Háholts í Skagafirði.

Í niðurstöðum nefndar um réttindi barnsins um framkvæmd Barnasáttmála SÞ hér á landi frá árinu 2003 er mælst til þess að börn í varðhaldi séu haldin aðskilin frá fullorðnum. Jafnframt höfðu komið fram ábendingar frá Evrópuráðinu sama efnis. Í febrúar árið 2013 samþykkti Alþingi frumvarp þingmannsins Helga Hjörvars að lögfesta Barnasáttmála SÞ og að börnum yrði haldið aðskildum frá fullorðnum í fangelsi. Fram kom í frumvarpinu að nauðsynlegt væri að útbúa sérstaka einingu á einu af meðferðarheimilum Barnaverndarstofu sem væri þannig útbúin að hægt væri að vista þar fanga undir lögaldri.

Til að bregðast við samþykkt Alþingis var það tillaga barnaverndaryfirvalda að Háholt í Skagafirði tæki að sér afplánunarmálin og Stuðlar gæsluvarðhald. Í gögnum málsins kemur fram að barnaverndaryfirvöld töldu að þessi úrlausn væri fullkomlega boðleg sem bráðabirgðalausn þar til úr rætist í fjárhagsmálefnum ríkisins. Samhliða yrði unnið að framtíðarfyrirkomulagi. Best væri að ekkert barn væri dæmt til fangelsisvistar á Íslandi, en ef og þegar það gerist verður sérstök eining að vera til staðar í samræmi við alþjóðlega samninga og samþykkt Alþingis. Niðurstaðan er að leysa þetta til bráðabirgða með þessum hætti í samræmi við tillögur barnaverndaryfirvalda. Jafnframt er settur fyrirvari í tímabundinn samning við Háholt um framtíðarskipan á vistun ungra fanga.

Hvað framtíðarlausn varðar þá hefur verið skipuð nefnd um heildarendurskoðun á stjórnsýslu félagsþjónustu og barnaverndar. Undir það falla verkefni sem nú eru á höndum Barnaverndarstofu. Nefndinni er ætlað að koma með tillögur til ráðherra að einstökum verkefnum og starfsstöðvum nýrrar stofnunar. Endanleg ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag um vistun ungra fanga verður svo tekin í samráði við innanríkisráðuneytið líkt og núverandi bráðabirgðalausn.

(Fjölmiðilinn ítrekaði spurningar sína og ég svaraði aftur)

Hefur þú fundið fyrir þrýstingi frá þingmönnum í norðvesturkjördæmi, aðilum í sveitastjórn Skagafjarðar, alþingismönnum eða ráðherrum, varðandi að halda starfsemi meðferðarheimilisins Háholts gangandi og endurnýja þjónususamning við Barnaverndarstofu ? Að fækka ekki opinberum störfum í héraðinu enn frekar en verið hefur?

Nei, ég hef ekki fundið fyrir þrýstingi frá þingmönnum í norðvesturkjördæmi, aðilum í sveitastjórn Skagafjarðar, alþingismönnum eða ráðherrum. Það eru ætíð skiptar skoðanir á öllum verkefnum velferðarráðuneytisins. Það gildir að sjálfsögðu líka um staðsetningu opinberra starfa óháð því hvort um er ræða til dæmis starfsstöð Vinnueftirlitsins í Hveragerði, staðsetningu höfuðstöðva nýrrar stjórnsýslustofnunar, starfsstöð Vinnumálastofnunar á Húsavík og starfsemi Háholts í Skagafirði.

Hvernig rökstyður þú að það sé grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri Háholts þegar nýtingarhlutfall heimilisins er eins lágt og raun ber vitni og Barnaverndarstofa mælir gegn endurnýjun samnings?

Í niðurstöðum nefndar um réttindi barnsins um framkvæmd Barnasáttmála SÞ hér á landi frá árinu 2003 er mælst til þess að börn í varðhaldi séu haldin aðskilin frá fullorðnum. Jafnframt höfðu komið fram ábendingar frá Evrópuráðinu sama efnis. Í febrúar árið 2013 samþykkti Alþingi frumvarp þingmannsins Helga Hjörvars að lögfesta Barnasáttmála SÞ og að börnum yrði haldið aðskildum frá fullorðnum í fangelsi. Fram kom í frumvarpinu að nauðsynlegt væri að útbúa sérstaka einingu á einu af meðferðarheimilum Barnaverndarstofu sem væri þannig útbúin að hægt væri að vista þar fanga undir lögaldri.

Til að bregðast við samþykkt Alþingis var það tillaga Barnaverndarstofu að Háholt í Skagafirði tæki að sér afplánunarmálin og Stuðlar gæsluvarðhald. Í gögnum málsins kemur fram að barnaverndaryfirvöld töldu að þessi úrlausn væri fullkomlega boðleg sem bráðabirgðalausn þar til úr rætist í fjárhagsmálefnum ríkisins. Samhliða yrði unnið að framtíðarfyrirkomulagi. Best væri að ekkert barn væri dæmt til fangelsisvistar á Íslandi, en ef og þegar það gerist verður sérstök eining að vera til staðar í samræmi við alþjóðlega samninga og samþykkt Alþingis. Niðurstaðan er að leysa þetta til bráðabirgða með þessum hætti í samræmi við tillögur barnaverndaryfirvalda. Jafnframt er settur fyrirvari í tímabundinn samning við Háholt um framtíðarskipan á vistun ungra fanga.

Hvað framtíðarlausn varðar þá hefur verið skipuð nefnd um heildarendurskoðun á stjórnsýslu félagsþjónustu og barnaverndar. Undir það falla verkefni sem nú eru á höndum Barnaverndarstofu. Nefndinni er ætlað að koma með tillögur til ráðherra að einstökum verkefnum og starfsstöðvum nýrrar stofnunar. Endanleg ákvörðun um framtíðarfyrirkomulag um vistun ungra fanga verður svo tekin í samráði við innanríkisráðuneytið líkt og núverandi bráðabirgðalausn.

Hvernig rökstyður þú að það sé grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri Háholts þegar nýtingarhlutfall heimilisins er eins lágt og raun ber vitni og Barnaverndarstofa mælir gegn endurnýjun samnings? Hvers vegna leggst velferðarráðuneytið gegn ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamningum við meðferðarheimili þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun segi „mikilvægt að Barnaverndarstofa setji sem skráða reglu um hversu lágt nýtingarhlutfall meðferðarheimila má fara og í hve langan tíma það má standa til að stofan telji rétt að segja upp þjónustusamningum á grundvelli ónógrar eða dvínandi eftirspurnar. Vísa þarf til þessarar reglu í samningum,“ eins og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunna um þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra sem kom út í september.

Rökstuðningurinn er að til að bregðast við samþykkt Alþingis var það tillaga barnaverndaryfirvalda að Háholt í Skagafirði tæki að sér afplánunarmálin og Stuðlar gæsluvarðhald. Í gögnum málsins kemur fram að barnaverndaryfirvöld töldu að þessi úrlausn væri fullkomlega boðleg sem bráðabirgðalausn þar til úr rætist í fjárhagsmálefnum ríkisins. Samhliða yrði unnið að framtíðarfyrirkomulagi. Ekki er hægt að setja nýtingarhlutfall á dóma dómstóla á ungum brotaþolum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Anna Sigríður Guðmundsdóttir

    Sæl Eygló mín. Þegar verklagsreglur og ábyrgðarleysi barnaverndaryfirvalda eru skoðuð vel, þá er enginn vafi á því að þau yfirvöld hafa brotið barnaverndarreglur og barnaréttindalög. Þau yfirvöld hafa svikist um að vernda börn fyrir skaðlegum heilaþvotta-grunnskólaskyldukyrrsetu. Það er ekki undarlegt að börn fái kyrrsetuvöðvarýrnunar-sjúkdóma af þessum
    grunnskóla-kyrrsetu-grunnskóla-kúgunum, og þoli ekki að þurfa að lesa.

    Hér á landi eru sumir grunnskólayfirstjórar (hverjir sem þeir eru í raun), svo vabnhæfir, að þeir leyfa því að viðgangast án mótmæla, að börn séu skylduð til að sitja hreyfingarlaus við skylduskólalestur, mest allan tíma barnaskólaaldursins.

    Börnin eru orðin kyrrsetusjúklingar þegar þau á framhaldsskóla-aldurinn, vegna vöðvarýrnunar og skorts á frelsi til hreyfingar og þroskandi leiks.
    7-8 tíma vinnudagur utan heimilis, ásamt nánast skyldumætingum í opinberlega valda boltaíþróttaiðkun utan heimilis, er vítavert skylduvinnuálag á börn. Ef foreldrar mótmæla, þá eru þeir jafnvel kærðir til barnaverndarnefndar, og ásakaðir um vanrækslu við að leyfa opinberlega skyldaða og rekna barnaþrælagrunnskólaskylduheilaþvottakerfið ofurdýra og skattborgaða!

    Hvenær er meiningin að börn séu heima hjá sér og sínum, til að fá sinn löglega frjálsa frítíma og samverurétt, með skattþrælandi og bankarændum fátækum foreldrum/systkynum?

    Gangi þér vel Eygló mín, að takast á við þessi spillingaröfl opinbera kúgunar-embættiskerfisins.

    M.b.kv.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur