Laugardagur 20.12.2014 - 11:38 - Rita ummæli

Framtíðin er velferðartækni

Tækni hefur þegar gjörbreytt lífi okkar.  En ég er sannfærð um að tæknibyltingin er rétt að byrja, ekki hvað síst þegar kemur að velferðartækni.

Velferðartækni er ýmis tæki og tæknitengdar lausnir sem einstaklingar nota til að taka virkari þátt í samfélaginu, auka lífsgæði sín og hjálpa sér sjálfir.

Hér eru nokkur myndbönd um þá tækniþróun sem á sér stað og gæti gjörbreytt lífi bæði fólks með skerta færni og allra hinna.

 

Blindur maður ekur bíl

Fylki í Bandaríkjunum hafa þegar leyft bíla án bílstjóra til að fyrirtæki geti prófað bílana sína á vegum.  Google  er að spá því að árið 2017 gæti orðið árið sem þessir bílar koma á almennan markað.

 

Hugurinn stýrir gervihöndum

Les Baugh missti báðar hendurnar í slysi fyrir 40 árum.  Hann tók þátt í tilraunaverkefni á John Hopkins spítala þar sem hann fékk tvær gervihendur sem hann hreyfði með huganum.

 

Lamaður maður tekur fyrstu spyrnuna í HM í fótbolta

Juliano Pinto sparkaði fyrsta boltanum á HM í Brasílíu í sumar þrátt fyrir að vera lamaður, íklæddur stoðgrind sem hann stýrði með huganum.

 

Tækni hjálpar öldruðum til sjálfstæðrar búsetu

Ýmsar tæknilausnir eru þegar komnar á markað til að hjálpa öldruðu fólki að búa lengur sjálfstætt.  Einfaldasta dæmið er kannski öryggishnappurinn en sífellt koma þróaðri lausnir á markað.

Ég er sannfærð um að Íslendingar geti orðið í fremstu röð við að nýta sér velferðartækni.  Við búum við sterka innviði, stuttar boðleiðir í okkar litla samfélagi, styðjumst þegar við gott velferðarkerfi auk þess að búa yfir almennri tækniþekkingu.

Hins vegar erum við stutt á veg komin, ekki hvað síst þegar við berum okkur saman við nágrannaþjóðirnar.

Því höfum við verið að móta stefnu um nýsköpun og tækni í félagsþjónustu á Íslandi sem við munum vonandi hrinda í framkvæmd á nýju ári.

 

 

 

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur