Föstudagur 14.11.2014 - 14:46 - 3 ummæli

Skattlagning skulda

Í skýrslu Seðlabankans Peningastefna eftir höft er fjallað um lærdóm okkar af hruninu. Þar er talað um mikilvægi þess að hugað sér að undirliggjandi ójafnvægi á fjármálamörkuðum og samspili ójafnvægis við efnahagsþróunina.   Þættir eins og vöxtur útlána og peningamagns í umferð, eignaverðsbólur, aukin skuldsetning og stækkun efnahagsreikninga og aukin áhætta.

Lærdómurinn sem bankinn talaði um var ekki hvað síst hin gífurlega hraða skuldsetning.  Frá árslokum 2002 til ársloka 2007 jukust skuldir fyrirtækja um 222%.  Þegar skuldirnar höfðu náð hámarki sínu eftir hrunið á árinu 2009, þá höfðu skuldir fyrirtækja aukist frá sama tíma árið 2002 um 276%.  Á sama tíma höfðu skuldir íslenskra heimila farið úr 26% í 43%.

Skuldir-fyrirtækja-og-heimila-stærri

Niðurstaða bankans er að hið hefðbundna vaxtatæki dugi ekki eitt og sér til að taka á þessu ójafnvægi og tryggja verðstöðugleika.  Það þurfi fleiri verkfæri og nefnir bankinn meðal annars sveiflujafnandi eiginfjárkröfur, greiðslur í sérstaka afskriftasjóði, reglur um lánsfjárhlutföll, takmarkanir á veðsetningu eigna og gjaldmiðlamisræmi, takmörk á lánveitingum til ofþandra geira og takmörk á útlánavöxt.  Þetta eru leiðir sem ýmis lönd hafa notað til að stýra betur peningamálum sínum.

Nú höfum við bætt í púkkið tæki sem ég tel að ýmsir ættu að skoða vel.

Skattlagning á skuldir fyrirtækja, ekki hvað síst fjármálafyrirtækja.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

 • kristinn geir st. briem

  ef marka má fréttir af viðræðum asi og ríkistjórnar er það rétt skilið hjá mér að það sé mat asi að fátækasta fíkið á íslandi seu fjármagnseigendur sem eiga húsnæðisskuldir hversvegna á ríkið að niðurgreiða fjármagn afhverju má ekki markaður ráða þanig að þegar er ofgnógt er af fjármagni einsog er nú um stundir lækka menn vexti síðan er það hlutverk seðlabankans og ríkisins að halda stöðugleikanum það að niðurgreiða fjármagn skil ég ekki mikið hlítur asi að vera fátækt

 • Óskar Guðmundsson

  Verið er að sakbenda Framsóknarmenn fyrir þetta?

  Raunin er 46 (110%) 8 (sértækar aðg) 21,5 (12,3 + 9,2) vaxtab.greiðslur = 75,5ma.

  110% leiðin kostaði 46ma. En hversu mikið ver hjá Íbúðalánasjóði með belti, axlaböndum og lausu veðhæfi vs hversu mikið var hjá bönkunum ? Bara 2011 var Arion kominn með 7ma og rauframlag 110% því í 39ma. Ef við gefum okkur að Glitnir hafi haft svipað og Drómi 2 er 110% komin í 30ma.

  „Sérstakar vaxtabætur“ voru greiddar fyrir fé sem tekið var að láni hjá lífeyriussjóðunum … og N.B. á eftir að greiða til baka, alls 9.193 milljónir

  Sérstök hækkun vaxtabóta 12.296 milljónir var síðan náð inn af skatti sem vitað er að brýtur stjórnarskrá landsins á tveimur stöðum (jafnræði og eignarétt) enda lagður tvívegis á almennu lífeyrissjóðina en ekkert á LSR (verðtryggt). Mál er nú rekið fyrir hæstarétti sem kemur inná tvennt.
  1. Hvort farið skuli að lögum stjórnarskrár.
  og
  2. Hvort þörf sé á að breyta stjórnarskrá þar sem hvort eð er verði ekki farið eftir henni.

  Ef að 30ma + 40ma sem að koma í afslátt skatta + beinna greiðslu af lífeyrisréttindnum í leiðréttingum nú eru ekki taldar með (og leiðin þá 150ma) er ekki hægt að telja það með í aðgerðum fyrri ríkisstjórnar…. nema að virða að vetthugi almennar stærðfræðireglur þar sem að sami hlutur gerist beggja megin við „samasem“ í jöfnum.

  Séu leiréttingarnar þar með lagðar að jöfnu sem „almennar aðgerðir“ er alveg ljóst að dæmin verða annaðhvort:
  1. Samf/VG > c.a. 30 (110%) + 8ma vs Fram/Sjalla 80ma.
  38 vs. 80, þ.a. 20 til 775 aðila.
  2 Samf/VG > c.a 30 (110%) + 8 + 21,5 vs 150
  65 vs 150.

  38 er víst ekki alveg það sama og 80… er það?

 • Það ætti ekki síst að skattleggja skuldir stóriðjunnar. Erlendir fjárfestar leika sér að því að veðsetja verksmiðjur sínar upp í rjáfur með lánum frá dóttirfyrirtækjum sínum, sem yfirleitt eru staðsett í skattaskjólum. Þannig sleppa þau við ýmis gjöld, eignaskatta o.þ.h. Það sem verra er, er að skuldirnar reiknast til skulda viðkomandi ríkis og lækka þannig lánhæfismat þeirra og hækkar vexti. Það er yfirleitt ekki talað mikið um þetta þegar krummaskuð úti á landi, sem hafa ekkert lífsviðurværi, eru að heimta stóriðju og að auki stórkostleg landspjöll til að útvega slíkum vcerksmiðjum „græna orku“ á undirverði.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur