Mánudagur 18.05.2015 - 16:26 - 7 ummæli

Öll heimili landsins, – ekki bara sum

Um hvað snúast húsnæðisfrumvörpin? Þau snúast um einstæða móður með tvö börn á örorkubótum sem býr í 50 fm2 íbúð í kjallara og hefur ekki efni á að flytja vegna hás leiguverðs.  Um eldri konu sem vill selja íbúðina sína áður en allt eigið fé hverfur í frystingu lána, en veit að það eina sem blasir við er gatan eða sófinn hjá fullorðnum börnunum eftir að hafa leitað að leiguíbúð mánuðum saman.  Um námsmann sem þakkar fyrir að fá að leigja hluta af bílskúr ættingjans þar sem allt er fullt á stúdentagörðunum.  Um foreldra fatlaða piltsins sem eru farnir að huga að því hvar hann eigi að búa til framtíðar og fá þær upplýsingar að mörg ár séu þar til komi að honum á biðlistanum.  Um barnafjölskylduna á verkamannakaupi sem hefur flutt aftur og aftur á síðustu árum með tilheyrandi róti og kostnaði þar sem langtímaleiga er varla orð sem þekkist á íslenskum leigumarkaði.

Þetta er fólkið sem segir hingað og ekki lengra.

Fólkið sem við verðum einfaldlega að huga að ef Ísland á að teljast velferðarsamfélag.

Þetta er markmiðið með vinnu að uppbyggingu félagslega húsnæðiskerfisins.  Að tryggja að öll heimili landsins, ekki bara sum, njóti góðs af auknum kaupmætti og hagvexti í landinu. Það gerum við með því að fjölga ódýrum og hagkvæmum íbúðum og auknum húsnæðisstuðningi.

Við þurfum að styðja við öll heimili landsins, en fyrst og fremst þurfum við að styðja við þau efnaminni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Ólafur Árnason

    þú mynnist ekkert á einstæðann öryrkja búinn að vera á biðlista í 8 ár hjá borginni eftir félagslegu leiguhúsnæði, en þar er lítill munur á leigu og í almenna kerfinu.Hef verið holað niður undanfarin ár í alskonar sambýli á vegum borgarinnar,yfirleitt 1 herbergi sem á að vera alt í senn, stofa eldhús og svefnherbergi,og sameiginlegt baðherberrgi með mismunandi mörgum íbúum. Alt þetta vegna þess að ég veiktist(töluvert mikið) og fatlaðist fyrir 8 árum.Virðist hafa verið útskrifaður úr samfélaginu þar frá.

  • Jæja; Farið að heyrast í Eygló aftur: Það er góðs viti…

  • Eygló er sjálfsagt að reyna að gera góða hluti. Spurningin er hvort Ísland er velferðarsamfélag eða hvort það sé einlægur vilji valdhafanna að svo verði. Þar er kannski stóri misskilningurinn.

  • Arthur Þorsteinsson

    Stattu föst á þínu, ég persónulega get ekki beðið lengur, Er að flýja skerið, til Svíþjóðar, bara um leið og ég get það.
    Er á leigumarkaði og hef verið það í 7 ár núna, þessi hryllingur er bara engum manni bjóðandi. Verðlag almennt í Svíþjóð er c.a. 30 % lægra en hérna á klakanum, og skal ekki gleyma launamunininum í því sambandi sem gerir munin í raun enn meiri…
    Þekki Svíþjóð nokkuð vel þar eð ég bjó þar í 7 ár. Himin og haf milli þessara landa 🙁
    Jafnvel leigufélög eins og á Ásvöllum hafa leigu verðtryggða en hækka svo leiguna um c.a. 10% aukalega á hverju ári. Hvaða mafíustarfsemi er það ?

    Þú er sú eina sem hefur hjartað á réttum stað í þessari ríkisstjórn.

    Með bestu kveðju..

  • En við hin, sem erum bara venjulegir einstæðingar með ágætar tekjur en í rusli eftir þetta „svokallaða“ hrun og erum föst á leigumarkaði og fáum engar húsaleigu, barnabætur eða meðlag þó við séum foreldrar í viku og viku kerfi.

    Fáum við ss að horfa uppá barnsmóðirina fá ennþá hærri bætur, húsaleigu og barnabætur og allt það, þó svo að barnið búi jafnt hjá báðum og pabbinn jafnvel borgi fyrir allar tómstundir og allt annað sem fylgir barninu? Af því að hún er „einstæð móðir?“
    Fáum við „einstæðu“ feðurnir að vera með í þessu ?
    Erum við með í þessu nýja systemi hjá ykkur ?

  • Hefði ekki verið betra að hugsa um þetta fólk áður en þið hentuð 80.000.000.000 í tilviljunakenda svokallaða leiðrétingu

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sjö? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur