Föstudagur 15.05.2015 - 18:16 - 1 ummæli

Ekki fallið frá frumvarpi um stofnframlög

Ég hef ekki fallið frá áformum sínum um að leggja fram á yfirstandandi þingi frumvarp um stofnframlög vegna stuðnings við félagslegt húsnæði. Fréttir fjölmiðla um að frumvarpið hafi verið dregið til baka eiga ekki við rök að styðjast.

Í umfjöllun um húsnæðismál hef ég ítrekað vísað til þess að stjórnvöld verði að standa fyrir aðgerðum sem orðið geta til þess að fjölga valkostum á húsnæðismarkaði, meðal annars með því að styðja við uppbyggingu á virkum leigumarkaði.  Ég hef einnig sagt að slíkar aðgerðir gætu orðið til þess að greiða fyrir kjarasamningum og þau mál hafa verið til skoðunar að undanförnu. Ekki er hægt að segja fyrir hvort breytingar verði gerðar á frumvarpinu en það mun skýrast á næstunni. Reynslan kennir að framfarir í félagslega húsnæðiskerfinu verða ekki án aðkomu verkalýðshreyfingarinnar og fyrir baráttu hennar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • kristinn geir st. briem

    er bjarni með sama mælihvarða á öll mál. því ef það er rétt sem hann sagði í fréttunum að greiníngin hafi ekki farið fram vegna hugsanlegrar breitínga á frumvarpinu. er ekkert frumvarp sem fer þar í gegn mann ekk8i eftir nokkru frumvarpí sem fer ópreit í gegnum þíngið. ef bjarni vill ekki frumvarpið á hann bara seigja það en vera ekki með svona útúrsnúnínga

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur